Fara í efni

Sveitarstjórn

250. fundur 10. október 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 249

1709006F

Fundargerð framlögð.

2.Fjölskyldunefnd - 63

1710001F

Fundargerð framlögð.
JS fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

3.14. fundur mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

1710008

Fundargerð framlögð.
BH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

4.Um meðferð kjörskrárstofna vegna alþingiskosninga 28. október 2017.

1710005

Kjörskráin liggur frammi til samþykktar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða kjörskrá Hvalfjarðarsveitar vegna Alþingiskosninga sem fram fara þann 28. október 2017. Á kjörskrá eru 483 einstaklingar, 254 karlar og 229 konur. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra áritun og framlagningu kjörskrárinnar. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að kjörstaður í Hvalfjarðarsveit verði í stjórnsýsluhúsinu að Innrimel 3."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Varðandi rekstrarleyfi í Neðstaási 11 í landi Kambshóls.

1710002

Erindi frá JA Lögmönnum, dagsett 28. september 2017.
Bréf lagt fram til kynningar.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar vill árétta að sveitarfélaginu hefur ekki borist umsagnarbeiðni frá Sýslumanni Vesturlands, vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi fyrir Neðstaás 11 í landi Kambshóls.

6.76. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1710004

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.3. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akranesk., Borgarb.,Hvalfj.sv., og Skorradalshr..

1709036

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar