Fara í efni

Sveitarstjórn

268. fundur 27. júlí 2018 kl. 10:00 - 10:12 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir 1. varamaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Bára Tómasdóttir og Ragna Ívarsdóttir boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 267

1806005F

Fundargerð sveitarstjórnar frá 10. júlí 2018
Fundargerð framlögð.

2.Umsóknir um starf skrifstofustjóra

1807013

Starf skrifstofustjóra
Tillaga að ráðningu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til tillögu og framlagðra gagna frá Björgvini Helgasyni, oddvita, Atla Viðari Halldórssyni, sveitarstjórnarfulltrúa, Daníel Ottesen, sveitarstjórnarfulltrúa og Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra samþykkir sveitarstjórn að ráða Ingunni Stefánsdóttur í starf skrifstofustjóra hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Ingunni."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 10:12.

Efni síðunnar