Fara í efni

Sveitarstjórn

219. fundur 24. maí 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Arnheiður Hjörleifsdóttir boðaði forföll.

Oddviti óskaði eftir að taka á dagskrá mál nr. 1605030 Viðauki nr. 4 Samningur við StarfsGæði ehf. og mál nr. 1605006 U

1.Rekstraryfirlit janúar-mars 2016.

1605016

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit framlagt.
Sveitarstjóri fór yfir framlagða samantekt fjármálastjóra um rekstrarstöðu m.v. 31. mars sl. og stöðu einstakra málaflokka gagnvart fjárhagsáætlun ársins.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum af framkomnum upplýsingum og samþykkir að eiga fund með forstöðumönnum, fjármálastjóra og sveitarstjóra vegna þessa."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2.Þróunarfélag Grundartanga - Stofnskjöl.

1601020

Afgreiðsla Akraneskaupstaðar frá 12. maí 2016, og afgreiðsla Borgarbyggðar frá 18. maí 2016.
Bréf lögð fram til kynningar.

3.Beiðni um lægri fasteignagjöld fyrir sumarhúsaeigendur sem eru eldriborgara.

1605019

Erindi frá Einari Högnasyni, sumarhúsaeigenda.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að hafna erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Minnisblað varðandi útblástur skipa og landtengingar skipa.

1605021

Frá Faxaflóahöfnum sf.
Bréf lagt fram til kynningar.

5.Höfði - málefni hjúkrunar- og dvalarheimilisins.

1605023

Erindi frá Akraneskaupstað sent Velferðarráðuneytinu.
Erindi lagt fram til kynningar.

6.838. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1605020

Fundargerð lögð fram til kynningar.

7.145. fundur stjórnar Faxaflóahafna sf.

1605022

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson flutti skýrslu sveitarstjóra.

9.Sveitarstjórn - 218

1604002F

Fundargerð framlögð.

10.Fjölskyldunefnd - 56

1603003F

Fundargerð framlögð.
Oddviti kynnti fundargerðina.
  • 10.1 1510004 Innflytjendastefna
    Fjölskyldunefnd - 56 Farið yfir stefnu í málefnum innflytjenda og hún samþykkt með smávægilegum breytingum. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða Innflytjendastefnu sveitarfélagsins með áorðnum breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldunefnd - 56 Farið yfir reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum og þær samþykktar með smávægilegum breytingum. Bókun fundar Oddviti leitaði afbrigða um að dagskrárliðir nr. 2.2. og nr. 6 verði sameiginlega til umfjöllunar og afgreiðslu og var það samþykkt með 7 atkvæðum.
    Oddviti fór yfir framlagðar tillögur að reglum v/ dvalar barna hjá dagforeldrum og um heimagreiðslur.
    HS tók til máls og gerði grein fyrir afstöðu sinni til framkominna tillagna. HS lagði fram eftirfarandi tillögu varðandi heimagreiðslur og reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dvalarforeldrum:
    Tillaga 1: "Ég legg fram þá tillögu að ekki verði um neinar heimagreiðslur að ræða heldur að niðurgreiðsla vegna dvalar barns hjá dagforeldri verði þannig að kostnaður foreldra vegna daggæslu hjá dagforeldrum verði sambærilegur og kostnaður vegna leikskóla og unnið verði að útfærslu á reglum með það að markmiði."
    Tillaga 2: "Ég legg til að fjölskyldunefnd verði falið að hafa forgöngu um það að leitað verði leiða til þess að fá starfsemi dagforeldra í sveitarfélagið. En í því sambandi þyrfti sveitarfélagið að vera tilbúið að koma að því verkefni á einhvern hátt, t.d. með því að styrkja einstaklinga til þess að fá réttindi til að starfa sem dagforeldri og tryggja starfsemina með ákveðnum hætti."
    SGÁ og DO tóku til máls og ræddu tillögur HS.
    Tillaga 1 borin undir atkvæði og var hún felld með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði HS.
    Tillaga 2 borin undir atkvæði og var hún samþykkt með 7 atkvæðum.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur um niðurgreiðslur vegna dvalar barna hjá dagforeldrum með áorðnum breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og var hún samþykkt með 7 atkvæðum.
    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðar reglur um heimagreiðslur með áorðnum breytingum."
    Tillagan borin undir atkvæði og var hún samþykkt með 6 atkvæðum gegn atkvæði HS.

11.Fundur kjörstjórnar í Hvalfjarðarsveit, 13. júní 2016.

1605017

Fundargerð framlögð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að kjörfundur vegna forsetakosninga 2016 fari fram í stjórnsýsluhúsi sveitarfélagsins að Innrimel 3."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.8. fundur veitunefndar.

1605018

Fundargerð framlögð.
SGÁ fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela veitunefnd, oddvita og sveitarstjóra að undirbúa næstu skref varðandi mögulega borun eftir heitu vatni á þeim stöðum þar sem hitastigulsboranir fóru fram í desembermánuði sl."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Endurskoðun á samningi UST og sveitarfélaga um refaveiðar 2014-2016

1605015

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka við samning sveitarfélagsins við Umhverfisstofnun um refaveiðar og felur sveitarstjóra undirritun hans. Sveitarstjóra einnig falið að kanna áhuga nágrannasveitarfélaga á gerð sameiginlegrar áætlunar um refaveiðar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Heimagreiðslur

1510006

Frá félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Sjá afgreiðslu undir dagskrárlið 2.2. mál nr. 1604021.

15.Samkomulag um fjárstyrk hjá Ungmenna- og íþróttafélagi Hvalfjarðarsveitar.

1601021

Viðauki 3.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að færa kr. 420.000.- af óvissum útgjöldum 21085 yfir á 5853-04020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Laun Vinnuskóli 2016

1605014

Frá skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að laun í nemenda vinnuskóla hækki um 10% frá því sem var á árinu 2015.
Laun í vinnuskóla 2016 eru því:
8. bekkur kr. 577 pr. klst.
9. bekkur kr. 658 pr. klst.
10. bekkur kr. 793 pr. klst."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

17.Starf skipulags- og umhverfisfulltrúa - umsóknir.

1605006

Framkomnar umsóknir.
Oddviti gerði grein fyrir stöðu máls lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela oddvita, formanni USN-nefndar og sveitarstjóra að fara yfir umsóknir og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu að ráðningu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

18.Viðauki 4 vegna samnings við StarfsGæði ehf. (Gunnar Gíslason).

1605030

Viðauki 4.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðbótarfjármagn vegna samningsins að fjárhæð kr. 2.195.000- á lykil nr. 4390-21001. Kostnaði verði mætt með lækkun á eigin fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar