Fara í efni

Sveitarstjórn

280. fundur 12. febrúar 2019 kl. 15:17 - 16:01 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Daníel Ottesen, varaoddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Björgvin Helgason boðaði forföll.

Upptaka fellur niður vegna tæknilegra örðugleika.

1.Sveitarstjórn - 279

1901004F

Fundargerðin framlögð.

2.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 2

1901005F

Fundargerðin framlögð.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 95

1901006F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 95 Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna samkv. 43.gr nr. 123/2010 skipulagslaga byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að fela skipulags-og umhverfisfulltrúa að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum skv. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 95 Nefndin hefur farið yfir umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar leggur til við sveitarstjórn að setja þau markmið sem eru í stefnunni inn í endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins.
    Í umhvefisstefnunni eru margir þættir sem hefur verið unnið að og eru í vinnslu, enda er um góða stefnumörkun að ræða sem nýtist vel í vinnslu á enduskoðun aðalskipulags.
    Þar með yrði umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar gerð góð skil og yrði hluti af aðalskipulagstillögunni og þeirri stefnumörkun lokið.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar nefndinni fyrir yfirferð umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar og er sammála því að í henni eru mörg verkefni sem unnið hefur verið vel að og er lokið á meðan önnur verkefni eru enn í vinnslu. Sveitarstjórn er jafnframt sammála nefndinni um að setja þau verkefni og markmið sem enn er ólokið inn í vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins sem nú er framundan. Þar með verði umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar gerð góð skil sem hluta af aðalskipulagstillögunni og þeirri stefnumörkun sem fram kemur í umhverfisstefnunni lokið enda um góða stefnumörkun að ræða sem nýtist vel í vinnslu á endurskoðun aðalskipulagsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 95 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að endurnýja ekki samning við Hrossaræktunarsamband Vesturlands varðandi hagagögnu í landi Stóru Fellsaxlar.
    Svæðið er skilgreint þynningarsvæði flúors og brennisteins norðvestan við iðjuverin á Grundatanga og einnig inn á aðalskipulagi sveitarfélagsins.„
    Úr Aðalskipulagi:
    Fram kemur að innan þynningarsvæðis megi gera ráð fyrir að mengunarefni í gróðri fari upp fyrir umhverfismörk og geti jafnvel verið skaðleg gróðri og dýrum. Almennt miði Hollustuvernd ríkisins við að ekki skuli stundaður hefðbundinn landbúnaður, heynytjar eða beit innan þynningarsvæðis stóriðju“.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela USN nefnd að skoða málið heildstætt við endurskoðun aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar, þar verði skoðað hvort endurmeta skuli mörk þynningarsvæðis við Grundartanga og fengið álit viðkomandi fagstofnana þar um. Við gerð aðalskipulags verði mörkuð stefna um framtíðarlandnotkun á svæðinu sem um ræðir."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 95 Verksamningur við Hreinsitækni ehf gildir til ársloka 2019.

    Nefndin leggur til að hafin verður undirbúningsvinna á nýjum útboðsgögnum til að bjóðja út á vormánuðum um reglubundna tæmingu á rotþróm í Hvalfjarðarsveit.

    Umhverfis- og skipulagsfulltrúa falið að hefja vinnu við gerð útboðsgagna.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að hefja undirbúningsvinnu vegna nýrra útboðsgagna til að bjóða út á vormánuðum reglubundna tæmingu rotþróa í Hvalfjarðarsveit þar sem núverandi samningur rennur út í árslok. Sveitarstjórn samþykkir að fela umhverfis- og skipulagsfulltrúa að hefja vinnu við gerð útboðsgagnanna."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 95 Nefndin hafnar umsókn um leyfi til að reka gististarfsemi í húsinu, (hostel) þar sem gert er ráð fyrir 31 gestum á grundvelli afsals 467/2013 og meðfylgjandi yfirlýsingar á fylgiskjali nr. 7 dags, 28.mars 2013. Einnig er tekið fram í greinagerð deiliskipulagsins dags, 23.júlí 2013 : „ Fyrirliggjandi aðalskipulag gerir ráð fyrir að á lóðinni verðu starfræktar þjónustustofnanir“. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að hafna umsókninni þar sem hún er ekki í samræmi við gildandi aðal- og deiliskipulag þar sem lóðin er skilgreind undir þjónustustofnanir. Jafnframt liggur fyrir þinglýst yfirlýsing með afsali eignarinnar þess efnis að Skólastígur 3 sé ætlaður til afnota sem alþjóðleg þróunar-, vísinda, menntunar- og menningarstöð fyrir þá sem hafa áhuga á tölvutækni og tölvuleikjum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 95 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn við Aðalskipulag Akranes,
    br. aðalskipulags og deiliskipulag skógarhverfis.
    Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita jákvæða umsögn við breytingar á Aðalskipulagi Akraness 2005-2017 vegna Skógarhverfis og gerð deiliskipulags 3. og 4. skipulagsáfanga Skógarhverfis."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar-Drög að verklagsreglum.

1811033

Breyting á styrktarsjóði.
Málinu var frestað á 278. fundi sveitarstjórnar þann 11. des. sl. þar sem ákveðið var að óska eftir fundi með Menningar- og markaðsnefnd vegna málsins og hefur sá fundur nú farið fram og málið því tekið upp að nýju til afgreiðslu.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlögð drög að reglum Menningarsjóðs Hvalfjarðarsveitar og úthlutun styrkja úr sjóðnum til menningarmála í Hvalfjarðarsveit. Sjóðurinn mun taka við hlutverki Styrktarsjóðs Hvalfjarðarsveitar og því falla samhliða úr gildi reglur um Styrktarsjóð Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að nýr Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar og reglur hans muni taka gildi frá 1. janúar 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Með þessari afgreiðslu hefur Styrktarsjóður Hvalfjarðarsveitar verið lagður niður og í hans stað koma tveir nýir sjóðir, Íþrótta- og æskulýðssjóður Hvalfjarðarsveitar og Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar. Vegna þessa þarf að flytja fjármagn frá Styrktarsjóði yfir á hina nýju sjóði til úthlutunar.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fjármagnsflutning milli deilda vegna breytinga á Styrktarsjóði Hvalfjarðarsveitar að fjárhæð samtals kr. 850.000, sem er hluti þeirra fjármuna sem áætlaður var til Styrktarsjóðsins á deild 21085, yfir á nýjar deildir sjóðanna en Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar verður deild 05089 og Íþrótta- og æskulýðssjóður verður deild 06089. Fjárhæðin, kr. 850.000 færist af deild 21085, lykli 5946 og af henni fara kr. 750.000 yfir á deild 06089, lykil 5946 og kr. 100.000 yfir á deild 05089, lykil 5946 (en fyrir eru áætlaðar á deild 05089 kr. 650.000 og því verður heildarfjármagn til sjóðanna það sama eða kr. 750.000 á hvorn sjóð). Heildarfjármagn til sjóðanna árið 2019 er samtals að sömu fjárhæð og áætlaðar voru til Styrktarsjóðsins árið 2019."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Raforkukaup.

1902013

Samningur um raforkukaup.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan samning við Orkusöluna ehf. um raforkukaup og felur sveitarstjóra að rita undir samninginn. Með samningi þessum er um að ræða rúmlega tvöföldun þess afsláttar sem sveitarfélagið hefur í dag frá gjaldskrá."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Sundlaugin að Hlöðum - Ákvörðun fyrir sumarið 2019.

1902015

Erindi frá Félagsmála-og frístundafulltrúa.
Til máls tók RÍ og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Miðað við það fjármagn sem Hvalfjarðarsveit hefur sett í rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum síðustu ár má búast við að beinn kostnaður fyrir árið 2019 verði ekki undir fjórum milljónum (4.000.000).
Ég undirrituð legg því til að skoðaðir verði kostir og gallar þess að opna ekki sundlaugina að Hlöðum sumarið 2019 heldur halda sundlauginni í Heiðarborg opinni allt árið. Jafnframt hvet ég sveitarstjórn til að vinna málið á haustdögum með sumarið 2020 að leiðarljósi."

Til máls tóku GJ, LBP, BÞ, RÍ og DO.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér rekstur sundlaugarinnar á Hlöðum sumarið 2019. Stefnt verði að áþekkum rekstri og var sumarið 2018."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum. RÍ var á móti.

7.Beiðni um frí afnot af Fannahlíð vegna þorrablóts.

1901280

Beiðni frá Ungmenna-og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni Ungmenna-og íþróttafélags Hvalfjarðarsveitar um endurgjaldslaus afnot félagsins af Félagsheimilinu Fannahlíð vegna þorrablóts Hvalfjarðarsveitar þann 2. febrúar sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Beiðni um frí afnot af Miðgarði vegna þorrablóts.

1902002

Beiðni frá Ungmennafélaginu Þröstum.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni Ungmennafélagsins Þrasta um endurgjaldslaus afnot félagsins af Félagsheimilinu Miðgarði vegna þorrablóts UMF Þrasta þann 23. febrúar nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Umsagnarbeiðni-Þorrablót í Miðgarði.

1902003

Umsögn vegna tækifærisleyfis.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Sveitarfélögin og heimsmarkmiðin.

1901283

Kynning á heimsmarkmiðum.
Lagt fram til kynningar.

11.Boðun XXXIII, landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1901284

Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar. Landsþingið verður haldið í Reykjavík föstudaginn 29. mars nk.

12.Frumvörp og tillögur til umsagnar.

1902001

Breyting á lögum um málefni aldraðra og ályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi.
Lagt fram. Sent til kynningar í Fjölskyldu- og frístundanefnd.

13.Umsögn vegna breytinga á lögum um kosningar til sveitarstjórna.

1902004

Breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur).
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er sammála því að þörf er á að styðja við lýðræðisþátttöku ungs fólks og auka tækifæri þess til að hafa áhrif á samfélagið sem virkir og ábyrgir þátttakendur. Það er hægt að gera t.d. með öflugu starfi ungmennaráða í sveitarfélögum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar er þeirrar skoðunar að kosningaréttur og kjörgengi eigi að fylgja sjálfræðisaldri og kosningaaldur verði áfram við 18 ára aldur við sveitarstjórnarkosningar eins og verið hefur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga.

1902005

Húsnæðisáætlun.
Lagt fram. Nú ber öllum sveitarfélögum að gera Húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn. Skrifstofa sveitarfélagsins mun fyrst um sinn greina umfang verkefnisins, verði þörf á utanaðkomandi aðstoð við verkefnið mun beiðni þar um verða lögð fyrir sveitarstjórn.

15.Skýrsla stjórnar Spalar 2018 ásamt tímalínu 2019.

1902007

Skýrsla frá stjórn Spalar ásamt tímalínu 2019.
Lögð fram.

16.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

1902008

Breyting á lögum vegna persónuverndarlaga.
Lagt fram.

17.Drög að reglum um sérkröfur til skólabifreiða.

1902010

Reglur til umsagnar á samráðsgátt stjórnvalda.
Lagt fram. Sent til kynningar í Fræðslunefnd.

18.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.

1902011

Tillaga um heilbrigðisstefnu til ársins 2030.
Lagt fram.

19.Fræðsluferð sveitarstjórnarfulltrúa af Vesturlandi 2019.

1902012

Kynning á fyrirhugaðri fræðsluferð.
Lagt fram. Fyrirhuguð fræðsluferð á vegum SSV til Danmerkur er 23.-26. apríl nk.

20.867. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1901279

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

21.49.- 65. fundir Menningar-og safnanefndar.

1901288

Fundargerðir.
Fundargerðir framlagðar.

22.93. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar-og dvalarheimilis.

1902006

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur undir ályktun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar frá 11. des. sl. um áskorun til heilbrigðisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur, um fjölgun varanlegra hjúkrunarrýma á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða. Jafnframt vill sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar benda heilbrigðisráðherra á þá staðreynd að af þeim 15 sveitarfélögum í heilbrigðisumdæmi Vesturlands er um 65% af íbúafjöldanum á Akranesi, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð en einungis 50% af varanlegum hjúkrunarrýmum umdæmisins. Reiknuð vistunarþörf í hjúkrunarrými fyrir Akranes og Hvalfjarðarsveit er einnig langt umfram þau 61 hjúkrunarrými sem eru á Höfða í dag. Biðlisti eftir hjúkrunar- og dvalarrými ásamt hvíldarinnlögn í hjúkrunarrými á Höfða telur tæplega 50 einstaklinga. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar skorar því á heilbrigðisráðherra að verða án tafar við beiðni hjúkrunar- og dvalarheimilisins Höfða um fjölgun varanlegra hjúkrunarrýma og varna því að frá og með 1. okt. nk. muni standa 4 auð og ónotuð hjúkrunarrými á Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 16:01.

Efni síðunnar