Fara í efni

Sveitarstjórn

246. fundur 15. ágúst 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. framlagðri dagskrá.

1.Félagsmálastjóri - starfsumsóknir.

1707002

Ráðning félagsmálastjóra. Tillaga frá ráðningarhópi.
SÞ fór yfir atriði er tengjast ráðningu félagsmálastjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framkomna tillögu ráðningarhóps um að Ingibjörg Jónsdóttir verði ráðin í stöðu félagsmálastjóra frá og með 29. ágúst nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Réttardagar Svarthamarsréttar 2017.

1708002

Erindi frá bændum og fjáreigendum sem standa sameiginlega að smölun til Svarthamarsréttar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framkomið erindi bænda og fjáreigenda er smala til Svarthamarsréttar, dags. 29. júlí sl.og leggur til við stjórn fjallskilaumdæmis Akraness, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps að fyrri rétt og smölun til Svarthamarsréttar fari fram 10. september nk. í stað 17. september nk. eins og kveðið er á um í fjallskilareglugerð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.2. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps, 13. júní 2017.

1708001

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar