Fara í efni

Sveitarstjórn

229. fundur 08. nóvember 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Brynja Þorbjörnsdóttir 2. varamaður
  • Björn Páll Fálki Valsson varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Arnheiður Hjörleifsdóttir, varaoddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.Sveitarstjórn - 228

1610003F

Fundargerð framlögð.

2.Fræðslu- og skólanefnd - 131

1610002F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 131 Nefndin samþykkir ósk um breytingu á skóladagatali Skýjaborgar fyrir árið 2016-2017. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða breytingu á skóladagatali Skýjaborgar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 131 Starfsáætlun Heiðarskóla 2016-2017 samþykkt. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða starfsáætlun Heiðarskóla 2016-2017."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 131 Lagt fram. Nefndin leggur til að gerð verði önnur tilraun til að bjóða upp á þessa þjónustu á næsta skólaári og að gert verði ráð fyrir verkefninu í fjárhagsáætlun. Bókun fundar Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að könnun um lengda viðveru verði endurtekin fyrir næsta skólaár."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fundur kjörstjórnar, 28. október 2016.

1611006

Fundargerð framlögð.

4.Höfði - lífeyrisskuldbindingar - uppgjör.

1611005

Erindi frá Akraneskaupstað, dagsett 2. nóvember 2016.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að málið verði tekið til endanlegrar afgreiðslu þegar tillaga að uppgjöri milli Hvalfjarðarsveitar og Akraneskaupstaðar liggur fyrir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Rekstraryfirlit janúar - ágúst.

1611007

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit lagt fram ásamt minnisblaði fjármálastjóra.

6.28., 32.-35. fundir Menningar- og safnanefndar.

1611003

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

7.843. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1611004

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar