Fara í efni

Sveitarstjórn

356. fundur 13. júlí 2022 kl. 15:00 - 15:12 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnardóttir oddviti
  • Helga Harðardóttir varaoddviti
  • Helgi Pétur Ottesen ritari
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir vararitari
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
  • Dagný Hauksdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Andrea Ýr Arnardóttir, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2009038 - Ráðning félagsmálastjóra. Málið verður nr. 2 á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 7:0

Birkir Snær Guðlaugsson boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 355

2206009F

Fundargerðin framlögð.

2.Ráðning félagsmálastjóra.

2009038

Tímabundin ráðning vegna fæðingarorlofs
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá tímabundinni ráðningu, til eins árs, í starf félagsmálastjóra vegna afleysingar í fæðingarorlofi núverandi starfsmanns."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Endurbætur á Höfða

2008006

Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Höfða heimild til að sækja um í Framkvæmdasjóð aldraðra árið 2023 vegna endurnýjunar á þak- og veggjaklæðningu í 2. áfanga Höfða. Sveitarstjórn samþykkir einnig að greiða hlutfallslega af framkvæmdaláni Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis vegna endurbóta og breytinga á húsnæði Höfða, sveitarfélagið mun greiða af framkvæmdaláninu í samræmi/hlutfalli við eignarhluta þess í Höfða. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarfélagið muni fjármagna verkefnið, á móti framlagi sjóðsins, hlutfallslega í samræmi við eignarhluta þess í Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók HPO.

4.Verkefnaráð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

2206050

Skipun nýrra fulltrúa frá Hvalfjarðarsveit.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Sæmund Víglundsson sem aðalfulltrúa og Helgu Harðardóttur sem varafulltrúa frá Hvalfjarðarsveit í verkefnaráð vegna Holtavörðuheiðarlínu 1."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Áfangastaðafulltrúar.

2207001

Erindi frá Áfangastaða-og markaðssviði SSV.
Áfangastaða- og markaðssvið SSV heldur utan um verkefni er lúta að þróun, uppbyggingu, gæðum og kynningu á áfangastaðnum Vesturlandi. Sviðið samanstendur af starfsemi og verkefnum sem heyra undir Áfangastaðastofu Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands ehf. sem er alfarið í eigu sveitarfélaganna á Vesturlandi. Hvert sveitarfélag tilnefnir einn áfangastaðafulltrúa sem eiga í virku samtali og samstarfi við starfsfólk Áfangastaða- og markaðssvið SSV til að tryggja upplýsingaflæði og samræmda vinnu í þeim verkefnum er snúa að uppbyggingu, gæðum og kynningu á ferðamálum og áfangastaðnum Vesturlandi.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tilnefnir Arnheiði Hjörleifsdóttur, umhverfisfulltrúa Hvalfjarðarsveitar, sem áfangastaðafulltrúa og tengilið Hvalfjarðarsveitar. Sveitarstjórn telur virkt samtal og samráð í þessum verkefnum vera mikilvægt."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Umhverfisvöktun við Grundartanga, niðurstöður ársins 2021

2206048

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar telur ástæðu til að boða til fundar með Umhverfisstofnun í ljósi niðurstaðna umhverfisvöktunar iðnaðarsvæðisins á Grundartanga árið 2021 og er oddvita falið að finna fundartíma."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Umsagnarbeiðni-Fjölskylduhátíð Vatnaskógi.

2206051

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemd við veitingu tækifærisleyfis vegna Sæludaga 2022, vímulausrar fjölskylduhátíðar, sem halda á í Vatnaskógi 28. júlí til 1. ágúst 2022, með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs, heilbrigðieftirlits og lögreglu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Umsagnarbeiðni - breyting rekstrarleyfis Móar guesthouse, cottages

2207019

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar felur sveitarstjóra að veita umbeðna umsögn í samræmi við ákvæði 10. gr. laga nr. 85/2007 og í samráði við aðra umsagnaraðila. Metið verði hvort starfsemin sé í samræmi við byggingarleyfi og skipulagsskilmála á svæðinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Björgunarfélag Akraness

2207015

Fundarbeiðni
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir beiðni bréfritara um fund og er varaoddvita falið að finna fundartíma."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.128. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2206046

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin ásamt fylgigögnum lögð fram.

Til máls tók HPO.

11.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

2206001

Aðalfundargerð 2022
Fundargerðin framlögð.

12.Aðalfundur HeV 2022.

2203015

Fundargerð aukaaðalfundar 2022.
Fundargerðin framlögð.

13.910. og 911. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2207002

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:12.

Efni síðunnar