Fara í efni

Sveitarstjórn

144. fundur 12. mars 2013 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson
  • Ása Helgadóttir
  • Sævar Ari Finnbogason
  • Hallfreður Vilhjálmsson
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir
  • Stefán Ármannsson
  • Halldóra Halla Jónsdóttir
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

SÁ veik af fundi kl. 18.00

1.Sveitarstjórn - 143

1302002F

LJ gerði grein fyrir að erindi hafi verið sent til Vegagerðarinnar varðandi lið 1302045 samgöngumál. Erindi varðandi mál 1302061, styrkumsókn í framkvæmdasjóð ferðamannastaða hafi fengið jákvæða umfjöllun landeigenda og ljósi þess hafi umsókn verði send í sjóðinn. Fundargerðin framlögð.

2.14. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1303010

SSJ ræddi lið 2, sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um styrkveitingu til páskadagskrár líkt og á síðasta ári. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð.

3.98. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1303012

ÁH fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. Ræddi lið 6 varðandi bókasöfn. Lið 8 önnur mál Heiðarborg. LJ ræddi lið 8. önnur mál, Heiðarborg. Gerði grein fyrir að unnið er að viðgerðum á loftræstistokki og viðgerð á hurð. SAF ræddi lið 7 úttekt á skólastarfi og 8 hitakerfi og lagnakerfi Heiðarborgar. AH ræddi lið 4 stöðumat varðandi sameiningu leik- og grunnskóla og framkvæmd, fagnaði góðu skólastarfi og upplýsingum um skólastarf. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. HV ræddi lið 4 stöðumat varðandi sameiningu leik- og grunnskóla. ÁH svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð.

4.Skólaakstur 2013-14

1303017

Minnisblað frá sveitarstjóra.
SSJ vék af fundi þar sem hann er einn af aðilum sem sjá um skólaakstur. ÁH tók við fundarstjórn. SSJ vék úr sal. LJ fór yfir að Ríkiskaup unnu útboð fyrir Hvalfjarðarsveit fyrir 5 árum. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkiskaupum má áætla að kostnaður við tilboðsgerð sé uþb. 5-700 þúsund. Lagði til að farið verði í samninga við Ríkiskaup varðandi útboð á skólaakstri og að skólastjóra og formanni fræðslu- og skólanefndar verði falið að yfirfara verklýsingu og akstursleiðir ásamt sveitarstjóra. SAF ræddi erindið og tekur undir tillögu um að fela Ríkiskaupum að sjá um útboð á skólaakstri. Ræddi hvort hægt sé að bæta við akstri elstu barna í leikskóla við. Tillaga um að fela Ríkiskaupum að sjá um útboð og samningagerð samþykkt samhljóða 6-0. SSJ tekur aftur þátt í fundinum og tekur við fundarstjórn.

5.Hver er stefna sveitarstjórnar um lagningu göngu- og hjólastíga fyrir íbúa Hvalfjarðarsveitar ?

1303008

Erindi frá Kolbrúnu Sigurðardóttur, dagsett 28. febrúar 2013.
SSJ ræddi að meginstefna í lagningu göngu- og hjólastíga er mörkuð í aðalskipulaginu sem staðfest var í maí 2010. Benti á gerð reið- og göngustígs meðfram 504 en fjármunir voru lagði í verkið 2011 og 2012. Benti á gerð göngustígs við fossinn Glym. ÁH benti á að rétt væri að ítreka við þá aðila sem stóðu að framkvæmd reið- og göngustígsins við 504 að ljúka verkinu eins og fram kom í erindi þeirra á sínum tíma. SAF ræddi göngustígagerð við Melahverfið en fjármunir eru á fjárhagsáætlun ársins í það verkefni. AH ræddi öryggi barna og ungmenna við grunnskólann, lagði til að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar. Ræddi forgangsröðun útivistarstíga. HV ræddi erindið og hjóla- reið- og göngustíga við Innnes og skólasvæðið. Lagði til að vísa erindinu til USN nefndar. SSJ ræddi erindið og ræddi hvort Lífshlaupið hafi átt að fara fram á þessum stað. ÁH ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar og USN nefndar. SAF ræddi erindið og að nefndin ræddi erindið við hagsmunaaðila á svæðinu. HV ræddi erindið og benti á að ræða erindið á íbúaþingi. SAF ræddi erindið. Tillaga um að vísa erindinu til fræðslu- og skólanefndar og USN til umfjöllunar. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0

6.Uppbygging reiðvega í Hvalfjarðarsveit. Reiðvegur við Kúludalsá.

1302028

Kostnaðar- og framkvæmdaáætlun vegna fyrri hluta við tengivegi og upplýsingar um legu tengivegar að vestan, frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.
LJ gerði grein fyrir að ekki hefur verið fundað með málsaðilum. SÁ ræddi hvort taka eigi afstöðu erindisins á þessum fundi. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum og að möguleikar eru að styrkja verkefnið um eina miljón skv. fjárhagsáætlun. SAF ræddi erindið og afgreiðslu frá síðasta fundi. SSJ ræddi fram komna framkvæmda- og kostnaðaráætlun. SÁ ræddi erindið og áætlunina og framkvæmd við reiðveginn. HV ræddi erindið. SÁ ræddi erindið og forgangsröðun við reiðvegi. SSJ ræddi erindið. SÁ ræddi reiðvegalagningu. AH ræddi erindið og hvort málið sé til afgreiðslu. LJ ræddi að ekki hefur gefst tími til þess að funda með málsaðilum, ræddi fram komið erindi. SAF ræddi erindið og að afgreiðslu verði frestað þar til fundurinn hefur verðið haldinn. HV ræddi fram komið erindið. SSJ ræddi erindið lagði til að erindinu verði frestað samþykkt 7-0. .

7.Liðsstyrkur.

1302062

Erindi frá Vinnumálastofnun, dagsett 25. febrúar 2013.
LJ gerði grein fyrir að ekki er gert ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun til atvinnuátaksverkefnis. Gerði grein fyrir upplýsingum frá Vinnumálastofnun varðandi atvinnuleysi í Hvalfjarðarsveit. Ekki verður farið í verkefnið að svo stöddu. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélags og augl. um ritun fundargerða.

1211054

Frestað af fundi sveitarstjórnar nr. 143.
SSJ ræddi að um er að ræða síðari umræðu um samþykktir um stjórn Hvalfjarðarsveitar. SAF óskaði eftir frestun. LJ ræddi erindið. HV ræddi erindið og fundarstjórn oddvita. SSJ svaraði fram komnum athugasemdum. HV ræddi fundarstjórn. Tillaga um frestun samþykkt 7-0.

9.Gjaldskrá Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

1303002

Frá Akraneskaupstað, dagsett 19. febrúar 2013.
Sveitarstjórn staðfestir gjaldskrá Slökkviliðsins.

10.Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.

1303014

Erindi frá Reykjavíkurborg, dagsett 28. febrúar, 2013.
SSJ ræddi erindið og lagði til að vísa erindinu til USN. Tillagan samþykkt 6-0

11.Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands, 29. apríl 2013.

1303005

Fundarboð frá Menningarráði Vesturlands.
SSJ ræddi erindið og lagði til að formaður atvinnuþróunar- og menningarmálanefnd verði fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á aðalfundinum. Til vara varaformaður. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0

12.Ástand gróðurs og umferðaröryggi.

1302063

Frá Umferðarstofu, dagsett 15. febrúar 2013.
Erindið framlagt og vísað til kynningar í USN nefndar. Tillagan samþykkt samhljóða 6-0.

13.Minnisblað varðandi fund með stjórn Hitaveitufélags Hvalfjarðar og fl.

1302054

Frá sveitarstjóra, varðandi fund 7. mars, 2013.
LJ gerði grein fyrir minnisblaðinu. Erindið framlagt.

14.Minnisblað vegna ljósleiðaravæðingar fyrir Hvalfjarðarsveit

1211064

Frá Mílu, dagsett 28. febrúar 2013. Samantekt vegna minnisblaðs Mílu dags. 30.01.13, frá Sævari Ara Finnbogasyni og Hlyni Guðmundssyni.
SAF ræddi minnisblað Mílu. Ræddi minnisblað SAF og HG. SAF lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta; Ekki hefur orðið nein stefnubreyting á áætlunum sveitarfélagsins og liggur fyrir að leggja þarf áherslu á að ljúka sem hraðast þeirri vinnu sem snýr að leyfismálum þannig að framkvæmdir geti hafist eins fljótt og auðið er. AH ræddi fram komin minnisblöð. HV ræddi fram komin minnisblöð. LJ ræddi fram komin minnisblöð og að vinna stendur yfir varðandi leyfisaflanir og annað sem verið er að vinna fyrir sveitarfélagið varðandi upplýsingar. ÁH ræddi fram komin minnisblöð og efnisatriði sem þar koma fram. HV ræddi erindi Mílu og stöðu verkefnisins. SSJ ræddi erindið og bókun. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. LJ ræddi fram komna bókun og verkefnið sé í ákveðnu ferli. AH ræddi fram komna bókun og erindið. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. Erindið framlagt.

15.Íbúaþing.

1204035

Minnisblað frá sveitarstjóra.
LJ gerði grein fyrir að búið er að bóka grunnskólann þann 13. apríl. Fór yfir erindið. Óskaði eftir heimild til þess að vinna verkefnið áfram með SAF og AH. Erindið framlagt.

16.Aðalfundarboð Spalar.

1303013

Frá Speli, dagsett 27. febrúar, 2013.
Erindið barst 1. mars og sveitarstjórn hefur staðfest á milli funda umboð sveitarstjóra til þess að fara með umboð á aðalfundi Spalar. Ársskýrsla og ársreikningur liggur frammi á fundinum.

17.Saga Snorra, boð á nýja sýningu í Reykholti.

1303018

Erindi frá Snorrastofu, dagsett 3. mars 2013.
Erindið framlagt

18.Aðalfundir. Föstudaginn 19. apríl 2013.

1303019

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 7. mars, 2013.
Lagt fram.

19.Til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (heildarlög, EES-reglur), 541. mál.

1303003

Frá Alþingi, dagsett 26. febrúar 2013. Þegar sent form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra.
Erindið framlagt

20.112. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1303004

Fundargerðin framlögð

21.72. - 74. fundur Menningarráðs Vesturlands.

1303006

Fundargerðirnar framlagðar

22.21. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1303007

Fundargerðin framlögð

23.804. fundur Samband íslenskra sveitarfélaga.

1303015

ÁH ræddi lið 15 og spurðist fyrir varandi upplýsingar frá sambandinu. Þakkaði sveitarstjóra framgöngu í málinu. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð

24.74. fundur Sorpurðunar Vesturlands, 5. mars 2013.

1303016

Fundargerðin framlögð

25.95. fundur stjórnar SSV, 4. mars, 2013.

1303020

HV ræddi lið 6. í fundargerðinni varðandi samskipti Jöfnunarsjóðs er varða uppgjör vegna málefna fatlaðra. SAF ræddi sama mál og úttekt á skrifstofu SSV og skipan stjórnar SSV með til fjölda stjórnarmanna. HV svaraði fram komnum fyrirspurnum. Fundargerðin framlögð

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar