Fara í efni

Sveitarstjórn

423. fundur 25. júní 2025 kl. 15:07 - 15:11 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
  • Sæmundur Víglundsson Varamaður
Fundargerð ritaði: Helga Harðardóttir varaoddviti
Dagskrá
Ómar Örn Kristófersson sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Sveitarstjórn - 422

2505011F

Fundargerðin framlögð.

2.Rekstraryfirlit janúar til mars 2025.

2506012

Framlagt rekstraryfirlit janúar til mars 2025.

Eftir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025 er heildar rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins 8,6 m.kr. jákvæðari en áætlun ársins gerði ráð fyrir. Niðurstaðan helgast fyrst og fremst af hærri útsvarstekjum en áætlaðar voru. Deildir eru ýmist lítillega undir eða yfir áætlun, en reiknað er með að það jafnist út þegar lengra líður á árið.

3.Aðalfundur Þróunarfélags Grundartanga ehf 2025.

2506010

Aðalfundarboð.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir að fela Andreu Ýr Arnarsdóttir, oddvita, umboð til að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á aðalfundi Þróunarfélagsins sem haldinn verður mánudaginn 30. júní nk. kl. 13:30 í stjórnsýsluhúsi Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir jafnframt óbreytta tilnefningu stjórnarmanna, þ.e. Helga Pétur Ottesen sem aðalmann í stjórn Þróunarfélagsins og Andreu Ýr Arnarsdóttur sem varamann."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Gandheimar, L 133740 og Geldingaá, L 133739 - aðalskipulagsbreyting.

2504027

Erindi frá lögmanni málsaðila.
Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að verða við ósk málsáðila um fund og felur varaoddvita að hafa samband við bréfritara og finna hentugan fundartíma."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Fundargerðir 2025 ásamt fylgigögnum - Samband íslenskra sveitarfélaga.

2502003

Fundargerðir 981. og 982 funda.
Fundargerðir framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:11.

Efni síðunnar