Fara í efni

Sveitarstjórn

155. fundur 10. september 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson
  • Ása Helgadóttir
  • Sævar Ari Finnbogason
  • Hallfreður Vilhjálmsson
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir
  • Stefán Ármannsson
  • Halldóra Halla Jónsdóttir
  • Laufey Jóhannsdóttir
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár.
Að auki sat sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 154

1307004F

AH spurðist fyrir varðandi lið 3. umsögn um starfsleyfi og umgegni á lóð Kratusar og lið 5. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF svaraði fyrirspurnum um starfsemi Kratusar og GMR og upplýsti að Umhverfisstofnun hafði gert athugasemdir frágang og geymslu efna á lóðinni og mun fylgjast með málinu. HV ræddi umgengni á lóð Kratusar. Fundargerðin framlögð.

2.102. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1309007

ÁH fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar færði starfsfólki skólans bestu þakkir fyrir vel unnin störf. AH ræddi lið 3.viðhorfskönnun . ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi framkvæmdir á leikskólalóðinni. Þakkaði fyrir vel unnin störf við verkefnið. Ræddi lið 3 viðhorfskönnunina og framkvæmd hennar. ÁH tók undir þakkir til allra sem unnu að gerð og frágangi leikskólalóðarinnar. Fundargerðin framlögð

3.Möguleikar varðandi öflun á heitu vatni og aukinni hitaveituvæðingu

1309004

Minnisblað sveitarstjóra og vinnuskjal frá Gísla Karel Halldórssyni og Jóni Hauki Haukssyni, dagsett 5. september 2013. Jarðhiti við Leirárlaug og Gamla Stekk.
LJ fór yfir forsögu málsins. Gerði grein fyrir fundi með forsvarsmönnum Leirárskógar ehf. Gerði grein fyrir að unnin hefur verið greinargerð fyrir Hvalfjarðarsveit varðandi efniseiginleika vatnsins á svæðinu unnin af ISOR og að fyrir liggja nánari upplýsingar um vatnsmagn og fleira er varðar jarðhita á svæðinu. Óskaði eftir við sveitarstjórn að sveitarstjóri fari fram á umboð sveitarstjórnar til að leita samninga við eigendur réttindanna um möguleg kaup á jarðhitaréttindunum. SÁ fagnaði umræðu um heitavatnsvæðingu ræddi erindisbréf starfshóps um hitaveituvæðingu. SAF ræddi möguleika varðandi hitaveituvæðingu og samantekt á gögnum. HV fagnaði fram komnum upplýsingum og ræddi hagkvæmni hitaveitu á svæðinu. Lítur jákvætt á erindið og veitir umboð til viðræðna. ÁH tekur jákvætt í erindið og benti á að allmikið er til af upplýsingum um svæðið. Ræddi minnisblað Gísla Karels og Jóns Hauks og er jákvæð gagnvart að veita sveitarstjóra umboð til viðræðna við Leirárskóga. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða 7-0 að veita sveitarstjóra umboð til samningaviðræðna við eigendur réttindanna.

4.Lóðaleiga - vatnsveitumál

1309003

Drög að samningi við fasteignanefnd þjóðkirkjunnar fyrir hönd prestsetursjarðarinnar Saurbæjar.
LJ fór yfir að um nokkurn tíma hafa verið erfileikar við vatnsöflun á vatnsveitunni við Hlíðarbæ og nágrenni. Fór yfir möguleika varðandi vatnsöflun, samningsdrögin og lagði til við sveitarstjórn fá umboð sveitarstjórnar til að ganga frá samkomulagi varðandi lóðarleigusamninginn og tryggja þar með möguleika til aukinnar vatnsöflunar. Lagði jafnframt til að vísa erindinu til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2014. SSJ ræddi erindið og kostnað við vatnsöflunina. SAF ræddi erindið og kostnað við vatnsöflunina. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra umboð til að ganga frá samkomulagi varðandi lóðarleigusamning. AH óskar eftir fundarhléi. SSJ verður ekki við beiðninni. SAF ræddi erindið og ábendingar um vatnsöflun í Skroppugili. AH ræddi nýjar upplýsingar sem borist hafa inn á fundinn. LJ ræddi fram komnar hugmyndir. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

5.Réttir í Hvalfjarðarsveit eru samkvæmt gildandi fjallskilasamþykkt.

1308010

Ábending um að kjósa þurfi leitarstjóra samkvæmt 18. gr.
SSJ ræddi greinina og að hann telji að ekki þurfi að kjósa leitarstjóra á heimalöndunum. HV ræddi erindið og túlkun á 18. greininni. Lagði til að sveitarstjórn skipi leitarstjóra. Lagði til að sömu leitarstjórar verði skipaðir og á síðasta ári það er; Svarthamarsrétt Guðmundur Sigurjónsson, Núparétt Baldvin Björnsson og Reynisrétt Ólafur Sigurgeirsson. SSJ ræddi að ekki væri þörf á að skipa leitarstjóra heldur að bændur komi sér saman um skipan leitarstjóra. SÁ ræddi fjallskilareglugerðina og lið 3 í reglugerðinni. Lagði til að halda í hefðirnar og skipa leitarstjóra. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum varðandi fjallskil. HV ræddi erindið og óskaði eftir atkvæðagreiðslu um tillögu sína. SSJ svaraði fram komnum athugasemdum. SAF óskaði eftir rökum fyrir að sveitarstjórn skipi leitarstjóra á heimalöndum. HV svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillaga um að skipa leitarstjóra samþykkt með atkvæðum HV AH SÁ. SAF SSJ HHJ og ÁH greiða atkvæði gegn tillögunni. Tillagan er felld.
HV gerði grein fyrir atkvæði sínu. SSJ gerði grein fyrir afstöðu sinni. HV svaraði fram komnum ábendingum. Erindið er framlagt.

6.Samantekt á stöðu Vatnsveitufélagsins og beiðni um auka fjárveitingu, kr. 15.000.000.

1309006

Erindi frá Guðmundi Eiríkssyni fyrir hönd stjórnar Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar, um viðbótar framlag vegna ársins 2013, vegna framkvæmda á yfirstandandi ári. Meðfylgjandi er samantekt á stöðu og áætlaður kostnaður á dælubúnaði.
LJ fór yfir erindið. Ræddi framkvæmdir á vegum Vatnsveitufélagsins. Lagði fram tillögu;
Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun að fjárhæð 15.000.000 kr. samkvæmt 1. málsl. 2. mgr. 63. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Viðbótar stofnframlag skal bókast á 7429 ; 29074. Kostnaðarauka skal mætt með lækkun á handbæru fé að sömu upphæð. Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum, SSJ SAF ÁH HHJ SÁ HV. AH situr hjá við afgreiðsluna.

7.Ósk um kostnaðarþátttöku vegna leikskóladvalar utan sveitarfélagsins.

1309008

Erindi frá Birnu Maríu Antonsdóttur, dagsett 5. september 2013.
SSJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja erindið. HV óskaði eftir upplýsingum um fjölda nemenda í leikskóla. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Tillagan samþykkt með 5 atkvæðum. HV og SÁ sitja hjá við afgreiðsluna.

8.Beiðni um fjármagn vegna réttarkaffis.

1309009

Erindi frá Önnu Leif Elídóttur, formanni menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
SSJ lagði til að styrkveiting vegna réttarkaffis komi af almenna styrktarsjóðnum. HV ræddi um hvaða upphæð er að ræða. SSJ ræddi að um sömu upphæð og á síðasta ári. Tillaga um að veita styrkveitingu í réttarkaffi kr. 200.000 samtals eins og á síðasta ári. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

9.Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.

1211014

Minnisblað um ljósleiðaravæðingu.
LJ fór yfir stöðu verkefnisins og gerði grein fyrir að boð í verkefnið hefðu verkið opnuð hjá EFLU mánudaginn 2. sept. Það bárust sjö tilboð í verkið. Lægstbjóðandi var Þjótandi. Unnið er að yfirferð á tilboðunum. SAF ræddi erindið og benti á að niðurstaða útboða er í samræmi við kostnaðaráætlun sem EFLA vann fyrir sveitarstjórn. SÁ fagnaði áfanganum. Ræddi framkvæmd útboðsins, kostnaðaráætlun og tilboðsfjárhæðina. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi tilboðið og efniskaupin. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi tilboðsupphæð EFLU sem kynnt var við opnun tilboða. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. AH óskar eftir að fá útboðsgögn og upplýsingar frá EFLU varðandi hækkun á kostnaðaráætlun. Erindið framlagt.

10.Erindi vegna réttarmála við Akrafjall.

1309002

Erindi frá Ólafi Sigurgeirssyni og Ólafi Rúnari Ólafssyni.
SÁ ræddi erindið og hvers vegna erindið barst ekki til sveitarstjórnar. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi erindið. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH ræddi erindið og lagði til að funda með landeigendum og bréfritara. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi erindið. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Erindið framlagt.

11.Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga.

1309010

Sent frá Rangárþingi eystra, dagsett 4. sept. 2013. Fundurinn verður haldinn á Hvolsvelli 27. september 2013. Þegar sent félagsmálastjóra og form. fjölskyldunefndar.
Erindið framlagt

12.27.og 28. stjórnarfundur og aðalfundur hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðar sf.

1309005

A) fundargerðir B) ársskýrsla stjórnar.
SAF ræddi efnisatriði fundargerðanna. HV ræddi fundargerðirnar. Fundargerðirnar framlagðar

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar