Fara í efni

Sveitarstjórn

431. fundur 12. nóvember 2025 kl. 15:07 - 15:22 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2202016 - Leikskólahúsnæði Skýjaborg - Tilboð í verkfræðihönnun. Málið verður nr. 4 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 430

2510004F

Fundargerðin framlögð.

2.Velferðar- og fræðslunefnd - 5

2511002F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Fjárhagsáætlun Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis 2026-2029.

2511015

Erindi frá Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Fjárhagsáætlun Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimilis, 2026-2029 sem lögð var fram til fyrri umræðu stjórnar Höfða þann 27. okt. sl. lögð fram til umfjöllunar, milli umræðna, í sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Líkt og kveðið er á um í skipulagsskrá Höfða verður, að lokinni seinni umræðu í stjórn Höfða, endanleg fjárhagsáætlun Höfða send til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Leikskólahúsnæði - Skýjaborg

2202016

Tilboð í verkfræðihönnun.



Mál frá 86. fundi Mannvirkja- og framkvæmdanefndar dags. 11. nóvember sl. þar sem fjallað var um opnun tilboða í verkfræðihönnun á nýjum leikskóla Skýjaborgar í Melahverfi.



Tvö tilboð bárust í verkfræðihönnun leikskólans Skýjaborgar:

Efla kr. 42.755.000

Verkís kr. 54.899.703



Tilboðin hafa verið yfirfarin og leggur Mannvirkja- og framkvæmdanefnd til við sveitastjórn að gengið verði til samnings við Eflu verkfræðistofu og verkefnastjóra framkvæmda og eigna verði falið að ganga frá verksamningi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir bókun nefndarinnar og samþykkir að gengið verði til samnings við Eflu verkfræðistofu. Verkefnastjóra framkvæmda og eigna er falið að ganga frá verksamningi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Miðgarði.

2510037

Erindi frá skemmtinefnd leikskólans vegna jólahlaðborðs starfsfólks Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita skemmtinefnd leikskólans endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði föstudaginn 5. desember vegna jólahlaðborðs starfsfólks Hvalfjarðarsveitar. Afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið Miðgarð og til gjalda á styrkveitingu til menningarmála."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Styrkbeiðni frá Félagi sökkviliðsmanna Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

2511001

Erindi frá Félagi slökkviliðsmanna Akraness og Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk til ferðarinnar að fjárhæð kr. 30.000 á hvern starfsmann sem fer í ferðina. Það er sama styrkfjárhæð og veitt hefur verið vegna annarra sambærilegra fræðsluferða starfsfólks Hvalfjarðarsveitar. Gert verður ráð fyrir styrkveitingunni í fjárhagsáætlun ársins 2026."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Reiðvegasamningur.

2511006

Erindi frá stjórn Hestamannafélagsins Dreyra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir fundi með stjórn Hestamannafélagsins Dreyra. Oddvita falið að hafa samband við málsaðila."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Birkir Snær Guðlaugsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

8.Óháð umhverfisvöktun vegna stóriðju á Grundartanga.

2510044

Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn þakkar bréfritara fyrir góðan fund og samtal sl. mánudag og tekur undir sjónarmið um mikilvægi umhverfisvöktunar fyrir samfélagið í Hvalfjarðarsveit. Framundan er endurnýjun starfsleyfa, bæði fyrir Elkem og Norðurál á Grundartanga en veiting starfsleyfa er á vegum Umhverfis- og orkustofnunar. Ljóst er að með nýjum starfsleyfum munu fylgja auknar kröfur til starfsemi fyrirtækjanna, m.a. BAT sem stendur fyrir „bestu aðgengilegu tækni“ til að draga úr umhverfisáhrifum og mengunarálagi starfseminnar. Auk endurnýjunar starfsleyfa liggur fyrir að þynningarsvæði, skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, hefur verið fellt úr lögum, sem kallar á viðbrögð og endurskoðun aðalskipulagsins af hálfu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn mun á öllum stigum, hvort sem varðar umsögn um endurnýjun starfsleyfa fyrirtækja á Grundartanga eða varðandi breytingar vegna brottfalls þynningarsvæðis, hafa efst í huga hagsmuni samfélagsins, heilsu og velferð íbúa sveitarfélagsins sem og búfjár og náttúru.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum

9.Sundabraut.

2511014

Umhverfismatsskýrsla til kynningar í Skipulagsgátt.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að senda inn eftirfarandi umsögn.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fagnar áformum um lagningu Sundabrautar og álítur verkefnið mikilvæga samgöngubót sem auka muni umferðar- og almannaöryggi samhliða því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Sundabraut er jafnframt verkefni sem stuðlar að jákvæðri byggðaþróun, bæði í Hvalfjarðarsveit og á Vesturlandi öllu, líkt og vísað er til í matsskýrslu um umhverfisáhrif Sundabrautar. Með tilkomu Sundabrautar mun ferðatími milli Hvalfjarðarsveitar og höfuðborgarsvæðisins styttast verulega, til mikilla hagsbóta fyrir íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu. Fyrir liggur að ávinningur væntanlegra notenda Sundabrautar verður umtalsverður og arðsemi verkefnisins mikil.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hvetur til þess að valinn verði hagkvæmasti kosturinn þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Ágóðahlutagreiðsla 2025.

2510042

Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands.
Erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands lagt fram til kynningar. Hlutdeild Hvalfjarðarsveitar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,214%. Ágóðahlutagreiðsla 2025 til Hvalfjarðarsveitar er að fjárhæð kr. 607.000.-

11.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerð 987. fundar.
Fundargerðin framlögð.

12.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum -Höfði hjúkrunar- og dvalarheimili.

2502009

Fundargerð 164. fundur ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:22.

Efni síðunnar