Fara í efni

Sveitarstjórn

259. fundur 13. mars 2018 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 258

1802004F

Fundargerð framlögð.

2.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2017.

1803019

Fyrri umræða.
Ársreikningur vegna ársins 2017 lagður fram til fyrri umræðu.
Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu 2017 námu 787,1 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 779,4 millj. kr. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 67,5 millj. kr. Veltufé frá rekstri er 14,5% og veltufjárhlutfall 1,52%.
Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2017 nam 2.133 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi vegna ársins 2017 til síðari umræðu.
Samþykkt samhljóða með 7 greiddum atkvæðum.

3.Sameining almannavarnarnefnda á Vesturlandi.

1712017

Erindi frá Lögreglustjóra Vesturlands um samkomulag um skipan sameiginlegra almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi. Lagt er til í drögunum að sameining taki gildi að afloknum sveitarstjórnarkosningum.
Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar og felur sveitarstjóra að undirrita samkomulagið fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

4.Fyrirspurn um verkmenntahús við Heiðarskóla

1803007

Erindi frá Latona Asset Management um leigu eða kaup á verkmenntahúsi við Heiðarskóla.
Framlagt erindi frá Latona Asset Management ehf. þar sem þau lýsa áhuga á að kaupa eða leigja verkmenntahús við Heiðarskóla.
Húsnæðið er í dag nýtt sem geymsla undir áhöld vinnuskóla og fleira. Sveitarstjórn er ekki reiðubúin að selja eða leigja húsnæðið enda full not fyrir það í dag.
Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum

5.Áfangastaðaáætlunar DMP á Vesturlandi, umsagnar og samþykktarferli.

1803017

Tillaga frá Margréti Björk Björnsdóttur verkefnisstjóra DMP á Vesturlandi að breytingu á verkáætlun áfangastaðaáætlunar DMP á Vesturlandi.
Framlögð er tillaga frá verkefnisstjóra DMP á Vesturlandi að breyttri verkáætlun áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna eins og hún kemur fyrir í erindinu.
Samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

6.Aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf.

1803021

Fundurinn verður haldinn 23. mars 2018, kl. 11:00, á Gamla Kaupfélaginu, Kirkjubraut 11, Akranesi.
Framlagt aðalfundarboð Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf.
Lagt er til að Stefán Ármannsson fari með umboð fyrir Hvalfjarðarsveit og til vara Daníel Ottesen.
Tillagan samþykkt samhljóða með 7 atkvæðum.

7.Skoðunarkönnun meðal íbúa í Hvalfjarðarsveit, vegna sveitarstjórnarkosninga.

1803023

Viðauki.
Sveitarstjórn samþykkti á milli funda að fela skrifstofu sveitarfélagsins að framkvæma skoðanakönnun meðal íbúa hvort íbúum hugnaðist betur að hafa hlutbundnar eða óhlutbundnar kosningar við sveitarstjórnarkosningar þann 26. maí næstkomandi. Niðurstöður voru birtar á heimasíðu Hvalfjarðarsveitar.
Tillagan er lögð hér fram til formlegrar afgreiðslu ásamt viðauka til að mæta útgjöldum vegna hennar.

Framlagður viðauki nr. 2 við fjárhagsáætlun ársins 2018. Sveitarstjórn samþykkir fjárheimild á deild 21040 samtals kr. 100.000 er færist á lykil 4050. Útgjöldum verði mætt af óvissum útgjöldum deild 21085 og lykli 5971.
Tillagan ásamt framangreindum viðauka samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2018.

1803006

178. mál til umsagnar - frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu (réttur til einbýlis og sambúðar við maka á öldrunarstofnunum).
236. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um aðgengi að stafrænum smiðjum.
185. mál til umsagnar - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um mannvirki nr. 160/2010.
200. mál til umsagnar - tillaga til þingsályktunar um skiptingu útsvarstekna milli sveitarfélaga.
Lagt fram.
Samþykkt að fela sveitarstjóra að senda inn umsögn vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um mannvirki nr. 165/200.

9.Ályktanir aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð 2018.

1803010

Frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.
Ályktanir framlagðar.
Sveitarstjórn samþykkir að vísa ályktununum til USN- nefndar.
BÞ tók til máls og lýsti yfir stuðningi við ályktanir umhverfisvaktarinnar, sérstaklega varðandi breytingu á skipulagi iðnaðarlóðar Silicor Materials.

10.Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands.

1803012

Fundurinn verður haldinn 19. mars 2018, kl. 13:00 á Hótel Hamri.
Framlagt aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands.
Lagt er til að Brynja Þorbjörnsdóttir fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á fundinum og Skúli Þórðarson sveitarstjóri til vara.
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Styrktarsjóður EBÍ 2018.

1803016

Frá Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélagi Íslands.
Erindið framlagt.
Samþykkt að vísa erindinu til skoðunar hjá nefndum.
Nefndir skili tillögum til sveitarstjórnar um möguleg umsóknarverkefni fyrir 9. apríl nk.

12.Stefnumarkandi landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum

1803009

Umsögn.
Lagt fram, vísað til USN- nefndar og menningar- og atvinnuþróunarnefndar.
Sveitarstjóra falið að óska eftir lengri umsagnarfresti eða til 11. apríl nk.

13.Mál gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu - mál nr. E-137/2017.

1803020

Frá Lex Lögmannstofu.
Bréf framlagt.

14.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.

1803022

Fundurinn verður haldinn 23. mars 2018, kl. 15:00 á Grand Hótel Reykjavík.
Sveitarstjórn samþykkir að Skúli Þórðarson, sveitarstjóri, fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á fundinum og Björgvin Helgason, oddviti til vara.
Samþykkt með 7 atkvæðum.

15.857. fundur stjórna Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1803013

Fundargerð framlögð.

16.80. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1803015

Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar