Fara í efni

Sveitarstjórn

156. fundur 24. september 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
 • Ása Helgadóttir varaoddviti
 • Sævar Ari Finnbogason ritari
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Halldóra Halla Jónsdóttir aðalmaður
 • Björgvin Helgason 1. varamaður
 • Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Að auki sat sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Upptökubúnaður reyndist bilaður í upphafi fundar.
Oddviti bar upp tillögu um að funda þrátt fyrir að upptaka vær

1.Sveitarstjórn - 155

1309001F

Mál; 1308010 sveitarstjórn hefur samþykkt á milli funda að tilnefna leitarstjóra;
Í Svarthamarsrétt Guðmundur Sigurjónsson, í Núparétt Baldvin Björnsson og Magnús Hannesson og í Reynisrétt Jón Ottesen. Fundargerðin framlögð

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 28

1309003F

Afgreiðslur verða sendar rafrænt nk. mánudag.
LJ gerði grein fyrir að á fundinum væru 2 afgreiðslumál liður 3 kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Kratus mál 130804 og liður 4; Teigarás mál 1308020.
SAF fór yfir afgreiðslumálin og efnisatriði fundargerðarinnar. Ræddi lið 1 erindi frá Metanorku, umhverfisverðlaun, hugmyndir um breytingar á gjaldskrá, starfsleyfi fyrir Kratus og Ölver 13 viðbygging.
BH ræddi lið 8 hugmyndir er varða metanorkuver í Melasveit. AH gerir athugasemd við fundartíma nefndarinnar en fundir hennar eru ítrekað á þeim tíma að ógerlegt er fyrir fulltrúa í nefndinni að mæta. Ræddi starfsleyfi fyrir Kratus, umgegni á svæðinu og samantekt frá Mannviti varðandi starfsleyfið og tillögu sem hún sendi en var ekki á dagskrá fundarins. ÁH ræddi kynningu á metanorkuveri fyrir sveitarstjórn. LJ ræddi fundarboðun og umgengni á svæðinu við Kratus. SAF ræddi umgegni Kratusar á lóð sinni á Grundartanga. Ræddi dagskrármál fundarins og ræddi hugmyndir varðandi metanorkuver. SSJ ræddi metanorkuver og kornakra við Mela. Fundargerðin framlögð.
 • 2.4 1308004 Kynning á tillögu að starfsleyfi fyrir Kratus ehf. fyrir vinnslu áls úr álgjalli.
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 28 Nefndin leggur til að minnisblaði verði komið til Umhverfisstofnunnar áður en athugasemdafrestur rennur út 2.okt 2013. Enn fremur hvetur nefndin Umhverfisstofnun til þess að fylgst sé sérstaklega með starfseminni á meðan unnið er að útgáfu starfsleyfis. Bæði hvað varðar losun og umgengni. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun USN nefndar og samþykkir að minnisblaði verði komið til Umhverfisstofnunnar áður en athugasemdafrestur rennur út 2. okt. 2013. Enn fremur hvetur nefndin Umhverfisstofnun til þess að fylgst sé sérstaklega með starfseminni á meðan unnið er að útgáfu starfsleyfis. Bæði hvað varðar losun og umgengni. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
 • 2.8 1308020 Teigarás - Stækkun lóðar
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 28 USN nefnd legggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun skika úr lóð Áshamars 2 og sameina við Teigarás. Að gefnu samþykkji beggja aðila. Bókun fundar Stækkun lóðar úr lóð Áshamars 2 og sameina við Teigarás að undangengnu samþykki beggja aðila. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

3.37. fundur fjölskyldunefndar.

1309023

HHJ ræddi efnisatriði fundargerðarinnar. SSJ ræddi fundargerðina. ÁH ræddi sundleikfimi eldri borgara. SÁ ræddi sundleikfimi. AH ræddi opnunartíma sundlaugarinnar. Fundargerðin framlögð

4.Fjárhagsáætlun 2014-2017.

1309018

Samantekt og upplýsingar frá sveitarstjóra.
LJ fór yfir verklag og undirbúningsvinnu við fjárhagsáætlunargerðina. SAF ræddi hugmyndir varðandi hagræðingu og að íbúum verði gefin kostur á að koma með ábendingar um hagræðingu. Erindið framlagt

5.Starfshópur um framtíðarfyrirkomulag SSV.

1309022

Bréf frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 10. september 2013.
ÁH ræddi aðalfund SSV og að boðað hefur verið til framhaldsaðalfundar eftir 4-6 vikur. Erindið framlagt

6.Skjalavarsla sveitarfélaga.

1309024

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 11. september 2013.
Erindið framlagt

7.Aðalfundur SSV 12. og 13. september, haldinn í Reykholti.

1308013

Frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi. Ályktanir aðalfundar SSV 2013.
ÁH ræddi nefndarstarf og gerði grein fyrir umræðum í samgöngunefnd. SAF ræddi ályktanirnar, umræður í samgöngunefnd og allsherjarnefnd. Erindið framlagt

8.Ágóðahlutagreiðsla-EBÍ 2013.

1309027

Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands, dagsett 6. september 2013.
Erindið framlagt

9.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2013.

1309029

Ársfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. október 2013, á Hilton Hótel Nordica.
Erindið framlagt

10.Kröfulýsingarfrestur fjármála- og efnahagsráðherra á svæði 8 vestur framlengdur.

1303001

Erindi frá Óbyggðanefnd. Frestur til að lýsa kröfum er framlengdur til 15. október 2013. USN nefnd fjallaði um málið 19. mars 2013.
Erindið framlagt

11.Útivistarstígur að skógræktarsvæði Skilmanna og að Heiðarskóla.

1309030

Greinargerð frá Landslagi ehf. um mögulega uppbyggingu útivistar-, hjóla-, göngu- og reiðstíga við Melahverfi, Álfhólsskóg og að grunnskólasvæði við Heiðarskóla.
LJ fór yfir greinargerðina og greindi frá kynningarfundi sem haldinn var 12. september. Fyrirhugað er að funda með hönnuði og Vegagerðinni og með landeigendum. Formaður skógræktarfélagsins hefur farið yfir drögin. LJ ræddi að leggja ákveðna fjárhæð á ári til stígagerðar næstu fjögur ár. BH ræddi erindið og ástand tengivega.

12.Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi, 37. mál.

1309028

Frá Alþingi, dagsett 19. september 2013. Þegar sent form. fræðslu- og skólanefndar og skólastjóra.
Erindið framlagt

13.98. fundur stjórnar SSV, 12. september 2013.

1309021

Fundargerðin framlögð

14.808. fundur stjórna Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1309025

Fundargerðin liggur frammi, áður send sveitarstjórn. Hægt að sjá http://www.samband.is/um-okkur/fundargerdir-stjornar/DisplayMeeting.aspx?id=1307001F
Fundargerðin framlögð

15.112. fundur Faxaflóahafna.

1309026

SSJ ræddi fundargerðina. Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar