Fara í efni

Sveitarstjórn

248. fundur 12. september 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir 1. varamaður
  • Björn Páll Fálki Valsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaoddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Björgvin Helgason og Hjördís Stefánsdóttir boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 247

1708003F

Fundargerð framlögð.

2.Fullnaðaruppgjör á lífeyrisskuldbindingum hjúkrunarheimila sem starfrækt eru á ábyrgð sveitarfélaga.

1709007

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 21. ágúst 2017.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf.

1709004

Fundurinn verður haldinn að Innrimel 3, 18. september kl. 15:00.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tilnefna Björgvin Helgason, oddvita sem aðalmann í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf. og Stefán G. Ármannsson sem varamann. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela Skúla Þórðarsyni, sveitarstjóra umboð til að fara með atkvæði sveitarfélagsins á aðalfundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Námsgögn í grunnskóla - viðauki.

1709009

Frá sveitarstjóra.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðbótarfjárheimild innan fjárhagsáætlunar ársins 2017 vegna kaupa á námsgögnum, ritföngum, stílabókum o.þ.h. fyrir grunnskólanemendur í 1.-10. bekk á lykil 2040 á deild 04022, samtals 405.000 kr."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Vetrarþjónusta.

1709012

Erindi frá Vegagerðinni.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu Vegagerðarinnar um að framlengja samning við Þrótt ehf. um vetrarþjónustu í Hvalfjarðarsveit til og með 30. apríl 2019 samkvæmt heimild í verðkönnunargögnum frá árinu 2016."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Útboð vegna sorpmála.

1702012

Frá umhverfis- og skipulagsfulltrúa.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra, skipulags- og umhverfisfulltrúa, formanni USN-nefndar og oddvita að vinna áfram að málum er varða útboð á sorphirðu í Hvalfjarðarsveit og leggja fram tillögu um afgreiðslu fyrir næsta fund sveitarstjórnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Rekstraryfirlit janúar til júlí 2017.

1709010

Frá skrifstofustjóra.
Rekstraryfirlit janúar - júlí 2017 lagt fram til kynningar.
Linda Björk Pálsdóttir, skrifstofustjóri fór yfir minnisblað sitt um yfirlitið og helstu frávik frá fjárhagsáætlun ársins 2017.

8.Viðhaldsáætlun 2017.

1709011

Frá byggingarfulltrúa.
Samantekt byggingarfulltrúa og eftirlitsmanns fasteigna um stöðu viðhaldsframkvæmda og ráðstöfun viðhaldsfjár ársins 2017 lögð fram til kynningar.
BPFV spurði um atriði er lúta að brunavörnum og slökkvitækjum og hvenær yfirferð á þeim búnaði myndi ljúka og hæðarmun/fallhættu á endurbættri lóð fyrir yngri nemendur á Skýjaborg.
Samþykkt að vísa samantektinni til umfjöllunar í mannvirkja- og framkvæmdanefnd.

9.Fjölgun manna í slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

1703033

Frá Akraneskaupstað, dagsett 6. september 2017.
Bréf Akraneskaupstaðar lagt fram til kynningar.

10.132. fundur stjórnar SSV.

1709005

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.75. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1709006

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.852. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1709008

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar