Fara í efni

Sveitarstjórn

397. fundur 24. apríl 2024 kl. 15:00 - 15:31 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ása Hólmarsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarfólk velkomið.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2001042 - Íþróttahús-undirbúningur framkvæmda. Málið verður nr. 4 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Ómar Örn Kristófersson boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 396

2404003F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 35

2403011F

Fundargerðin framlögð.
ÁH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 35 Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd felur umhverfis- og skipulagsdeild Hvalfjarðarsveitar að vinna umsögn um umhverfismatsskýrsluna sem byggir á þeim umræðum sem voru á fundinum. Umsögnin verði send nefndarmönnum og jafnframt lögð fyrir sveitarstjórn þann 24. apríl nk. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir, í ljósi þess að frestur til að skila inn umsögn hefur verið veittur til 9. maí nk., að fresta afgreiðslu málsins og vísa því aftur inn til USNL nefndar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 35 Í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið er samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfi skv. uppfærðum aðaluppdráttum þar sem fram komi að hús verði staðsett 10 m frá lóðarmörkum.
    Grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa þ.e. Ölveri 13, 24, 25 og landeiganda Hafnar.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar, í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, að grenndarkynna byggingarleyfi skv. uppfærðum aðaluppdráttum þar sem fram komi að hús verði staðsett 10 m frá lóðarmörkum. Grenndarkynnt verði skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa, þ.e. Ölver 13, 24, 25 og landeiganda Hafnar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 35 Umræður voru um minnisblaðið og efni þess.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd staðfestir fyrri afgreiðslu sína um að umrætt skilti við Hvalfjarðargöng sé ekki í samræmi við samþykkt sveitarfélagsins um skilti, en skiltið var reist þrátt fyrir niðurstöðu Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar um að hafna umsókn um leyfi fyrir uppsetningu skiltisins.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd samþykkir að fela lögmanni sveitarfélagsins eftirfylgni með málinu, m.a. í samræmi við úrræði 2.9.1 greinar byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og gera kröfu um að skiltið verði fjarlægt.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar að fela lögmanni sveitarfélagsins eftirfylgni með málinu, m.a. í samræmi við úrræði 2.9.1 greinar byggingarreglugerðar nr. 112/2012 og gera kröfu um að skiltið verði fjarlægt."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 35 Fyrir liggur minnisblað frá lögmanni sveitarfélagsins dags. 12. apríl 2024 vegna málsins og voru umræður um efni og innihald þess á fundinum.
    Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar og landbúnaðarnefnd telur sér ekki fært um, á þessu stigi málsins, að samþykkja veitingu framkvæmdaleyfis fyrir fyrirhugaða virkjun í landi Þórisstaða.
    Skv. aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 kemur fram að virkjanir eins og sú sem hér er til umfjöllunar, séu í samræmi við aðalskipulag, kafla 2.3.4 um stakar framkvæmdir.
    Þar segir einnig: „Gert er ráð fyrir að skoðað verði í hverju tilfelli fyrir sig hvort og þá hvar eftirfarandi stakar framkvæmdir verða heimilaðar. Áfram verður gerð krafa um deiliskipulag eða eftir atvikum grenndarkynningu, þá þarf framkvæmdaleyfi og/eða byggingaleyfi.“
    Ekki er að mati Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefndar, fullnægjandi eitt og sér, að gert sé ráð fyrir stökum virkjanaframkvæmdum í aðalskipulagi, til að veita megi leyfi fyrir virkjun á Þórisstöðum, heldur þurfi jafnframt að liggja fyrir deiliskipulag vegna fyrirhugaðra áforma.
    Erindi landeiganda þar sem óskað er framkvæmdaleyfis vegna virkjunar í landi Þórisstaða er því hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
    Umhverfis-, skipulags, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd vill hvetja landeigendur Þórisstaða til að leita frekari leiða til að afla samþykkis allra aðliggjandi landeigenda vegna fyrirhugaðra framkvæmda.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar og telur sér ekki fært, á þessu stigi málsins, að samþykkja veitingu framkvæmdaleyfis fyrir fyrirhugaða virkjun í landi Þórisstaða. Í aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032 kemur fram að virkjanir eins og sú sem hér er til umfjöllunar, séu í samræmi við aðalskipulag, kafla 2.3.4 um stakar framkvæmdir. Þar segir einnig: „Gert er ráð fyrir að skoðað verði í hverju tilfelli fyrir sig hvort og þá hvar eftirfarandi stakar framkvæmdir verða heimilaðar. Áfram verður gerð krafa um deiliskipulag eða eftir atvikum grenndarkynningu, þá þarf framkvæmdaleyfi og/eða byggingaleyfi." Að mati sveitarstjórnar og nefndarinnar er ekki fullnægjandi eitt og sér að gert sé ráð fyrir stökum virkjanaframkvæmdum í aðalskipulagi til að veita megi leyfi fyrir virkjun á Þórisstöðum heldur þarf jafnframt að liggja fyrir deiliskipulag vegna fyrirhugaðra áforma. Erindi landeiganda þar sem óskað er framkvæmdaleyfis vegna virkjunar í landi Þórisstaða er því hafnað þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Sveitarstjórn tekur undir með nefndinni og hvetur landeigendur Þórisstaða til að leita frekari leiða til að afla samþykkis allra aðliggjandi landeigenda vegna fyrirhugaðra framkvæmda."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 35 Í matsskyldufyrirspurn Eflu, dagsett 21. mars sl. fyrir aukna efnistöku í Hólabrú og Kúludalsárnámu er tekið tillit til athugasemda Hvalfjarðarsveitar sbr. umsögn sveitarfélagsins á fyrri stigum málsins. En þó er vert að nefna að Umhverfis-, skipulags-, náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd óskar eftir góðu samstarfi um tilfærslu á reið- og gönguleið sem tekið er fram að muni raskast við stækkunina. Mikilvægt er að fundin sé lausn á nýrri útfærslu á innkeyrslum á efnistökusvæðin og að speglar verði settir upp við innkeyrslu eins fljótt og auðið er. Getið er þess að nú þegar sé efnisvinnslan að valda hljóðmengun og bendir USNL-nefnd á að mótvægisaðgerða vegna hávaða frá framkvæmdasvæðinu sé því þörf bæði fyrir og eftir stækkun svæðisins.
    Þá vill nefndin benda á að finna þarf leið til að ekki verði óþrif á þjóðvegi 1 vegna aksturs bíla frá námusvæðinu.
    Framkvæmdaraðilar koma til með að sækja um breytingu á núgildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, þar sem tekið verður mið af stækkunum, ósamræmi í stærð efnistökusvæðis og fyrri efnistöku og heiti efnistökusvæðis.
    USNL-nefnd telur að framkvæmdin uppfylli kröfur um umhverfismat en áréttar að þörf sé á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem ekki er gerð ítarleg grein fyrir efnistökunni í aðalskipulagi.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.
    Í matsskyldufyrirspurn Eflu, dagsett 21. mars sl., fyrir aukna efnistöku í Hólabrú og Kúludalsárnámu er tekið tillit til athugasemda Hvalfjarðarsveitar sbr. umsögn sveitarfélagsins á fyrri stigum málsins. Þó er vert að nefna að nefndin og sveitarstjórn óskar eftir góðu samstarfi um tilfærslu á reið- og gönguleið sem tekið er fram að muni raskast við stækkunina. Mikilvægt er að fundin sé lausn á nýrri útfærslu á innkeyrslum á efnistökusvæðin og að speglar verði settir upp við innkeyrslu eins fljótt og auðið er. Getið er þess að nú þegar sé efnisvinnslan að valda hljóðmengun og bent er á að mótvægisaðgerða vegna hávaða frá framkvæmdasvæðinu sé því þörf bæði fyrir og eftir stækkun svæðisins. Þá vill nefndin og sveitarstjórn benda á að finna þarf leið til að ekki verði óþrif á þjóðvegi 1 vegna aksturs bíla frá námusvæðinu.
    Framkvæmdaraðilar koma til með að sækja um breytingu á núgildandi aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2020-2032, þar sem tekið verður mið af stækkunum, ósamræmi í stærð efnistökusvæðis og fyrri efnistöku og heiti efnistökusvæðis. USNL-nefnd og sveitarstjórn telur að framkvæmdin uppfylli kröfur um umhverfismat en áréttar að þörf sé á deiliskipulagi fyrir svæðið þar sem ekki er gerð ítarleg grein fyrir efnistökunni í aðalskipulagi. "
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 35 Samþykkt að auglýsa skipulagslýsingu skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að auglýsa skipulagslýsingu skv. ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- náttúruverndar- og landbúnaðarnefnd - 35 Í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið er samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfið.
    Grenndarkynnt verði skv. 44. grein skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda.
    Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir, í ljósi þess að ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, að grenndarkynna byggingarleyfið. Grenndarkynnt verði skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 meðal aðliggjandi lóðarhafa og landeiganda, þ.e. Hjallholt 24, 25, 27 og 29 og landeiganda Hjallholts."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fræðslunefnd - 57

2404005F

Fundargerðin framlögð.
IMS fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fræðslunefnd - 57 Fræðslunefnd fagnar því að góð reynsla hefur verið með stöðu leikskólasérkennara þar sem þjálfun og kennsla hefur orðið faglegri, markvissari og samhæfðari. Jafnframt telur nefndin mikinn styrk í því að myndað verði sérkennsluteymi með sérkennara, leikskólasérkennara og starfsfólki sem sinna stuðningi innan leikskólans til að styðja enn fremur við áframhaldandi vinnu við að efla þjálfun og kennslu. Staða leikskólasérkennara rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2024.

    Fræðslunefnd leggur til við sveitarstjórn að staða leikskólasérkennara verði að framtíðarstöðu innan Skýjaborgar.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir afgreiðslu fræðslunefndar og tekur undir að ánægjulegt er að góð reynsla hafi verið með stöðu leikskólasérkennara og að þjálfun og kennsla hafi orðið faglegri, markvissari og samhæfðari. Sveitarstjórn tekur einnig undir með nefndinni að styrkur sé í því að myndað verði sérkennsluteymi með sérkennara, leikskólasérkennara og starfsfólki sem sinna stuðningi innan leikskólans til að styðja enn fremur við áframhaldandi vinnu við að efla þjálfun og kennslu.
    Sveitarstjórn samþykkir að staða leikskólasérkennara verði að framtíðarstöðu innan Skýjaborgar. Staða leikskólasérkennara rúmast innan fjárhagsáætlunar ársins 2024."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Íþróttahús - undirbúningur framkvæmda.

2001042

Verkefnisstjórn, byggingarstjórn og eftirlit.
Efnt var til lokaðs útboðs í verkefnastjórn, byggingarstjórn og verkeftirlit vegna ný- og viðbyggingar við íþróttahúsið við Heiðarborg. Leitað var tilboða hjá þremur verkfræðistofum, þ.e. Verkís, Cowi og Eflu. Eitt tilboð barst í verkið, frá Eflu að fjárhæð kr. 45.480.523 m.vsk. Tilboðið hefur verið yfirfarið og miðað við kostnaðaráætlun hönnunarferils er tilboðsfjárhæðin rétt innan við kostnaðaráætlun.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Sveitarstjórn samþykkir framlagt tilboð Eflu í verkefnastjórn, byggingarstjórn og framkvæmdaeftirlit með byggingu nýs íþróttamannvirkis við Heiðarborg og felur sveitarstjóra að rita undir samning við Eflu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Kjörstjórn.

2404084

Kosning aðalfulltrúa í kjörstjórn.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Helga Stefanía Magnúsdóttir hefur misst kjörgengi sem aðalmaður í kjörnefnd vegna búsetuflutninga úr sveitarfélaginu, sveitarstjórn þakkar Helgu Stefaníu kærlega fyrir hennar störf í nefndinni. Sveitarstjórn tilnefnir Ástu Marý Stefánsdóttur sem aðalmann í kjörstjórn í hennar stað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ársreikningur Höfða 2023.

2404079

Erindi frá Dvalarheimilinu Höfða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir, fyrir sitt leyti, framlagðan ársreikning 2023 fyrir Hjúkrunar- og dvalarheimilið Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Boð um stjórnarsetu og kynning.

2404073

Erindi frá Transition Labs ehf.
Röst sjávarrannsóknasetur ehf. er nýlega stofnað félag í eigu Transition Labs ehf. Starfsemi Rastar er byggð upp í samstarfi við Carbon to Sea Initiative sem er óhagnaðardrifin bandarísk sjálfseignarstofnun sem leiðir alþjóðlega 5 ára rannsóknaráætlun sem ætlað er að kanna hvort það sé skilvirk, örugg og varanleg leið að fjarlægja koldíoxíð úr andrúmsloftinu með því að auka basavirkni hafsins (e. Ocean Alkalinity Enhancement). Rannsóknaráætlunin byggir á vegvísi þar sem þverfagleg vísindateymi um heim allan gera grunnrannsóknir, verkfræðiteymi finna leiðir til mælinga og aðgerða og hagaðilar koma að umræðu og greiningum.

Hluti af verkefninu er að byggja sérhæfða rannsóknaraðstöðu í nokkrum löndum fyrir þessar rannsóknir til að flýta fyrir bæði þeim sem hlotið hafa styrk og öðrum sem gætu nýtt sér aðstöðuna. Til skoðunar er að byggja upp eina slíka rannsóknarstöð á Íslandi og hefur staðarvalsgreining leitt í ljós að Hvalfjörður er heppilegur fyrir rannsóknir á þessu sviði. Búið er að gera samning við Hafrannsóknastofnun um grunnrannsóknir á haffræði Hvalfjarðar.

Stjórn Rastar skal skipuð þremur fulltrúum; einum frá Transition Labs, einum frá Carbon to Sea Initiative og óháðum fulltrúa frá nærsamfélagi. Í dag eru Margrét Ormslev Ásgeirsdóttir frá Transition Labs og Irene Polnyi frá Carbon to Sea. Boð um stjórnarsetu hefur borist sveitarfélaginu til setu sem óháður fulltrúi frá nærsamfélaginu.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar fyrir boð um stjórnarsetu og tilnefnir Andreu Ýr Arnarsdóttur, oddvita, til setu í stjórn Rastar sjávarrannsóknaseturs ehf."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Ósk um endurgjaldslaus afnot af Heiðarborg.

2404083

Erindi frá Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að gerður verði skriflegur samningur við Félag eldri borgara í Hvalfjarðarsveit um endurgjaldslaus afnot af íþróttasalnum í Heiðarborg tvo daga í viku frá 1. júní nk. til og með 21. ágúst nk., að undanskildum þeim tíma sem skrifstofa Hvalfjarðarsveitar verður lokuð, frá og með 22. júlí nk. til og með 2. ágúst nk. Vakin er athygli á því að áætlað er að framkvæmdir við nýtt íþróttahús við Heiðarborg verði hafnar á þessum tíma og því viðbúið að töluvert rask og ónæði hvers konar einkenni svæðið á tímabilinu.

Sveitarstjórn áréttar að frá 1. júní nk. til ágústloka er Heiðarborg lokuð allri starfsemi, líkt og fyrri ár og því er ekki um hefðbundna útleigu salarins að ræða. Eðli málsins samkvæmt hefur því ekki verið unnt að veita tafarlaus svör við útleigubeiðni salarins eins og verið hefði væri beiðnin innan hefðbundins opnunartíma Heiðarborgar.

Sveitarstjórn vill einnig ítreka við félagið að líkt og áður þá stendur Félagi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit til boða að fá endurgjaldslausan aðgang að félagsheimilinu Miðgarði. Í sumar er útleiga á félagsheimilinu að mestu leyti um helgar og því stendur félaginu til boða að fá endurgjaldslausan aðgang að Miðgarði virka daga. Félaginu hefur jafnframt staðið til boða endurgjaldslaus aðgangur að Heiðarborg á opnunartíma, eftir samkomulagi, þegar skólastarf fer ekki fram.

Líkt og bréfritari bendir réttilega á þá vill sveitarstjórn að Heiðarborg verði samfélagsmiðstöð þar sem tilgangurinn er að skóla-, íþrótta-, frístunda-, félags- og samkomustarf fyrir alla aldurshópa rúmist í húsnæðinu, þar með talið starf eldri borgara, sú framtíðarsýn er mikilvæg, mun taka tíma en undirbúningur er þegar hafinn. Sveitarstjórn telur sig hafa lagt sig alla fram, bæði í samtali og vinnu með félaginu frá því fyrir stofnun þess m.a. í því skyni að brúa bilið saman, enda endurgjaldslaus afnot af Miðgarði ávallt staðið félaginu til boða sem og endurgjaldslaus afnot af Heiðarborg á opnunartíma. Sveitarstjórn er nú að samþykkja ofangreindu til viðbótar að veita félaginu endurgjaldslaus afnot af íþróttasal Heiðarborgar í sumar, utan opnunartíma.

Sveitarstjórn vill minna á mikilvægi þess að höfð sé í öndvegi gagnkvæm virðing milli aðila, hvort sem er í orði, riti eða ræðu, til að hámarka líkur á góðu og farsælu samstarfi til framtíðar.

Sveitarstjórn samþykkir að fela oddvita að útbúa samning á milli Hvalfjarðarsveitar og Félags eldri borgara í Hvalfjarðarsveit um endurgjaldslaus afnot af íþróttasal Heiðarborgar sumarið 2024 og leggja fyrir á næsta sveitarstjórnarfundi."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Farsældardagurinn á Vesturlandi 2024.

2404085

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Erindið lagt fram til kynningar og vísað til fjölskyldu- og frístundanefndar og fræðslunefndar.

10.Sjálfseignarstofnun - Nýsköpunarnet Vesturlands - Nývest.

2203029

Aðalfundarboð.
Aðalfundarboð lagt fram til kynningar.

11.Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2024.

2404080

Aðalfundarboð.
Aðalfundarboð lagt fram til kynningar.

12.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2024.

2404082

Aðalfundarboð.
Aðalfundarboð lagt fram til kynningar.

13.Umsögn um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku), 900. mál.

2404086

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið lagt fram til kynningar og vísað til USNL nefndar.

14.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi, 899. mál.

2404087

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið lagt fram til kynningar og vísað til USNL nefndar.

Fundi slitið - kl. 15:31.

Efni síðunnar