Fara í efni

Sveitarstjórn

261. fundur 10. apríl 2018 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
 • Sigurður Arnar Sigurðsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlögðu fundarboði.

Brynja Þorbjörnsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 260

1803004F

Fundargerð framlögð.
Hljóðupptaka er ekki tiltæk vegna bilunar í tæknibúnaði.

2.Fræðslu- og skólanefnd - 144

1803007F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 144 Nefndin samþykkir framlögð skóladagatöl fyrir leik-og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar fyrir skólaárið 2018-2019. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagt skóladagatal fyrir skólaárið 2018-2019."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 144 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar reglur. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur um stuðning við nema í leiksólakennarafræðum í grunn- og framhaldsnámi."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 86

1804001F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 86 Nefndin gerir engar athugasemdir og vísar málinu til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 86 Nefndin gerir ekki athugasemd við að skipulagið verði leiðrétt í samræmi við óskir lóðaeiganda.
  Málinu vísað til sveitarstjórn.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir ósk landeiganda um að gera breytingu á texta í deiliskipulagi fyrir Ártröð 10 og 12."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 86 Farið yfir drög að lýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Hvalfarðarsveitar 2008-2020.
  Málinu er vísað til kynningar í sveitarstjórn. Skipulagsfulltrúa falið að óska eftir áliti skipulagsstofnunar á tillögunni.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulags- og umhverfisfulltrúa að vinna drög að lýsingu á grundvelli þeirra gagna sem lögð hafa verið fram."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 86 Fyrirspurn vegna lóða 8 og 10 við Ásvelli er varðar breytingu á skipulagi og leyfi til að byggja einbýlishús á einni hæð í stað tveggja.
  Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að kanna vilja landeigenda um að breyta deiliskipulaginu á þann hátt að hús við Ásvelli 2 -12 verði einnar hæðar í stað tveggja.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar og tekur jákvætt í að kanna vilja landeiganda til að breyta deiliskipulaginu á þann hátt að hús við Ásvelli 2 -12 verði einnar hæðar í stað tveggja.
  Sveitarstjórn felur USN-nefnd að meta hvort ástæða sé til að taka deiliskipulag Kross til endurskoðunar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Menningar- og atvinnuþróunarnefnd - 45

1803005F

Oddviti fór yfir fundargerð nefndarinnar.
 • Menningar- og atvinnuþróunarnefnd - 45 Nefndin leggur til við sveitastjórn að sótt verður um styrk úr styrktarsjóð EBÍ. Ef Hvalfjarðarsveit fær þennan styrk, þá leggur nefndin til að fjárhæðin renni til nýrrar grunnsýningar Byggðarsafnsins í Görðum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga um framkvæmd og kostnað við endurnýjun grunnsýningar við Byggðasafnið að Görðum.
  Fyrir liggur að sveitarfélagið getur aðeins sótt um styrk vegna eins verkefnis á árinu 2018 í styrktarsjóð EBÍ skv. úthlutunarreglum sjóðsins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Menningar- og atvinnuþróunarnefnd - 45 Nefninni barst "stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar ... " Nefndin leggur til að sveitarstjórn komi því að við ráðuneytið að bæta þarf aðgengi ferðamanna við Glym og þar þyrfti að vera landvörður í fullu starfi. Í sveitarfélaginu eru afar vinsælar gönguleiðir á borð við Síldarmannagötur og Leggjarbrjótur. Í landsáætluninni eru þessir staðir ekki nefndir á nafn - frekar en Glymur. Ljóst er að það þarf að gera umtalsverðar úrbætur á öllum þessum stöðum. Það þarf að merkja leiðir, bæta við bílastæðum og setja upp salerni við Glym. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa að koma ábendingum menningar- og atvinnuþróunarnefndar og USN-nefndar vegna áætlunarinnar til Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • 4.3 1711023 Önnur mál
  Menningar- og atvinnuþróunarnefnd - 45 Nefndin leggur til við sveitastjórn að leitað verði leiða til að skrá minjar frá seinni heimsstyrjöld sem er að finna við Hvalfjörð. Í þessu sambandi má nefna þann möguleika að fá nemendur í sagn- og þjóðfræði við HÍ til verksins - og styrkja til verksins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að fara yfir nánari útfærslur á tillögunni með nefndinni."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Umhverfisstefna Hvalfjarðarsveitar

1702030

Afgreiðslu frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
AH tók til máls og greindi frá vinnu við gerð stefnumótunar um gerð umhverfisstefnu fyrir Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða umhverfisstefnu Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Tillaga um breytingu á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013.

1803036

Frá sveitarstjóra. Fyrri umræða.
Um er ræða breytingu á 40. gr. samþykktarinnar um fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að."
HS tók til máls og gerði grein fyrir afstöðu sinni til þeirrar tillögu sem fyrir liggur um breytingu á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa tillögu um breytingu á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 24. apríl nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
HS greiðir atkvæði gegn tillögunni.

7.Styrktarsjóður EBÍ 2018.

1803016

Tillaga USN-nefndar. Afgreiðslu frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar um að sótt verði um styrk til Styrktarsjóðs EBÍ í samráði við Skógræktarfélag Skilmannahrepps í tengslum við fræðsluverkefni og vegna afmælisárs félagsins 2018."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ósk um upplýsingar v/ viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2016.

1804006

Erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra og skrifstofustjóra að svara erindinu í samráði við endurskoðanda."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Eingreiðsla til starfsmanna.

1804007

Erindi Aureliu Solovei og Sigurbjargar Friðriksdóttur.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins til næsta fundar.
SÞ vék af fundi við umræðu og afgreiðslu erindisins.

10.Niðurstöður ytra mats á starfsemi Heiðarskóla.

1804014

Bréf mennta- og menningarmálaráðuneytið
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela fræðslu- og skólanefnd og skólastjóra að fara yfir niðurstöður, tillögur og ábendingar um úrbætur og leggja fram tillögu til sveitarstjórnar að svari til ráðuneytisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Uppsetning eftirlitsmyndavéla.

1804009

Bréf Akraneskaupstaðar
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að annast viðræður við fulltrúa nágrannasveitarfélaga og lögregluna á Vesturlandi um möguleg kaup og uppsetningu á öryggismyndavélum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Fundarboð vegna umhverfisvöktunar á Grundartanga

1804013

Lögð fram til kynningar eftirfarandi fundarboð:
Samráðsfundur skv. 4. gr. í starfsleyfi Elkem Íslands. Fundurinn verður haldinn 11. apríl nk.
Samráðsfundur skv. 2.2 gr. í starfsleyfi Norðuráls. Fundurinn verður haldinn 13. apríl nk.
Kynningarfundur Umhverfisstofnunar um niðurstöður eftirlits- og umhverfisvöktunar á Grundartanga. Fundurinn verður haldinn 17. apríl nk.

13.Erindi frá nefndasviði alþingis

1804008

Frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði.
Frumvarp lagt fram til kynningar.

14.Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands 2018

1804011

Fundargerð lögð fram til kynningar.

15.858. fundur stórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

1804012

Fundargerð lögð fram til kynningar.

16.148. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands

1804010

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar