Fara í efni

Sveitarstjórn

148. fundur 14. maí 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
 • Ása Helgadóttir varaoddviti
 • Sævar Ari Finnbogason ritari
 • Hallfreður Vilhjálmsson aðalmaður
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að fá að taka lið 9, þriggja mánaða rekstraryfirlit, fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða. Að auki sat KHÓ fjármálastjóri, fundinn undir lið 9 rekstraryfirlit og HHK skipulags- og byggingarfulltrúi undir lið 2
KHÓ, vék af fundi kl 16.20 HHK vék af fundi 17.10

1.Ársreikningur 2012.

1305015

Frá Vesturlandsstofu ehf.. Liggur frammi.
Erindið framlagt

2.Fundur ABD haldinn 10. apríl 2013.

1304029

Fundargerðin framlögð

3.16. aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. og skýrsla stjórnar.

1304030

Frá Sorpurðun Vesturlands. Skýrsla stjórnar liggur frammi.
Fundargerðin framlögð

4.805. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1304032

Fundargerðin framlögð

5.10. aðalfundur Heilbrigðisnefndar, ársskýrsla 2012 og ársreikningur 2012.

1305006

Frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands. Ársskýrsla 2012 og ársreikningur 2012, liggja frammi.
Fundargerðin og ársreikningur framlögð

6.75.-77. fundur Menningarráðs Vesturlands.

1305007

Fundargerðirnar framlagðar

7.7. aðalfundur Menningarráðs Vesturlands 2013.

1305008

Ársskýrsla Menningarráðs Vesturlands 2012, liggur frammi.
Fundargerðin framlögð

8.24. og 25. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1305014

Fundargerðirnar framlagðar

9.Sveitarstjórn - 147

1304002F

LJ ræddi; lið 6 mál 1211014 ljósleiðaravæðing. Lið 10 mál 1304023, sparkvöllur og lagði fram minnisblað varðandi stöðuna á verkinu. Lið 12 mál 1304026 endurgerð lóðar við Skýjaborg.

Liður 6. LJ fór yfir stöðuna á verkefninu lagði fram minnisblað varðandi næstu skref og greindi frá að fyrirhugað er að halda íbúafund til þess að kynna ljósleiðaravæðingu í Hvalfjarðarsveit og benti á að boða þurfi til aukafundar í sveitarstjórn varðandi ýmis mál varðandi verkefnið.

Liður 10. LJ lagði fram minnisblað varðandi stöðuna og gerði grein fyrir að fyrirhugað er að funda með verktaka til að reyna að ljúka verkefninu.

Liður 12. LJ gerði grein fyrir að tvö tilboð bárust í verkið frá;
* Halldór Sigurðsson, vélaleiga tilboð kr. 17.293.900
* Þróttur ehf - tilboð kr. 12.820.000.
Kostnaðaráætlun hönnuða, Landslags ehf., hljóðar upp á kr. 15.224.999,- Yfirferð á tilboðum stendur yfir og lagt er til að semja við lægstbjóðanda að þeirri yfirferð lokinni.
AH spurðist fyrir varðandi ljósleiðara, gjaldskrá , dagsetningu á kynningarfundi, tengingar sumarhúsa og fyrirtækja, lagningu á jaðarsvæðum. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi tilnefningu í kjörstjórn ræddi kosningar. AH ræddi lið 6. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum.

Fundargerðin framlögð.

10.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 22

1304003F

HHK fór yfir fundargerðina. SAF ræddi lið 3 í fundargerðinni og stjórnsýslukæru sem barst í dag vegna leyfisveitingar Orkustofnunar til Bugavirkjunar. LJ ræddi sama mál. Fundargerðin framlögð
 • 10.1 1304031 Herdísarholt, stofnun lóðar
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 22 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
 • 10.2 1305001 Litla-Fellsöxl. Umsókn um byggingaleyfi
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 22 Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að leitað verði eftir meðmælum skipulagsstofnunar í samræmi við 1. mgr. bráðabirgðaákvæðis Skipulags- og byggingarlaga nr. 123/2010 Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.
 • 10.3 1305002 Bugavirkjun. Umsókn um framkvæmdarleyfi fyrir stíflu og lagnagerð
  Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 22 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

11.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 23

1305001F

SAF ræddi fundargerðina. Fundargerðin framlögð

12.100. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1305004

ÁH fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. AH ræddi lið 9. starfsmannamál og spurðist fyrir varðandi lágt svarhlutfall í könnuninni. HV spurðist fyrir varðandi samantekt sem unnin var af Haraldi Finnssyni. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.

13.Umsóknir um starf skipulags- og byggingarfulltrúa.

1304014

Listi yfir umsækjendur
LJ fór yfir erindið og greindi frá ráðgjöf Skúla Lýðssonar varðandi starfið; Lagði fram eftirfarandi tillögu; Í ljósi þessarar ráðgjafar hans þá er lagt til að endurskipuleggja störfin og ráða tímabilsbundið í verktöku í skipulagsvinnu og í byggingareftirlit/byggingafulltrúastarf. Ráðgjafi leggur til að gera samkomulag við Landlínur sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á skipulagsmálum Hvalfjarðarsveitar og ráða tímabilsbundið í starf byggingafulltrúa á meðan á endurskipulagningu stendur. Að reynslutíma liðnum má búast við að komin verði reynsla á þetta fyrirkomulag og þá er hægt að taka ákvörðun um frambúðar fyrirkomulag. Á grundvelli þessa er lagt til að öllum umsóknum um starfið verði hafnað.
AH ræddi fram komnar hugmyndir varðandi endurskipulag á deildinni. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF ræddi erindið og lagði fram tillögu;
Sveitarstjóra er falið að undirbúa auglýsingu varðandi stöðu byggingarfulltrúa hjá Hvalfjarðarsveit og jafnframt að kanna möguleika og kostnað við að ráða verktaka til að sinna skipulagsmálum og umhverfismálum.
HV ræddi fund með sveitarstjóra varðandi starf skipulags- og byggingarfulltrúa og endurskoðun á starfinu. AH ræddi fram komnar hugmyndir. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum.
SSJ lagi fram tillögu að hafna öllum umsóknum, tillagan er samþykkt samhljóða 7-0.
SSJ lagði til að samþykkja tillögu SAF. HV ræddi fram komna tillögu. SSJ svaraði fram kominni fyrirspurn. SAF ræddi fram komna tillögu sína. AH ræddi fram komna tillögu. Tillaga SAF samþykkt samhljóða 7-0. Tillaga SAF gengur lengra en tillaga sveitarstjóra.

14.Yfirnefnd fjallskilamála.

1202064

Frá Björgu Gunnarsdóttur. Fjallskilasamþykkt.
SSJ ræddi fram komna tillögu Borgarbyggðar sem er; "Sveitarstjórn leggur til að nefnd sem vann að gerð fjallskilasamþykktar og framkvæmdastjórar sveitarfélaganna fundi um samþykktina" Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

15.Krafa um efndir sbr. deiliskipulag og ákvæði þinglýstra kaupsamninga.

1305005

Erindi frá Félagi Landeigenda í Glammastaðalandi, dagsett 30. apríl 2013. (Þegar sent lögfræðingi sveitarfélagsins.)
LJ fór yfir erindið. Lagði til að sveitarstjóra og lögmanni sveitarfélagsins sé falið að svara fram komnum athugasemdum. SAF ræddi erindið. SSJ ræddi erindið. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

16.Kaup á handlóðum í íþróttahúsið Heiðarborg og viðhald eldri búnaðar.

1305011

Erindi frá Ásu Hólmarsdóttur, dagsett 7. maí, 2013.
LJ fór yfir erindið. Gerði grein fyrir að skólastjóri leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fer með umsjón með Heiðarborg. Erindinu hefur nú þegar verið vísað til skólastjóra til skoðunar. Í fjárhagsáætlun ársins 2013 eru 500 þúsund til áhalda og tækjakaupa. Á árunum 2011 og 2012 var varið um 1.1 miljón til tækja og áhalda kaupa. Tillaga um að vísa erindinu til skólastjóra. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

17.Þriggja mánaðar rekstraryfirlit.

1305016

Frá fjármálastjóra.
KHÓ fór yfir rekstraryfirlitið. Erindið framlagt. SAF spurðist fyrir varðandi spjaldtölvuvæðingu sem færist á sameiginlegan kostnað leik og grunnskóla og hækkun á sameiginlegum kostnaði skrifstofu. KHÓ svaraði fram komnum fyrirspurnum.

18.Aðalfundaboð, 26. apríl 2013 kl. 20:30.

1304003

Ársreikningur Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf., liggur frammi.
Erindið framlagt

19.Sparkvöllur

1304023

Gögn frá VSÓ og fjármálastjóra verða send rafrænt.
LJ lagði fram minnisblað. Samþykkt samhljóða að semja við JG vinnuvélar ehf. við frágang verksins, þeir áttu næst lægsta boð í verkið. 7-0.

20.Úttekt á umhverfisáhrifum á Grundartanga-skýrsla.

1305010

Frá Faxaflóahöfnum, dagsett 7. maí 2013. Skýrslan liggur frammi. Þegar sent USN nefnd.
Erindið framlagt
Liður; 1. mál 1304026 liður 12 í fundargerð sveitarstjórnar var tekinn til afgreiðslu í lok fundarins. ÁH vék af fundi undir þessum lið og var eftirfarandi bókað þar um;

SSJ óskaði eftir afstöðu sveitarstjórnar varðandi að taka málið til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða 6-0. Tillaga um að semja við lægstbjóðanda í verkið samþykkt samhljóða 6-0. ÁH tekur aftur þátt í fundinum
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar