Fara í efni

Sveitarstjórn

267. fundur 10. júlí 2018 kl. 15:00 - 15:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Jónasson aðalmaður
  • Helga Harðardóttir 1. varamaður
  • Atli Viðar Halldórsson aðalmaður
  • Sunneva Hlín Skúladóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund. Hann óskaði eftir afbrigðum frá dagskrá, að taka fyrir fundargerð 17. fundar Mannvirkja- og framkvæmdanefndar, Stjórnsýslukæru nr. 90/2018 vegna gjaldtöku, tvö erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi vegna umsagna um rekstrarleyfi og eitt vegna umsagnar um tækifærisleyfi.

Bára Tómasdóttir og Ragna Ívarsdóttir boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 266

1806001F

Fundargerð sveitarstjórnar frá 21. júní 2018
Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88

1806007F

Fundargerðin framlögð.
  • 2.2 1806036 Galtarlækur 2 - Mhl.01 - Viðbygging
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir eigendum Galtalækjar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir eigendum Galtalækjar skv. 1. mgr. 44. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.3 1806039 Stóri-Lambhagi 2
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna beiðnar um rekstur tjaldsvæðis að Stóra Lambhaga 2 miðað við áður gefnar forsendur í erindi bréfritara.


    ÁH tekur ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.
    Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að grenndarkynna umsóknina fyrir landeigendum aðliggjandi lands."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.6 1807001 Framkvæmdaleyfi - Faxaflóahafnir, lóðargerð á Klafastaðavegi 9c , Klafastaðavegi 16 b og hækkun v. hafnarbakka
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að veita framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.7 1806002 Grundartanga - deiliskipulagsbreyting
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagið.

    USN nefnd kallar jafnframt eftir framtíðarsýn landeiganda og fyrirtækja á svæðinu vegna afsetningar á úrgangsefnum sem fer í flæðigryfjur á Grundartanga. USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að fylgja málinu eftir.
    Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að deiliskipulagið verði auglýst."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.8 1805021 Krossland eystra - Mhl.01 - Vélageymsla
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar um að hafna erindinu þar sem það samræmist ekki gildandi aðalskipulagi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.10 1806040 Adalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við að stækka hafnarsvæðið (H4) í Sundahöfn með landfyllingum við Klettagarða og Skarfabakka-Kleppsbakka. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við breytingu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, Sundahöfn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.12 1709003 Narfastaðir - nýtt deiliskipulag
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið með fyrirvara um að öflun neysluvatns á svæðinu sé tryggð. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 2.13 1806047 Aðalskipulag Kjósarhrepps 2017-2019 - Heildarendurskoðun
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 88 USN nefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við Aðalskipulag Kjósahrepps 2017-2029 - Heildarendurskoðun."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 1

1806003F

Fundargerðin framlögð.

4.Menningar- og markaðsnefnd - 1

1806002F

Fundargerðin framlögð.

5.Fræðslunefnd - 1

1806004F

Fundargerðin framlögð.

6.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 17

1806006F

Fundargerðin framlögð.

7.Uppsögn á starfi - skipulags- og umhverfisfulltrúi

1807003

Erindi frá Lulu Munk Andersen.
Framlögð uppsögn skipulags- og umhverfisfulltrúa.
Oddviti leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa starf skipulags- og umhverfisfulltrúa ásamt starfi skrifstofustjóra. Jafnframt verði sveitarstjóra, BH, DO og AVH falið að vinna úr umsóknum umsækjenda og leggja fram tillögu til sveitarstjórnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Endurnýjun tækja og búnaðar í Heiðarskóla..

1807005

Erindi frá skólastjóra Heiðarskóla.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vísar erindinu til fjárhagsáætlunar næsta árs þar sem ekki er svigrúm í fjárhagsáætlun ársins 2018. Þótt kostnaður við innri leigu lækki í aðalsjóði hjá grunnskólanum verður á móti tekjulækkun í eignasjóði þannig að ekki er um eiginlega fjármunamyndun að ræða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2018 nr. 6.

1807007

Leiðrétting á innri leigu milli deilda.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 6 við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð kr. 5.001.545 vegna ofáætlunar á innri leigu tækja og búnaðar í grunnskólanum. Fjárhæðin kemur til kostnaðarlækkunar á deild 04022, lykli 4431 og tekjulækkunar á deild 31042, lykli 0377."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun 2018. nr. 7.

1807008

Vegna uppfærslu á One System skjala- og fundarkerfi sveitarfélagsins.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 7 við fjárhagsáætlun ársins 2018 að fjárhæð kr. 485.000 vegna uppfærslu á One System skjala- og fundakerfi sveitarfélagsins. Fjárhæðin kemur til kostnaðarhækkunar á deild 21040, lykli 4339 og kostnaðarlækkunar á deild 21085, lykli 5971."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Stjórnsýlukæru nr 90/2018 - vegna gjaldtaka fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógur

1806042

Stjórnsýslukæra vegna gjaldtöku fyrir sorp- og rotþróahreinsun í frístundabyggðinni Svarfhólsskógi.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa í samráði við lögmann að svara stjórnsýslukærunni f.h. sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Umsögn um rekstrarleyfi - Ice travel camping ehf. - Móar

1807009

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 2. júlí 2018. Ice travel camping ehf. sækir um rekstrarleyfi til þess að reka gististað í flokki II, minna gistiheimili og frístundahús, sem rekið verður sem Móar að Móum, fnr. 210-5160, Hvalfjarðarsveit.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Umsögn um rekstrarleyfi - Kalman ehf - Kaupfélagið, Kalastaðakoti.

1807010

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 6. júlí 2018. Kalman ehf. sækir um rekstrarleyfi til þess að reka gististað í flokki II, frístundahús, sem rekið verður sem Kaupfélagið að Kalastaðakoti, fnr. 210-4277, Hvalfjarðarsveit.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Umsögn um tækifærisleyfi - Fjölskylduhátíð - Vatnaskógi.

1807011

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 10.júlí 2018. Skógarmenn KFUM-Vatnaskógi óska eftir tækifærisleyfi vegna "Fjölskylduhátíðar" sem halda á í Vatnaskógi, Hvalfjarðarsveit 2.-6. ágúst 2018.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Fyrirspurn varðandi eftirlit með þauleldisbúi.

1801044

Bréf til Umhverfisstofnunar frá landeigendum Melaleitis.
Bréfið framlagt.

16.Mál gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu - mál nr. E-137/2017.

1803020

Greinargerð áfrýjanda í Landsréttarmálinu nr. 399/2018. Hvalfjarðarsveit gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu.
Greinargerðin framlögð.

17.Aðalfundur Faxaflóahafna sf.

1806015

Aðalfundargerð.
Aðalfundargerðin framlögð.

18.169. fundur stjórna Faxaflóahafna.

1807004

Fundargerðin framlögð.

19.861. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1807006

Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Efni síðunnar