Fara í efni

Sveitarstjórn

213. fundur 09. febrúar 2016 kl. 16:00 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
  • Hjördís Stefánsdóttir ritari
  • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
  • Ása Helgadóttir aðalmaður
  • Stefán Ármannsson aðalmaður
  • Daníel Ottesen aðalmaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Oddviti leitaði afbrigða um að bæta við málum nr. 1602016 og 1602015 á dagskrá og var það samþykkt með 7 atkvæðum.

1.Sveitarstjórn - 212

1601002F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 63

1601001F

Fundargerð framlögð.
AH fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 63 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila óverulega breytingu á deiliskipulagi Grundartangi-Austursvæði-Iðnaðarsvæði 1 - Leynisvegur 1 sbr. 2. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni grenndarkynningu fyrir Norðuráli og Elkem. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins og felur skipulagsfulltrúa að kalla eftir leiðréttum gögnum."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 63 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að auglýsa breytingu á deiliskipulagi Melahverfis 2. áfanga sbr. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða breytingu á deiliskipulagi Melahverfis 2. áfanga og felur skipulagfulltrúa að auglýsa breytingatillöguna í samræmi við ákvæði 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 63 USN nefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða málið, þmt. afgreiðslu á framkvæmdaleyfi. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela skipulagsfulltrúa afgreiðslu erindisins og útgáfu framkvæmdaleyfis."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 63 Lagt fram og kynnt. USN nefnd gerir ekki athugasemdir við breytingar skipulagsins sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr.123/2010 og laga nr. 105/206 um umhverfismat áætlana. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við breytingu skipulagsins, sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 63 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir eigendum á Hagamel. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vísa erindinu til frekari skoðunar hjá USN-nefnd í ljósi þess að umsóknin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Glammastaðir - deiliskipulag milli þjóðvegar og Þórisstaðavatns

1506031

Bréf Fiskistofu dags 4. febrúar 2016.
Bréf Fiskistofu lagt fram til kynningar og samþykkt að vísa því til USN-nefndar.

4.Snjómokstur 2016-2019 - Verðkönnun

1601013

Gögn lögð fram. Val á verktökum.
ÁH og SGÁ lýstu yfir vanhæfi sínu til að taka þátt í umræðu og afgreiðslu málsins og viku þau af fundi.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að vegna formgalla verði ákvarðanir um val á verktökum um snjómokstur og hálkueyðingu í Hvalfjarðarsveit sem sveitarfélagið og Vegagerðin höfðu undirbúið og ákveðið felldar úr gildi og afturkallaðar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og byggingarfulltrúa umboð til að gera nýja verðkönnun í samráði við Vegagerðina, ganga til samninga við verktaka og undirrita verksamninga með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Miðað verði við að nýir verksamningar taki gildi haustið 2016."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum.
ÁH og SGÁ tóku á ný sæti á fundinum.

5.Afskriftir krafna 2015.

1602016

Erindi frá fjármálastjóra.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tillögu að afskrift almennra viðskiptakrafna á árinu 2015 að fjárhæð kr. 321.219-"
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fundur um samstarf ríkis og sveitarfélaga á grundvelli laga um opinber fjármál.

1602015

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 5. febrúar 2016.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að Skúli Þórðarson, sveitarstjóri, verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Stofnun þróunarfélags fyrir Grundartangasvæðið.

1601020

Samþykkt frá Akraneskaupstað að taka þátt í stofnun þróunarfélags.
Bréf Akraneskaupstaðar lagt fram til kynningar.

8.Áskorun vegna niðurskurðar hjá sveitarfélögum.

1602009

Erindi frá umboðsmanni barna. Þegar sent til fræðslu- og skólanefndar.
Bréf Umboðsmanns barna lagt fram til kynningar.

9.Fræðsluferð sveitarstjórnarfulltrúa og embættismanna af Vesturlandi.

1602011

Frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, dagsett 3. febrúar 2016.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að senda fulltrúa í kynnisferðina."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.131. og 132. fundir Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

1602005

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

11.140. fundur Faxaflóahafna.

1602006

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.1. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaups., Hvalfjarðarsv., Skorradalsh., og Borgarbyggðar.

1602007

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar