Fara í efni

Sveitarstjórn

247. fundur 22. ágúst 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Ása Helgadóttir aðalmaður
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

1.Sveitarstjórn - 245

1707001F

Fundargerð framlögð.

2.Sveitarstjórn - 246

1708001F

Fundargerð framlögð.

3.Fræðslu- og skólanefnd - 139

1708002F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 139 F&S nefnd leggur til við sveitarstjórn að frá og með hausti 2017 mun Hvalfjarðarsveit leggja öllum grunnskólanemendum til námsgögn, ritföng, stílabækur og þ.e foreldrum að kostnaðarlausu.
  Nefndin vill með þessari ákvörðun stuðla að jafnræði nemenda í námi.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu fræðslu- og skólanefndar um að frá og með hausti 2017 muni Hvalfjarðarsveit leggja öllum grunnskólanemendum til námsgögn, ritföng, stílabækur o.þ.h. foreldrum að kostnaðarlausu.
  Ákvörðun þessari er ætlað að stuðla að jafnræði nemenda í námi. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun vegna samþykktarinnar á næsta fundi sveitarstjórnar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 139 Nefndin samþykkir starfsáætlun fyrir Skýjaborg fyrir veturinn 2017-2018.
  F&S nefnd þakkar fyrir greinagóða starfsáætlun.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða starfsáætlun Skýjaborgar skólaárið 2017-2018."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 139 Nefndin samþykkir starfsáætlun fyrir Heiðarskóla fyrir veturinn 2017-2018.
  F&S nefnd þakkar fyrir greinagóða starfsáætlun.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða starfsáætlun Heiðarskóla skólaárið 2017-2018."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 139 Fræðslu-og skólanefnd leggur til við sveitarstjórn um að setja af stað tímabundið tilraunaverkefni um frístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk í Heiðarskóla frá og með 31 ágúst nk. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu fræðslu- og skólanefndar um að setja af stað tímabundið tilraunaverkefni um frístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk í Heiðarskóla frá og með 31. ágúst nk. til næstu áramóta."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.13. fundur Landbúnaðarnefndar.

1708018

DO kynnti fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögur Landbúnaðarnefndar um skipan leitarstjóra, réttarstjóra, marklýsingarmanna og skilamanna. Þá samþykkir sveitarstjórn tillögu Landbúnaðarnefndar um að kaffiveitingar og salernisaðstaða verði við þær réttir þar sem réttarstjórar óska eftir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ósk um niðurfellingu leigu af Miðgarði.

1708019

Erindi frá sóknarnefnd Innra-Hólmskirkju.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Gistihúsarekstur í skipulögðu sumarhúsahverfi.

1604048

Frá Sýslumanninum á Vesturlandi - Neðstiás 11 og Efstiás 1 í Kambshólslandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna vegna þessa máls. Sveitarstjórn leggur áherslu á að skoðun málsins verði hraðað eins og kostur er."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
AH vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

7.Tilkynning um fasteignamat 2018.

1708020

Frá Þjóðskrá Íslands. Fasteignamat hækkar um 13,8%.
Bréf Þjóðskrár Íslands lagt fram til kynningar.
Í Hvalfjarðarsveit hækkar fasteignamat um 8,9% frá fyrra ári og landmat um 18,9%.
Að meðaltali hækkar fasteignamat á landinu öllu um 13,8%.

8.Aðalfundur í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

1706020

Fundargerð lögð fram til kynningar.

9.159. fundur stjórnar Faxaflóahafna.

1708021

Fundargerð lögð fram til kynningar.

10.144. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1708022

Fundargerð lög fram til kynningar.

11.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar