Fara í efni

Sveitarstjórn

245. fundur 11. júlí 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir 1. varamaður
  • Björn Páll Fálki Valsson 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaoddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
Varaoddviti lagði til að fundargerð fjölskyldunefndar frá 28. júní sl. og bréf Faxaflóahafna dags. 28. júní sl. varðandi áskorun til Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar verði tekin á dagskrá fund

1.Sveitarstjórn - 244

1706005F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 78

1705004F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 78 Fundargerð 78. fundar umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd Bókun fundar Fundargerð framlögð.
    AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

3.Fjölskyldunefnd - 62

1705001F

Fundargerð framlögð.
ÁH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.

4.Útboð vegna sorpmála.

1702012

Frá skipulags- og umhverfisfulltrúa.
HS tók til máls og fagnaði því að í útboðsgögnum væri gert ráð fyrir uppsetningu grenndarstöðvar fyrir almenning í sveitarfélaginu og vænti hún þess að umgengni við hina nýju stöð verði sem best.
Varoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi útboðsgögn frá Mannviti vegna útboðs á sorphirðu fyrir Hvalfjarðarsveit og Skorradalshrepp 2017-2022 með tilliti til framkominna ábendinga í kafla 2.3.4 Hirðing frá grenndarstöðvum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn framlagðan ráðgjafasamning um gerð útboðsgagna og kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna o.fl. og felur sveitarstjóra undirritun hans. Þá samþykkir sveitarstjórn að veita sveitarstjóra og skipulagsfulltrúa umboð til að hafa samráð við fulltrúa Skorradalshrepps um framhald útboðsferilsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ljósleiðari - Greinargerð/gjaldskrá.

1707013

Frá sveitarstjóra.
Greinargerð sveitarstjóra um ljósleiðara og drög að gjaldskrá fyrir ljósleiðara lögð fram, sbr. samþykkt sveitarstjórnar frá 9. maí sl. HS, BÞ og BPFV tóku til máls og þökkuðu þau fyrir greinargerð og drög að gjaldskrá. Þau nefndu atriði sem æskilegt væri að taka tillit til í framhaldi umfjöllunar í veitunefnd og sveitarstjórn m.a. viðmið v/ innheimtu o.fl.
Varoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa framlagðri greinargerð og drögum að gjaldskrá fyrir ljósleiðara í Hvalfjarðarsveit til umsagnar í veitunefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Áskorun til Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar.

1707016

Bréf Faxaflóahafna dags. 28. júní sl.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða áskorun til Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar að grípa nú þegar til markvissra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna siglinga, einkum í norðurhöfum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Rekstraryfirlit janúar - maí 2017.

1707005

Frá fjármálastjóra.
Rekstraryfirlit framlagt.
SÞ tók til máls og ræddi m.a. um framlagningu rekstraráætlana, aðkomu skrifstofustjóra og greiningu rávika.
AH óskaði eftir skýringu skrifstofustjóra á frávikum á lið 02011fjárhagsaðstoð í deildayfirliti.

8.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.

1707008

Frá Sorpurðun Vesturlands.
Erindið lagt fram.

9.Arðgreiðsla frá Faxaflóahöfnum.

1707010

Frá Faxaflóahöfnum sf.
Bréf Faxaflóahafna lagt fram.

10.143. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1707006

Fundargerð lögð fram til kynningar.

11.88. stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. 14/6 2017.

1707007

Fundargerð lögð fram til kynningar.

12.Samráðsnefnd sorpsamlaganna, fundur haldinn 11. maí 2017.

1707009

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.Aðalfundur í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

1706020

Ársreikningurinn liggur frammi.
Ársreikningurinn lagður fram til kynningar.

14.131. fundur stjórnar SSV, 14. júní 2017.

1707011

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar