Fara í efni

Sveitarstjórn

223. fundur 23. ágúst 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.
Oddviti lagði fram tillögu um að taka með afbrigðum á dagskrá fundarins lið nr. 10 "Skýrsla sveitarstjóra" og var það samþykkt með 7 atkvæðum.

1.Sveitarstjórn - 222

1606005F

Fundargerð framlögð.

2.Tilnefning fulltrúa í fræðslu- og skólanefnd.

1608008

Frestað á síðasta fundi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að tilnefna Ingibjörgu Maríu Halldórsdóttur sem aðalmann í Fræðslu- og skólanefnd í stað Guðnýjar Kristínar Guðnadóttur. Sveitarstjórn færir Guðnýju Kristínu þakkir fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Óskað eftir heimild til að selja greiðslumark.

1608010

Beiðni um samþykki Hvalfjarðarsveitar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrir sitt leiti að heimila Ásmundi Guðmundssyni og Sigríði Sigurlaugsdóttur, Arkarlæk að selja greiðslumark í mjólk sem skráð er á jörðinni. Áhvílandi á jörðinni er lán frá Búsetusjóði Skilmannahrepps sem er á 5. veðrétti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Samþykkt ályktun á Búnaðarþingi 2016 - Fjallskil.

1608012

Frá Bændasamtökum Íslands, dagsett 9. ágúst 2016.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í landbúnaðarnefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Skrásetning sögu Heiðarskóla.

1608015

Erindi frá Birgi Karlssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar í Fræðslu- og skólanefnd og Menningar- og atvinnuþróunarnefnd.
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.10. ára afmæli Hvalfjarðarsveitar.

1608014

Tillaga frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu og Viðauka nr. 7:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að í tengslum við dagskrá Hvalfjarðardaga verði þess minnst að nú eru 10 ár frá því að fjórir hreppar sunnan Skarðsheiðar sameinuðust og Hvalfjarðarsveit varð til. Af því tilefni verður haldin fjölskyldusamkoma við Heiðarskóla þann 26. ágúst nk. Áætlaður kostnaður er alls kr. 300.000-.
Viðauki nr. 7 - Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að færa kr. 300.000- af óvissum útgjöldum, lið 21085, yfir á lið 4980-05072 ."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Rekstraryfirlit janúar-júní 2016.

1608009

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit lagt fram.

8.136. og 137. fundir Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1608011

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

9.65. fundur stjórnar Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1608013

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar