Fara í efni

Sveitarstjórn

263. fundur 08. maí 2018 kl. 16:10 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
  • Sigurður Arnar Sigurðsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

Arnheiður Hjörleifsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 262

1804004F

Fundargerð framlögð.

2.Fræðslu- og skólanefnd - 145

1804006F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir efni fundarins.

3.Ákvörðun um laun kjörstjórnar.

1805003

Tillaga frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tímalaun kjörstjórnar og starfsmanna á kjördag hækki um 5% frá því sem nú er."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Áskorun til sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar.

1805004

Áskorun frá félagi eignarlóða í Svarfhólsskógi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að hafna kröfu um endurgreiðslu álagðs hreinsunargjalds rotþróa og vísar til framlagðra skýringa skipulags- og umhverfisfulltrúa þar sem fram kemur að aðilar í Svarfólsskógi hafi ekki ofgreitt umrætt gjald. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

5.Fyrirspurn um skipulag á Þórisstöðum.

1805007

Frá Guðmundi Páli Líndal.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að óska frekari upplýsinga/gagna og vísa fyrirspurn bréfritara til umfjöllunar í USN-nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um afnot af Fannahlíð án endurgjalds v. kaffisamsætis eldri borgara.

1805008

Erindi frá Kvenfélaginu Lilju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir erindið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Samningur um skógrækt í Melahverfi.

1805009

Riftun á samningi og fl.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir ósk Skógræktarfélags Íslands um að lagt verði mat á virði skógræktar í Melahverfi. Það mat verði unnið í tengslum við mögulega endurskoðun eða riftun samnings milli fyrrum Skilmannahrepps, Skógræktarfélags Skilmannahrepps og Skógræktarfélags Íslands um skógræktarverkefni í Melahverfi frá árinu 2000. Sveitarstjórn tilnefnir byggingarfulltrúa sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í fyrirhuguðu mati."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Uppsögn ritara/skjalavarðar.

1805005

Erindi frá Sigrúnu Mjöll Stefánsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að auglýsa starfið sbr. drög að framlagðri auglýsingu. Þar kemur m.a. fram að starfshlutfall verði 100%."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins.

1606049

Beiðni um upplýsingar um svör við erindum Ragnheiðar Þorgrímsdóttur.
SÞ tók til máls og skýrði málavöxtu.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar harmar að umræddum erindum Ragnheiðar hafi ekki verið svarað. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að svara erindum ráðuneytisins og Ragnheiðar Þorgrímsdóttur fyrir 15. maí nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Aðalfundarboð Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf.

1805006

Aðalfundurinn verður haldinn í ferðaþjónustunni á Bjarteyjarsandi 4. maí kl. 20:00.
Framlögð gögn frá aðalfundi Hitaveitufélags Hvalfjarðar.
Sveitarstjóri fór með umboð Hvalfjarðarsveitar á aðalfundinum.

11.Frumvörp til umsagnar 2018.

1803006

467. mál til umsagnar - Frumvarp til laga um mat á umhverfisáhrifum (EES-reglur, stjórnvaldssektir o.fl.).
425. mál til umsagnar - Frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.
269. mál til umsagnar - Frumvarp til laga um Kristinsjóð o.fl. (ókeypis lóðir).
Frumvörp lögð fram til kynningar.

12.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða - 2018

1710015

Samningur um styrk.
Undirritaður samningur um fjárstyrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða lagður fram til kynningar. Um er að ræða samkomulag Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Hvalfjarðarsveitar um fjárstyrk og mótframlag v/ aðgerða við Glym í Botnsdal 2018. Framlag sjóðsins er kr. 5.100.000- en mótframlag sveitarfélagsins er að lágmarki 20% af heildarkostnaði verkefnisins samkvæmt umsókn og getur það verið í formi útgjalda eða vinnuframlags. Gert er ráð fyrir framangreindu í fjárhagsáætlun ársins 2018.

13.Styrktarsjóður EBÍ 2018.

1803016

Umsókn vegna Álfholtsskógar - Opinn skógur.
Umsókn í styrktarsjóð EBÍ lögð fram til kynningar.

14.Starfshópur um byggingu reiðhallar.

1804024

Yfirlýsing/samkomulag vegna uppbyggingar reiðskemmu við Æðarodda.
Yfirlýsing/samkomulag Hvalfjarðarsveitar og Hestamannafélagsins Dreyra um uppbyggingu reiðskemmu við Æðarodda dags. 1. maí 2018 lagt fram til kynningar.

15.5. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akranesk., Borgarb., Hvalfjarðarsv., og Skorradalshrepps.

1805001

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.859. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1805002

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar