Fara í efni

Sveitarstjórn

232. fundur 10. janúar 2017 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Arnheiður Hjörleifsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 231

1612004F

Fundargerð framlögð.

2.57. fundur fjölskyldunefndar Hvalfjarðarsveitar.

1701012

Fundargerð framlögð.
ÁH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu v/ 2. dagskrárliðar fundargerðarinnar:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela fjölskyldunefnd að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Afskriftabeiðnir.

1701006

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu sýslumanns um afskrift álagðra opinberra gjalda sbr. bréf embættisins dags. 14. desember 2016 alls kr. 5.781.109-."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Lausn frá nefndarstörfum.

1701005

Beiðni frá Sigurgeir Þórðarsyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni Sigurgeirs Þórðarsonar um lausn frá setu í stjórn Nýsköpunarsjóðs Hvalfjarðarsveitar og sem varamaður í sveitarstjórn.
Skipan nýs fulltrúa í stjórn nýsköpunarsjóðs frestað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fyrirspurn um kaup á Lækjarmel 7.

1701007

Erindi frá Hannessínu Ásdísi Ásgeirsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að svara fyrirspurn Hannessínu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Kaup á prentara/ljósritunarvél.

1701010

Tillaga frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt viðauka nr. 1:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir eftirfarandi viðauka nr. 1 vegna endurnýjunar á prentara/ljósritunarvél:
Viðauki nr. 1
Sveitarstjórn samþykkir að færa kr. 760.000 af óvissum útgjöldum, liður 21085 yfir á lið 5853-21040."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

1612018

Frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur um lækkun eða niðurfellingu fasteignaskatts til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Lausn frá setu í USN nefnd.

1612023

Skipan nýs fulltrúa. Frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Sigurð Arnar Sigurðsson sem aðalmann í USN-nefnd í stað Ólafs Inga Jóhannessonar. Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Stefán G. Ármannsson sem 5. varamann í USN-nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Rekstraryfirlit janúar - nóvember 2016.

1701011

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit framlagt.

10.Húsnæðisáætlanir, stofnframlög og skyldur sveitarfélaga gagnvart fötluðu fólki.

1701009

Erindi frá Landssamtökum Þroskahjálp.
Bréf lagt fram til kynningar.
Bréfinu vísað til fjölskyldunefndar.

11.Varðar brot á starfsleyfi þauleldisbús á Melum.

1609023

Bréf frá landeigendum Melaleitis til Heilbrigðisnefndar Vesturlands.
Bréf lagt fram til kynningar.

12.70. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalaheimilis.

1612031

Fundargerð lögð fram til kynningar.

13.140. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1701003

Fundargerð lögð fram til kynningar.

14.Fundargerðir Hitaveitufélags Hvalfjarðar sf. árið 2016.

1701004

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

15.43. og 44. stjórnarfundir hjá Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.

1701008

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar