Fara í efni

Sveitarstjórn

146. fundur 09. apríl 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson oddviti
  • Ása Helgadóttir varaoddviti
  • Sævar Ari Finnbogason ritari
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Halldóra Halla Jónsdóttir vararitari
  • Björgvin Helgason 1. varamaður
  • Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri, ritar fundargerð.
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að fá að taka lið 5 ársreikningur mál 1303041 fyrst á dagskrá. Samþykkt samhljóða.
EJ aðalbókari sat fundinn undir lið 5 ársreikningur 2012. EJ vék af fundi kl 16.20

1.Sveitarstjórn - 145

1303003F

LJ gerði grein fyrir frágangi við gerð sparkvallar. Fundargerðin framlögð

2.34. fundur fjölskyldunefndar.

1303046

HHJ lagði til við sveitarstjórn að samþykkja lið 1, hækkun á viðmiðunarkvarða fjárhagsaðstoðar sem nemur 4.2%. SÁ gerði grein fyrir að hann boðaði forföll á fundinn. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð

3.99. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1304005

ÁH gerði grein fyrir fundargerðinni þakkaði sérstaklega fyrir árbók leik- og grunnskóla. AH spurðist fyrir um lið 4, tónlistarnám og lið 10, íþróttaskóli. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ gerði grein fyrir að hann boðaði forföll á fundinn og spurðist fyrir varðandi lið 7 fermingarfræðsla og lýsti yfir ánægju með nýútkomna árbók leik- og grunnskóla. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. SSJ ræddi lið 3, starfsdagar. Fundargerðin framlögð

4.7. fundur landbúnaðarnefndar, 8. apríl 2013.

1304008

Fundargerð var send rafrænt.
SSJ lagði til að taka fundargerðina fyrir. Engar athugasemdir. Fundargerðin framlögð.

5.Ársreikningur Hvalfjarðarsveitar 2012.

1303041

Síðari umræða.
Síðari umræða.
LJ gerði grein fyrir að engar fyrirspurnir hafi borist en að aðalbókari, fjármálastjóri og sveitarstjóri hafi farið yfir endurskoðunarskýrslu ásamt endurskoðanda og farið yfir ábendingar. LJ lagði til að samþykkja ársreikninginn fyrir árið 2012.
Ársreikningur 2012 samþykktur samhljóða 7-0.

6.Afskrift á þing-og sveitasjóðsgjöldum.

1303045

Erindi frá Sýslumanninum í Borgarnesi.
LJ fór yfir erindið og lagði til að samþykkja afskriftirnar að upphæð kr. 422 auk vaxta. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

7.Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélags og augl. um ritun fundargerða.

1211054

Seinni umræða, tekin í 4. skipti.
SAF gerði gein fyrir breytingatillögum SAF, AH og ALE. SSJ fór yfir að leiðrétta í 39. grein á að standa Byggðasafnið að Görðum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. SÁ benti á að bæta þarf við; yfirnefnd um fjallskilamál í 39 greinina. SSJ lagði til að bæta við í 39 grein, liður: stjórnir og samstarfsnefndir, nýr liður nr. 13; yfirnefnd fjallskilamála, einn fulltrúi og einn fulltrúi til vara. Tillagan samþykkt samhljóðar 7-0.
Samþykktir fyrir Hvalfjarðarsveit eru samþykktar 7-0 með áorðnum breytingum til birtingar í b - deild Stjórnartíðinda.

8.Yfirnefnd fjallskilamála.

1202064

Frestað á 145. fundi sveitarstjórnar.
LJ gerði grein fyrir vinna við gangaöflun og kynningu stendur enn yfir og að Björg Gunnarsdóttir frá Borgarbyggð upplýsti að enn er verið að kynna fjallskilasamþykktina í sveitarfélögunum. Lagði til að fresta afgreiðslu þar til í byrjun maí. Tillaga um frestun samþykkt samhljóða 7-0

9.Skólaakstur grunnskóla.

1103050

Erindi frá Hópferðarbílum Reynis Jóhannssonar.
SSJ óskaði eftir að víkja af fundi undir þessum lið. ÁH tók við fundarstjórn. SSJ vék af fundi. ÁH fór yfir erindið og velti upp að semja í eitt ár við bréfritara. SAF ræddi erindið og velti upp að semja um skólaakstur í heild og horfa á heildarupphæð skólaakstursins. LJ gerði grein fyrir að hámarksupphæð samnings má vera 33.139.208 kr. án útboðs. SAF ræddi erindið og óskaði eftir að fá upplýsingar á næsta fundi varðandi heildarkostnað á skólaakstri á ári. ÁH lagði til að fresta erindinu til næsta fundar. Samþykkt. SSJ tekur aftur þátt í fundinum.

10.Alþingiskosningar í apríl 2013.

1304002

A) kjörskrá B) kjörfundur C) kjörstaður
LJ gerði grein fyrir fram komnum tillögum.
A) Sveitarstjórn samþykkir kjörskrá eins og hún liggur fyrir núna. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
A 1) Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að veita oddvita og sveitarstjóra fullnaðarheimild til að gera leiðréttingar á kjörskrá fram á kjördag. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
B) Sveitarstjórn samþykkir að kosið verið í einni kjördeild og að kjörfundur standi frá kl. 9.00 - 21.00. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0
C) Sveitarstjórn samþykkir að kjörstaður verði í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3.Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

11.Nýsköpunarsjóður Hvalfjarðarsveitar.

1103024

Ábending frá Kristjönu fjármálastjóra.
SSJ ræddi erindið og lagði til að samþykkja breytingu á hámarksupphæðinni. AH ræddi erindið og benti á að í fjárhagsáætlun ársins er upphæðin 1 miljón. SAF benti á að taka út textann um fjárhæð kr. 2 miljónir og að hann verði tekinn út. Tillaga um að textinn um upphæð verði tekin úr erindisbréfinu samþykkt samhljóða 7-0.

12.Aðalfundarboð Sorpurðunar Vesturlands hf.

1303043

Kosning fulltrúa á aðalfundi.
SSJ ræddi erindið. Lagði til að sveitarstjóri fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi. Tillagan samþykkt samhljóða. 6-0 AH situr hjá við afgreiðsluna.

13.Deiliskipulag, athafna, hafnarsvæðis og iðnaðarsvæðis á Grundartanga - vestursvæði.

1202051

Erindi frá skipulags- og byggingarfulltrúa, um samþykki deiliskipulags Vestursvæðis samk. 41. gr. skipulagslaga, nr. 123/2010, til birtingar í b-deild.
Frestað þar til gögn hafa borist frá Umhverfisráðuneytinu.

14.Aðalfundir á vegum SSV, 19. apríl 2013.

1304007

Kosning fulltrúa.
SSJ ræddi erindið. Lagði til að sveitarstjóri fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á aðalfundum Menningarráðs Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands. 6-0 AH situr hjá við afgreiðsluna.

15.Aðalfundur og drög af ársreikningi 2012.

1304003

A) aðalfundur B) drög af ársreikningi. Frá Hitaveitufélagi Hvalfjarðar sf.
LJ gerði grein fyrir að fyrirhugaður aðalfundur Hitaveitufélags Hvalfjarðar verður haldinn í lok apríl. ÁH lagði til að Sigurður Sverrir Jónsson fari með umboð Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi. Tillagan samþykkt með 4 atkvæðum SSJ ÁH SAF og HHJ. SÁ, AH og BH sitja hjá við afgreiðsluna.

16.Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.

1211014

Gögn verða send síðar.
SSJ lagði fram svohljóðandi tillögu;
”Á grundvelli þess að nú liggur fyrir hönnun og kostnaðargreining varðandi mögulega ljósleiðaravæðingu í Hvalfjarðarsveit samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra að vinna áfram að tillögum og úrvinnslu gagna varðandi stefnumótun um ljósleiðaravæðingu. Til grundvallar liggur stefnumörkun starfshóps um ljósleiðaravæðingu .
Starfshópunum eru þökkuð vel unnin störf og sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra ásamt öðrum starfsmönnum stjórnsýslunnar að afla tilskilinna gagna og upplýsinga“.
Greinargerð
Drög að framkvæmdaáætlun liggur nú fyrir þar sem verkefninu og aðgerðum er lýst án dagsetninga. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2013 gerir ráð fyrir allt að 130 miljónum til verkefnisins og á árinu 2014, 150 miljónum.
Undirbúningi verkefnisins miða vel áfram en ljóst er allnokkrir þættir eru enn óljósir eins og fram kom á vinnufundi sveitarstjórnar sl. fimmtudag. Sveitarstjóra er falið að vinna áfram í samræmi við niðurstöðu þess fundar og leggja upplýsingar fyrir sveitarstjórn jafn óðum og þær berast. Tillögur og ábendingar þær sem fram komu á fundinum verði vegvísir í áframhaldandi vinnu.
LJ ræddi erindið. SÁ lagði til að fresta fram kominni tillögu þar sem hún hafi ekki borist fyrr. SAF ræddi fram komna tillögu og lagði til að fresta fram kominni tillögu. AH ræddi erindið og tók undir frestun. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum og lagði til að fresta fram kominni tillögu. SAF ræddi fram komna tillögu. Tillaga um frestun samþykkt samhljóða 7-0

17.Rekstraryfirlit, janúar og febrúar 2013.

1304004

Frá fjármálastjóra.
Erindið framlagt

18.Ályktun ungmenna frá ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði.

1304006

Frá Ungmennafélagi Íslands, dagsett 2. apríl 2013.
Erindið framlagt

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar