Fara í efni

Sveitarstjórn

216. fundur 22. mars 2016 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Ása Helgadóttir aðalmaður
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

1.Sveitarstjórn - 215

1602006F

Fundargerð framlögð.

2.Fjölskyldunefnd - 55

1602005F

Fundargerð framlögð.
ÁH fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
 • 2.3 1510006 Heimagreiðslur
  Fjölskyldunefnd - 55 Farið yfir reglur um heimagreiðslur og þeim vísað til sveitarstjórnar til samþykktar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa reglum um heimagreiðslur til frekari skoðunar hjá fjölskyldunefnd."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
  HS situr hjá við afgreiðsluna.

3.Fræðslu- og skólanefnd - 126

1603001F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 126 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fartölvukostur kennara í leik- og grunnskóla verði endurnýjaður. Áætlaður kostnaður er allt að tvær milljónir króna. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framkomna tillögu fræðslu- og skólanefndar um endurnýjun á fartölvum í leik- og grunnskóla að fjárhæð allt að kr. 2.000.000- Sveitarstjóra falið að leggja fram viðauka vegna samþykktarinnar á næsta fundi sveitarstjórnar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 126 Beiðni um áframhaldandi leikskóladvöl synjað í samræmi við reglur Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl barna utan lögheimilissveitarfélags. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framkomna tillögu fræðslu- og skólanefndar um synjun erindisins í samræmi við reglur Hvalfjarðarsveitar um kostnaðarþátttöku og leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.9. og 10. fundir mannvirkja- og framkvæmdanefndar.

1603024

Fundargerðir framlagðar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela USN-nefnd að vinna að skipulagi og staðsetningu nýrrar leikskólabyggingar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Starfsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2016.

1601017

Til samþykktar.
AH tók til máls og fór yfir atriði sem nefnd voru við kynningu starfsáætlunar tæknisviðs Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir starfsáætlanir sem kynntar hafa verið í fastanefndum sveitarfélagsins og felur sveitarstjóra útgáfu starfsáætlunar Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2016."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Breyting á deiliskipulagi-Grundartangi-Austursvæði-Iðnaðarsvæði 1-Leynisvegur 1.

1512015

Til samþykktar hjá sveitarstjórn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu USN-nefndar frá fundi þann 22. janúar sl. að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Grundartangi - Austursvæði- Iðnaðarsvæði 1 - Leynisvegur 1, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni grenndarkynningu fyrir Norðuráli og Elkem."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Dýpkun við olíubryggju á Miðsandi - fyrirspurn um matsskyldu.

1602020

Til samþykktar hjá sveitarstjórn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, að fengnu áliti Skipulagsstofnunar, að umrædd framkvæmd hafi ekki umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér og sé því ekki háð umhverfismati. Sveitarstjórn felur skipulags - og umhverfisfulltrúa að veita leyfi til framkvæmdarinnar þar sem þess verði jafnframt krafist að framkvæmdin verði í fullu samræmi við þær upplýsingar sem fylgdu erindinu. Sveitarstjórn leggur áherslu á að gætt verði fyllstu varúðar og að umfang og rask verði lágmarkað eins og frekast er kostur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Framkvæmdaleyfi - Olíubryggja Olíudreifingar á Miðsandi Hvalfirði, dýpkunarframkvæmdir.

1602024

Til samþykktar hjá sveitarstjórn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita framkvæmdaleyfi við dýpkunarframkvæmdir við olíubryggju á Miðsandi í Hvalfirði skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Mannauðsstefna.

1102017

Endurskoðun á mannauðsstefnu Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra undirbúning að endurskoðun Mannauðsstefnu Hvalfjarðarsveitar. Mannauðsstefnan verði unnin í nánu samstarfi og samvinnu við starfsfólk sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Rekstrarráðgjöf Gunnar Gíslason.

1603023

Gerð verksamnings.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við Gunnar Gíslason um ráðgjafastarf fyrir Hvalfjarðarsveit og leggja drög að samningi þar um fyrir sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Aðalfundarboð SSV.

1603018

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi verða á Hótel Hamri, miðvikudaginn 6. apríl 2016.
Fram lagt aðalfundarboð SSV.
Kjörnir fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á fundinum eru Björgvin Helgason og Ása Helgadóttir.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að á aðalfundinum verði Ása Helgadóttir tilnefnd sem aðalfulltrúi í stjórn SSV í stað Björgvins Helgasonar og að Stefán G. Ármannsson verði tilnefndur varamaður í stjórn SSV."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Málefni fatlaðra.

1603003

Fjölskyldunefnd tekur jákvætt í erindi Akraneskaupstaðar um sameiginlegan rekstur þjónustusvæðis í málefnum fatlaðra og að sótt verði um undanþágu frá stærðarviðmiði. Fjölskyldunefnd leggur til við sveitastjórn Hvalfjarðarsveitar að hefja viðræður við Akraneskaupstað varðandi áframhaldandi samstarf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir erindi Akraneskaupstaðar og felur sveitarstjóra og félagsmálastjóra að eiga viðræður við fulltrúa Akraneskaupstaðar um myndun sameiginlegs þjónustusvæðis sveitarfélaganna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Ársreikningur 2015.

1602036

Endurskoðunarskýrsla 2015.
Endurskoðunarskýrsla vegna ársreiknings Hvalfjarðarsveitar 2015 framlögð til kynningar.

14.Rekstraryfirlit janúar 2016.

1603025

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Rekstraryfirlit framlagt til kynningar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og fjármálastjóra að taka saman minnisblað er varðar þá liði sem eru með veruleg frávik frá fjárhagsáætlun ársins 2016."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga 2015.

1603019

Frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 8. mars 2016.
Bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lagt fram til kynningar.

16.Ályktun um fyrirhugaða þjónustuskerðingu Íslandspósts.

1602035

Svar frá forstjóra Íslandspósts ohf.
Til kynningar lagt fram bréf forstjóra Íslandspósts þar sem mótmælum Hvalfjarðarsveitar um fyrirhugaða skerðingu á póstþjónustu er svarað.
SÁ tók til máls og harmaði þá þjónustuskerðingu sem Íslandspóstur hefur boðað. Vakti Stefán m.a. athygli á blaðagreingrein Gunnars Smára Egilssonar sem birtist í Fréttatímanum 26. febrúar sl. um umrædda þjónustuskerðingu.

17.Aðalfundarboð Spalar.

1603009

Ársreikningur 2015, endurskoðun 2015 og skýrsla stjórnar Spalar ehf. 2015, liggja frammi.
Gögn frá Aðalfundi Spalar lögð fram til kynningar.

18.142. og 143. fundir stjórnar Faxaflóahafna.

1603020

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

19.133. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1603021

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðari fundi í febrúar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar