Fara í efni

Sveitarstjórn

226. fundur 27. september 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Björn Páll Fálki Valsson varamaður
Fundargerð ritaði: Kristjana Helga Ólafsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
Ása Helgadóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 225

1609004F

Fundargerð framlögð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu vegna afgreiðslu á lið 6 í fundargerðinni, mál nr. 1609017 viðhaldsáætlun 2016 tillaga um færslu fjármuna:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 9:
Sveitarstjórn samþykkir að færa aukið fjármagn á eftirtalda liði: Heiðarskóla 4620-31042 kr. 2.200.000 - , Heiðarborg 4620-31060 kr. 660.000 - , stjórnsýsluhús 4620-31058 kr. 400.000 -. Fjármagn er fært af Fannahlíð 4620-31021 kr 800.000 -, Hitaveitu 4980-51001 kr. 560.000 -, Hlaðir sundlaug 4620-31051 kr. 500.000 -, Skýjaborg 4620-31046 kr. 500.000 -, Vatnsveitu 4980-51010 kr. 400.000 -, Núparétt 4980-1320 kr. 400.000 - og Reynisrétt 4980-13018 kr. 100.000 -. "
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Tillaga um mat á samrekstri Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1609036

Erindi frá formanni fræðslu- og skólanefndar og oddvita Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela fræðslu- og skólanefnd að meta reynslu s.l fimm ár af sameiginlegum rekstri leik og grunnskóla í Hvalfjarðarsveit. Nefndin skal skoða bæði rekstrarlega og faglega þætti í skólastarfinu. Við matið skal nefndin nýta þau gögn sem til eru og afla nýrra ef þurfa þykir. Ásamt því skal nefndin leita álits hagsmunaaðila varðandi framtíðarfyrirkomulag á stjórnun og rekstri Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Við vinnuna skal nefndin njóta starfskrafta starfsfólks stjórnsýslunnar ásamt ráðgjafa sveitarfélagsins í skólamálum. Nefndin skal skila tillögum til sveitarstjórnar í síðasta lagi 5. janúar 2016."
Tillagan borin undir atkvæði, samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Rúlluplastsöfnun - aksturstillegg

1609026

Beiðni um að Hvalfjarðarsveit komi til móts við Gámaþjónustu Vesturlands um að greiða niður akstur vegna söfnunar á rúllubaggaplasti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn getur ekki orðið við erindinu."
Tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum.

1604021

Viðauki vegna niðurgreiðslu barns hjá dagforeldri.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 10:
Sveitarstjórn samþykkir að færa kr. 320.000 - af óvissum útgjöldum 21085 yfir á 5918-02205 vegna niðurgreiðslu dvalar barns hjá dagforeldri."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Beiðni um áframhaldandi fjárhagslegan stuðning við reiðvegagerð.

1609038

Erindi frá reiðveganefnd hestamannafélagsins Dreyra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Erindinu er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2017"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Dagvistun barna.

1609041

Erindi frá nefnd BSRB um fjölskylduvænna samfélag og jafnréttismál. Varðar upplýsingar um dagvistun barna að loknu fæðingarorlofi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Viðaukar vegna opnunar sundlaugar að Hlöðum og vegna kynnisferðar SSV til Noregs.

1609043

Erindi frá fjármálastjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögur:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 11 vegna opnunar sundlaugar að Hlöðum í ágústmánuði:
Sveitarstjórn samþykkir að færa kr. 105.000 - af óvissum útgjöldum 21085 yfir á deild 06054 og á eftirfarandi bókhaldslykla: 1110 - 71.000 kr. 1135 - 13.000 kr. 1810 - 8.000 kr. 1820 - 11.000 kr. 1910 - 1.000 kr. 1940 - 1.000 kr."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan viðauka nr. 12:
Sveitarstjórn samþykkir að færa kr. 327.000 - af óvissum útgjöldum 21085 yfir á 4240-21001 281.000 kr. og 4250-21001 66.000 kr samtals 327.000 kr. vegna kynnisferðar SSV til Noregs."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Úttekt slökkviliða 2016 - Akranes.

1609042

Erindi frá Mannvirkjastofnun, dagsett 5. september 2016.
Erindið er framlagt.
Sveitarstjóra og byggingarfulltrúa falið að ræða við Akraneskaupstað og slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar um úrbætur.

9.Deiliskipulagsskilmálar frístundahúsalóða í Kambhólslandi.

1609037

Óskað eftir því að fá að breyta deiliskipulagi frístundalóða í landi Kambhóls. Erindi frá eigendum Kambhólslands. Þegar sent til USN nefndar.
Erindið lagt fram til kynningar, vísað til USN nefndar.

10.Bréf til eigenda Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

1609033

Beiðni um aukið fjármagn til félagsins vegna framkvæmda á árinu 2016.
Erindið framlagt, gert er ráð fyrir fjármunum í fjárhagsáætlun ársins 2016.

11.Gistihúsarekstur í skipulögðu sumarhúsahverfi.

1604048

Bréf sent frá eigendum Kambhólslands til fulltrúa sýslumanns í Stykkishólmi.
Erindið framlagt.

12.Framkvæmd laga um almennar íbúðir.

1609039

Frá Íbúðalánasjóði.
Erindið framlagt.

13.Bruna- og mengunarvarnir Norðuráls Grundartanga ehf.

1609040

Bréf frá slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt.

14.46. og 47. fundir vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar.

1609032

Fundargerðir framlagðar.

15.125. fundur stjórnar SSV.

1609034

Fundargerð framlögð.

16.841. og 842. fundir Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1609035

Fundargerðir framlagðar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar