Fara í efni

Sveitarstjórn

233. fundur 24. janúar 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Ása Helgadóttir aðalmaður
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Brynja Þorbjörnsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Daníel Ottesen boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 232

1612008F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74

1701002F

Fundargerð framlögð.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74 Lagt fram og kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. USN nefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74 USN nefnd gerir ekki athugasemd við að umrædd lóð fái lögbýlisskráningu.
  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leyti framkomna ósk um stofnun lögbýlis, Ásklöpp landnúmer 199950."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74 Lagt fram og kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. USN nefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74 Lagt fram og kynnt sbr. 2. mgr. 30. gr skipulagslaga nr. 123/2010. USN nefnd gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytinguna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við framlagða tillögu um breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir stofnun lóðar, Hábær, úr landi Eystra-Miðfells 2, landnúmer 22413, landstærð 3.418 fm."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdarleyfið verði veitt. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja málinu eftir. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins, sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framkvæmdin er í samræmi við gildandi skipulag svæðisins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa breytingu á skipulagi Krosslands (Kross) skv. 43. greina laga nr. 123 frá 2010. Einnig leggur nefndin til að grenndarkynna stærð byggingar á Garðavöllum 4. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu um breytingu á greinargerð með deiliskipulagi fyrir Kross og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna í samræmi við ákvæði 37. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan er dagsett 17. janúar 2017 og lögð fram sem breyting á greinargerðinni. Breytingin felur í sér að ákvæði um þakhalla er fellt út úr skilmálum fyrir skipulagssvæðið. Einnig samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að stærð byggingar við Garðavelli 4 verði grenndarkynnt samkvæmt 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulags-og umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74 USN nefnd gerir ekki athugasemdir við sameiningu ofangreindra lóða og að lóðin heiti Vallanes 1.
  USN nefnd gerir ekki athugasemd við að umrædd lóð fái lögbýlisskráningu.
  Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar um að lóðirnar Vallanes B (landnr. 193644) og Vallanes C1 (landnr. 193585) verði sameinaðar Vallanesi C (landnr. 193645). Jafnframt samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tillögu USN-nefndar að sameinuð lóð fái heitið Vallanes 1. Þá samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fyrir sitt leyti framkomna ósk um stofnun lögbýlis, Vallanes 1. Skipulags- og umhverfisfulltrúa falið að vinna málið áfram."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 74 Samkvæmt fundarbókun USN nefndar af fundi nr. 64, uppfyllir sumarhúsið kröfur byggingarreglugerðar sem íbúðarhúsnæði. Sumarhúsalóðin er nú í eigu umsækjanda.
  USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja að frístundahúsinu verði breytt í íbúðarhús.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar um að heimila þá breytingu að sumarhús í Vallaneslandi 1C (landnr. 193585) verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Húsnæðið uppfyllir skilyrði þess að vera skilgreint sem íbúðarhúsnæði sbr. fyrirliggjandi mat byggingarfulltrúa."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Matfugl að Hurðarbaki - Matsáætlun

1612007

Erindi frá Skipulagsstofnun til umsagnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi í tengslum við framlagða matsáætlun vegna stækkunar á kjúklingabúi Matfugls á Hurðarbaki í Hvalfjarðarsveit. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn sveitarfélagsins (í samræmi við 2. mgr. 8 gr. laga nr. 106/2000 og 17. gr. reglugerðar nr. 660/2015 um mat á umhverfisáhrifum) sem og að Hvalfjarðarsveit geri grein fyrir þeim leyfum sem framkvæmdin er háð og eru á starfssviði sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar bendir á, að þrátt fyrir að framkvæmdin sé í samræmi við deiliskipulag, þá er um gríðarlega framleiðsluaukningu að ræða og af þeirri stærðargráðu að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur vafa geta leikið á hvort að framkvæmdin samræmist því leiðarljósi Aðalskipulags Hvalfjarðarsveitar að umgengni og nýting lands sé til fyrirmyndar og að dregið verði úr mengun og neikvæðum umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og upplýsingar um mótvægisaðgerðir verður því að vera ítarlegt og ná til allra þátta til tryggt verði að umhverfið skaðist ekki og ekki hljótist tjón af fyrir nágranna. Því telur sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að nauðsynlegt kunni að vera að endurskoða deiliskipulag svæðisins m.a. m.t.t. umhverfisáhrifa þar sem deiliskipulagið er komið til ára sinna og ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru í dag. Sveitarstjóra falið að ljúka við umsögn sveitarstjórnar á þessum forsendum og senda til Skipulagsstofnunar fyrir lok janúarmánaðar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
SGÁ lýsti yfir vanhæfi sínu og vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

4.Lækjarmelur 7 - kaup og sala.

1701027

Kaupsamningur um sölu fasteignarinnar að Lækjarmel 7 lagður fram til kynningar.
Fyrir liggur að húsnæðið er selt og hefur það verið afhent nýjum eigendum.

5.Fundur fulltrúa eigenda Faxaflóahafna, dagsett 22. desember 2016.

1701029

Fundargerð lögð fram til kynningar.

6.Fundargerðir Þróunarfélags Grundartanga.

1701030

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
SGÁ lagði fram spurningar um ráðningu framkvæmdastjóra þróunarfélagsins, starfshlutfall og starfstöð.
Oddviti svaraði framkomnum fyrirspurnum

7.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar