Fara í efni

Sveitarstjórn

282. fundur 12. mars 2019 kl. 15:05 - 15:45 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
 • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Upptaka fellur niður vegna tæknilegra örðugleika.

1.Sveitarstjórn - 281

1902003F

Fundargerðin framlögð.

2.Fræðslunefnd - 7

1902004F

Fundargerðin framlögð.
 • Fræðslunefnd - 7 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að frá og með vori 2019 verði viðmið sem Gunnar Gíslason ráðgjafi hjá Starfsgæðum vann fyrir sveitarfélagið nýtt til tímaúthlutunar til kennslu í Heiðarskóla.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að frá og með vori 2019 verði viðmið, sem Gunnar Gíslason ráðgjafi hjá Starfsgæðum vann fyrir sveitarfélagið, nýtt til tímaúthlutunar til kennslu í Heiðarskóla."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  Til máls tók DO

3.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 21

1902005F

Fundargerðin framlögð.

GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku RÍ og GJ.
 • 3.3 1902044 Hlíðarbær 3 3a 5 5a - Sala á sökklum
  Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 21 Mannvirkja- og framkvæmdanefnd leggur til við sveitarstjórn að taka af sölu sökkla við lóðir 3, 3a, 5 og 5a í Hlíðarbæ. Kostnaður gatnaframkvæmda mun ekki skila sér í gatnagerðargjöldum á fyrrnefndum lóðum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar sveitarstjórnar. "
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Ungmennaráð og Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar - 1

1903002F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.

5.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 7

1902006F

Fundargerðin framlögð.

HH fór yfir helstu atriði fundarins.
 • 5.3 1901266 Beiðni um styrk
  Fjölskyldu- og frístundanefnd - 7 Beiðni dags. 2. janúar 2019 frá Höfðavinum, aðstandandafélagi íbúa á Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilinu á Akranesi, um fjárstyrk til eflingar á félags- og tómstundastarfi íbúa Höfða. Beiðnin var send sveitarstjórn sem vísaði erindinu til afgreiðslu hjá fjölskyldu- og frístundanefnd á fundi sínum dags. 22. janúar sl.

  Nefndin tekur jákvætt í beiðni Höfðavina og leggur til að Hvalfjarðarsveit styrki Höfðavini um 50.000 kr.

  Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um styrkveitingu að fjárhæð kr. 50.000 til Höfðavina, aðstandendafélags íbúa á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 96

1903001F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 96 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að taka upp viðræður við Eflu sem ráðgjafa um endurskoðun á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar.
  Nefndin þakkar Eflu, Verkís og Landlínum sem sýndu áhuga á endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar og kynningu á fyrirtækjum sínum þann 19. febrúar 2019.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að taka upp viðræður við Eflu sem ráðgjafa um endurskoðun á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 96 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja óverulegar breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar samkvæmt skipulagslögum sbr 2.mgr.36 gr.123/2010 vegna styrkingar flutningskerfis í nágrenni við Akranes. Framkvæmdin hefur ekki breytingar á landnotkun í för með sér og hefur ekki mikil áhrif á svæðið í heild sinni. Aðalskipulagsbreytingin skal vera kynnt aðliggjandi landeigendum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að samþykkja óverulegar breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar samkvæmt skipulagslögum, 2.mgr. 36 gr. l.nr. 123/2010, vegna styrkingar flutningskerfis í nágrenni við Akranes. Aðalskipulagsbreytingin skal vera kynnt aðliggjandi landeigendum."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 96 Lýsingartillagan var auglýst sbr. 40.gr skipulagslaga nr.123/2010 og einnig var haldinn kynningarfundur um skipulagslýsinguna þann 8.febrúar.
  Umsagnir bárust með athugasemdum og ábendingum frá eftirfarandi stofnunum, Skipulagsstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Vegagerðinni.
  Nefndin tekur undir þær athugasemdir og ábendingar sem bárust frá umsagnaraðilum.
  Nefndin samþykkir ábendingarnar og leggur til að þær verði teknar til greina inn í deiliskipulagstillöguna.

  USN nefnd samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna málið áfram."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 96 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðarinnar.
  Skipulags- umhverfisfulltrúa falið að leita umsagnar Stofnunar Árna Magnússonar vegna nafngiftar á umræddri lóð.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að samþykkja stofnun lóðarinnar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 96 Usn nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila breytta notkun fasteignar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila breytta notkun fasteignarinnar, þ.e. mhl. 01 (42,9 fm.) breytist úr sumarbústað yfir í geymslu."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 96 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila niðurrif á mhl. 03 sem er 10,2 fm. gróðurhús."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 96 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að farið verði í framkvæmdir við grenndarstöð við Bugðumel.

  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fara í framkvæmdir við grenndarstöð við Bugðumel, Melahverfi sbr. framlagðan uppdrátt og kostnaðaráætlun. Sveitarstjórn felur skipulags- og umhverfisfulltrúa og byggingarfulltrúa að vinna málið áfram. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir jafnframt viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2019 vegna þessa verkefnis en viðaukinn er að fjárhæð kr. 2.681.780 sem viðbótarfjárheimild á deild 08022 en fjárhæðin skiptist á bókhaldslykla sbr. framlagðan viðauka. Útgjöldum verði mætt af óvissum útgjöldum, deild 21085 og lykli 5971."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2018.

1903013

Ársreikningur, fyrri umræða.
Ársreikningur vegna ársins 2018 lagður fram til fyrri umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2018 námu 838,2mkr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta 830,9mkr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 74,9mkr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2018 nam 2.205,5mkr. samkvæmt efnahagsreikningi. Veltufé frá rekstri var 14,35%, veltufjárhlutfall 1,95% og eiginfjárhlutfall 92%.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2018 til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku LBP, DO og GJ.

8.Beiðni um lausn úr nefndum sveitarfélagsins.

1903014

Beiðni um lausn frá störfum.
Oddviti las upp eftirfarandi tilnefningu H-listans vegna kosningar aðalmanns í Menningar- og markaðsnefnd í stað Áskels Þórissonar:

Brynja Þorbjörnsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Áskeli eru færðar þakkir fyrir hans starf í þágu Hvalfjarðarsveitar.

9.Beiðni vegna afnota af Miðgarði.

1903019

Erindi frá FEBAN, kór eldri borgara á Akranesi og nágrenni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Hljómi, kór FEBAN (félagi eldri borgara á Akranesi og nágrenni), 50% afslátt af leigufjárhæð félagsheimilisins Miðgarðs föstudaginn 22. mars nk. vegna æfingar kórsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi.

1902047

Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun á lagaumhverfi er varðar uppkaup á landi.
Lagt fram.

11.Umsögn um Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir ofl.

1902048

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (stjórnvaldssektir o.fl.).
Lagt fram og verður einnig sent til USN nefndar.

12.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

1903009

Tillaga til þingsályktunar um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar.
Lagt fram.

13.Fundarboð á aðalfund SSV.

1903011

Aðalfundarboð.
Lagt fram.

14.Íbúasamráðsverkefni.

1903015

Kynning á Íbúasamráðsverkefni.
Lagt fram.

15.Ungt fólk og lýðræði 2019.

1903017

Ungmennaráðstefna 10-12. apríl 2019 í Borgarnesi.
Lagt fram, hefur þegar verið sent til Ungmennaráðs.

16.868. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1902046

Fundargerð.
Lögð fram.

17.94. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar-og dvalarheimilis.

1902049

Fundargerð ásamt ályktun stjórnar Höfða.
Lögð fram.

18.178. fundargerð Faxaflóahafna sf.

1903018

Fundargerð.
Lögð fram.

Fundi slitið - kl. 15:45.

Efni síðunnar