Fara í efni

Sveitarstjórn

214. fundur 23. febrúar 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
  • Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Stefán G. Ármannsson boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 213

1601003F

Fundargerð framlögð.

2.Fræðslu- og skólanefnd - 125

1602001F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og kynnti einstök atriði fundargerðarinnar.
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar færir Þórdísi Þórisdóttur þakkir fyrir vel unnin störf á Leikskólanum Skýjaborg á sl. árum og býður Eyrúnu Jónu Reynisdóttur jafnframt velkomna til starfa sem sviðsstjóri á Skýjaborg.
  • Fræðslu- og skólanefnd - 125 Nefndin samþykkir að Berglind Jóhannsdóttir taki sæti fyrir hönd fræðslu-og skólanefndar í starfshópi um endurskoðun á skólastefnu Hvalfjarðarsveitar í stað Eyrúnar Jónu Reynisdóttur. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir framkomna tillögu fræðslu- og skólanefndar um að Berglind Jóhannsdóttir taki sæti Eyrúnar Jónu Reynisdóttur í starfshópi um endurskoðun á skólastefnu Hvalfjarðarsveitar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Ársreikningur 2015.

1602036

Fyrri umræða.
Skúli Þórðarson, sveitarstjóri kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Hvalfjarðarsveitar fyrir árið 2015.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa ársreikningi Hvalfjarðarsveitar 2015 til síðari umræðu í sveitarstjórn þann 8. mars nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Áskorun Ragnheiðar Þorgrímsdóttur til sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.

1512004

Lagt fram bréf skipulags- og umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir fyrirliggjandi drög að svarbréfi skipulags- og umhverfisfulltrúa v/ erindis Ragnheiðar Þorgrímsdóttur, Kúludalsá. Sveitarstjórn felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að senda umrætt bréf og fylgja málinu eftir í samræmi við innihald þess."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Heimild til prókúru.

1602034

Sveitarstjóri óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að veita Sigrúnu Mjöll Stefánsdóttur prókúru á bankareikninga sveitarfélagsins.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að heimila sveitarstjóra að veita Sigrúnu Mjöll Stefánsdóttur kt. 280978-3299 prókúru á bankareikninga sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ályktun um fyrirhugaða þjónustuskerðingu Íslandspósts.

1602035

Mótmæli sveitarstjórnar við áformum Íslandspósts um skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli.
Oddviti lagði fram svohljóðandi ályktun:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar mótmælir framkomnum áformum Íslandspósts um skerðingu á póstþjónustu í dreifbýli. Sveitarstjórn skorar á ráðherra og alþingismenn Norðvesturkjördæmis að beita sér gegn áformum Íslandspósts."
Ályktunin borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Þróunarfélag Grundartanga - Stofnskjöl.

1601020

Faxaflóahafnir samþykkja þátttöku í stofnun félagsins fyrir sitt leyti og kaup á hlutafé.
Bréf Faxaflóahafna lagt fram til kynningar.

8.141. fundur Faxaflóahafna sf.

1602028

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.122. fundur stjórnar SSV, haldinn 20. janúar 2016.

1602032

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.59. 60. 61. og 62. fundir stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1602033

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri flutti skýrslu um helstu störf sín frá síðari fundi í janúarmánuði.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar