Fara í efni

Sveitarstjórn

376. fundur 24. maí 2023 kl. 15:25 - 15:46 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnarsdóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnarsdóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2305043 - Skipun stýrihóps um mótun stefnu um fjármagnsskipan Faxaflóahafna. Málið verður nr. 8 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2305044 - Viljayfirlýsing og skipan starfshóps um framtíð vatnsöflunar fyrir íbúa og atvinnulíf norðan Hvalfjarðar. Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Mál nr. 2305042 - Aðalfundur Nývest ses. Málið verður nr. 10 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórn - 375

2305001F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 45.

2305005F

Fundargerðin framlögð.
HPO fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 40

2305002F

Fundargerðin framlögð.
BSG fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Kjör oddvita og varaoddvita í samræmi við ákvæði 7. gr. samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar.

2305024

Tillaga kom fram um að Andrea Ýr Arnarsdóttir yrði oddviti og var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

Tillaga kom fram um að Helga Harðardóttir yrði varaoddviti og var tillagan samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Sorphirðusamningur - framlenging.

2203069

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að framlengja verksamning um sorphirðu í Hvalfjarðarsveit og Skorradalshreppi, sbr. ákvæði samningsins þar um, umhverfisfulltrúa er falið að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Hafnarland - Lísuborgir - rekstrarleyfi.

2305017

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10.gr. laga nr.85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Stofnfundur Klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi.

2305025

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Stofnfundur Klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi verður haldinn þriðjudaginn 6.júní nk. kl. 17:00 í Snorrastofu í Reykholti.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar á stofnfundi Klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi verði formaður menningar- og markaðsnefndar, Birkir Snær Guðlaugsson. Stofnfundur Klasa safna, sýninga og setra á Vesturlandi fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Skipun stýrihóps um mótun stefnu um fjármagnsskipan Faxaflóahafna.

2305043

Erindi frá Reykjavíkurborg.
Framlagt erindi sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar til stjórnar Faxaflóahafna um að stjórn Faxaflóahafna hafi frumkvæði að því að handhafar eigendavalds skipi stýrihóp vegna fyrirhugaðrar rýningar á fjármagnsskipan fyrirtækja í B-hluta samstæðu Reykjavíkurborgar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra setu í stýrihópnum auk þess sem óskað verði eftir aðkomu endurskoðanda sveitarfélagsins til setu og vinnu í hópnum.“
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Viljayfirlýsing og skipan starfshóps um framtíð vatnsöflunar fyrir íbúa og atvinnulíf norðan Hvalfjarðar.

2305044

Framlögð drög að viljayfirlýsingu Akraneskaupstaðar, Hvalfjarðarsveitar, Veitna ohf., Faxaflóahafna sf., Elkem og Norðuráls um skipan starfshóps til samráðs um hvernig bæta megi nýtingu ferskvatns og uppfylla þarfir íbúa og atvinnulífs norðan Hvalfjarðar og skoða grundvöll þess að leita sameiginlegra leiða til vatnsöflunar með heildarhagsmuni að leiðarljósi.

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða viljayfirlýsingu og skipan starfshópsins og felur sveitarstjóra undirritun hennar. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í starfshópnum verði Karl Ingi Sveinsson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Aðalfundur Nývest ses.

2305042

Aðalfundarboð.
Framlagt.

11.Ársskýrsla 2023 - Íþrótta- og Ólympíusamband Ísland.

2305031

Ársskýrsla 2023.
Framlagt.

12.Umsögn um drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.

2305032

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Framlagt.

13.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum nr. 112-2021 (lækkun kosningaaldurs), 497. mál

2305033

Erindi frá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Framlagt.

Fundi slitið - kl. 15:46.

Efni síðunnar