Fara í efni

Sveitarstjórn

353. fundur 03. júní 2022 kl. 15:05 - 15:24 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Andrea Ýr Arnardóttir aðalmaður
  • Birkir Snær Guðlaugsson aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Helgi Pétur Ottesen aðalmaður
  • Inga María Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ómar Örn Kristófersson aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Samkvæmt 6. gr. samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar setti Helga Harðardóttir fyrsta fund sveitarstjórnar að aflokunum sveitarstjórnarkosningum.

Helga Harðardóttir bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá auk þess að óska eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:

Mál nr. 2206001 - Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. Málið verður nr. 9 á dagskránni verði það samþykkt.

Samþykkt 7:0

1.Sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022.

2204005

Fundargerðir kjörstjórnar dags. 23. mars, 8. apríl, 10. maí, 13. maí og 17. maí 2022.
Fundargerðir kjörstjórnar lagðar fram til kynningar.

2.Kjör oddvita og varaoddvita í samræmi við ákvæði 7. gr. samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar.

2205058

Kosning til eins árs í senn.
A) Kjör oddvita B) Kjör varaoddvita.
Kosning til 1 árs.

A) Helga Harðardóttir lagði fram tillögu um Andreu Ýr Arnarsdóttur sem oddvita sveitarstjórnar. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Oddviti tók við stjórnun fundarins.

B) Andrea Ýr Arnarsdóttir lagði fram tillögu um Helgu Harðardóttur sem varaoddvita sveitarstjórnar. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Kjör ritara og vararitara.

2205059

Kosning til 4 ára.

Kosning ritara og vararitara.
Framlögð tillaga um Helga Pétur Ottesen sem ritara sveitarstjórnar. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Framlögð tillaga um Elínu Ósk Gunnarsdóttur sem vararitara sveitarstjórnar. Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Kjör í fastanefndir, aðrar nefndir, stjórnir og ráð sem sveitarfélagið á aðild að skv. 40. gr. samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013 með síðari breytingum nr. 232/2021.

2205060

A.Fastanefndir. Nöfn aðalmanna birt í stafrófsröð.

1. Menningar- og markaðsnefnd.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan nefndarinnar:
Kjör fimm aðalmanna:
Anna Kristín Ólafsdóttir
Ásdís Björg Björgvinsdóttir
Birkir Snær Guðlaugsson
Elín Ósk Gunnarsdóttir
Guðjón Þór Grétarsson
Kjör fimm varamanna:
1. Ásgeir Pálmason
2. Bára Tómasdóttir
3. Sævar Jónsson
4. Sigrún Bára Gautadóttir
5. Ómar Kristófersson
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

2. Fjölskyldu- og frístundanefnd.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan nefndarinnar:
Kjör fimm aðalmanna:
Ásdís Björg Björgvinsdóttir
Ásta Jóna Ásmundsdóttir
Helgi Pétur Ottesen
Inga María Sigurðardóttir
Marie Greve Rasmussen
Kjör fimm varamanna:
1. Sæmundur Rúnar Þorgeirsson
2. Aníta Rún Óskarsdóttir
3. Ásgeir Pálmason
4. Pétur Svanbergsson
5. Birkir Snær Guðlaugsson
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Fræðslunefnd.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan nefndarinnar:
Kjör fimm aðalmanna:
Berglind Jóhannesdóttir
Dagný Hauksdóttir
Elín Ósk Gunnarsdóttir
Guðlaug Ásmundsdóttir
Inga María Sigurðardóttir
Kjör fimm varamanna:
1. Helgi Halldórsson
2. Guðbjartur Þór Stefánsson
3. Sæmundur Rúnar Þorgeirsson
4. Hulda Margrét Brynjarsdóttir
5. Helgi Pétur Ottesen
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Kjörstjórn við alþingis- og sveitarstjórnarkosningar.
Kjör þriggja aðalmanna:
Guðmundur Ólafsson
Helga Stefanía Magnúsdóttir
Jóna Björg Kristinsdóttir
Kjör þriggja varamanna:
1. Guðmundur Rúnar Vífilsson
2. Valdís Inga Valgarðsdóttir
3. Olga Magnúsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Landbúnaðarnefnd, kjör þriggja aðalmanna og þriggja varamanna, afgreiðslu frestað.

6. Umhverfis-, skipulags-, og náttúruverndarnefnd.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan nefndarinnar:
Kjör fimm aðalmanna
Ása Hólmarsdóttir
Helga Harðardóttir
Ómar Kristófersson
Svenja Neele Verena Auhage
Sæmundur Víglundsson
Kjör fimm varamanna
1. Þorsteinn Már Ólafsson
2. Guðbjartur Þór Stefánsson
3. Birkir Snær Guðlaugsson
4. Sigurður Arnar Sigurðsson
5. Pétur Freyr Jóhannesson
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. Mannvirkja- og framkvæmdanefnd.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan nefndarinnar:
Kjör fimm aðalmanna
Guðjón Jónasson
Helga Harðardóttir
Ómar Kristófersson
Róbert Eyvar Ólafsson
Salvör Lilja Brandsdóttir
Kjör fimm varamanna
1. Einar Engilbert Jóhannesson
2. Marteinn Njálsson
3. Arnar Erlingsson
4. Ólafur Einarsson
5. Birkir Snær Guðlaugsson
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.


B. Stjórnir og samstarfsnefndir.

1. Barnaverndarnefnd.
Einn fulltrúi og einn til vara í sameiginlega barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala samkvæmt samningi við samstarfssveitarfélög og skv. 10. og 11. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
Þann 29. apríl sl. samþykkti Alþingi frumvarp mennta- og barnamálaráðherra sem felur í sér framlengt umboð barnaverndarnefnda til 1. janúar 2023, þ.e. þær barnaverndarnefndir sem nú eru starfandi munu gera það áfram til 1.janúar 2023. Vegna þessa er ekki gert ráð fyrir að kosið verði í nýja barnaverndarnefnd þó breytingar verði í sveitarstjórn, umboð barnaverndarnefnda framlengist sjálfkrafa og ekki er krafist frekari viðbragða af sveitarstjórn. Núverandi fulltrúi er Helgi Pétur Ottesen og varafulltrúi er Helga Harðardóttir.

2. Dvalarheimilið Höfði. Kosning fulltrúa í stjórn skv. samningi við samstarfssveitarfélög.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalmaður Helgi Pétur Ottesen
Varamaður Helga Harðardóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3. Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.
Einn fulltrúi í fulltrúaráð, skv. lögum nr. 68/1994 um Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Fulltrúi Birkir Snær Guðlaugsson
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4. Faxaflóahafnir sf.
Einn aðalmaður og annar til vara í stjórn Faxaflóahafna sf. skv. ákvæðum félagssamnings og skv. hafnalögum nr. 61/2003.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúi Andrea Ýr Arnarsdóttir
Varafulltrúi Helga Harðardóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5. Byggðasafnið í Görðum.
Vegna málefna Byggðasafnsins í Görðum. Einn fulltrúi og annar til vara í menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar sbr. skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúi Guðjón Þór Grétarsson
Varafulltrúi Elín Ósk Gunnarsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6. Heilbrigðisnefnd.
Einn fulltrúi og annar til vara í sameiginlega Heilbrigðisnefnd Vesturlands skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Fulltrúi Birkir Snær Guðlaugsson
Varafulltrúi Inga María Sigurðardóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7. Hitaveitufélag Hvalfjarðar sf.
Einn fulltrúi í stjórn og annar til vara, samkvæmt samþykktum félagsins.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúi Ómar Kristófersson
Varafulltrúi Sæmundur Víglundsson
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samkvæmt samþykktum Sambands íslenskra sveitarfélaga kýs sveitarstjórn aðal- og varafulltrúa á landsþing sambandsins.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúi Andrea Ýr Arnarsdóttir
Varafulltrúi Helga Harðardóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi.
Sveitarstjórn kýs aðal- og varafulltrúa í stjórn samkvæmt lögum samtakanna.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa í stjórn:
Aðalfulltrúi Elín Ósk Gunnarsdóttir
Varafulltrúi Andrea Ýr Arnarsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10. Vatnsveitufélag Hvalfjarðar sf.
Kosið er í stjórn félagsins í samræmi við ákvæði sameignafélagssamnings.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúi Karl Ingi Sveinsson
Varafulltrúi Helga Harðardóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11. Yfirnefnd fjallskilamála.
Einn fulltrúi og annar til vara.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúi Baldvin Björnsson
Varafulltrúi Guðbjartur Þór Stefánsson
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12. Þróunarfélag Grundartanga ehf.
Einn fulltrúi til setu í stjórn og annar til vara.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúi Björgvin Helgason
Varafulltrúi Andrea Ýr Arnarsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13. Grunnafjarðarnefnd.
Kjör 2 aðalfulltrúa og 2 til vara.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúar Svenja Neele Verena Auhage og Bjarki Borgdal Magnússon
Varafulltrúar Birkir Snær Guðlaugsson og Sigríður Helgadóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14. Snorrastofa.
Kjör 1 fulltrúa (á móti Skorradalshreppi)
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan aðalfulltrúa:
Fulltrúi Brynja Þorbjörnsdóttir
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15. Sorpurðun Vesturlands.
Kjör 1 aðalfulltrúa og 1 til vara.
Framlögð eftirfarandi tillaga um skipan fulltrúa:
Aðalfulltrúi Ómar Kristófersson
Varafulltrúi Helgi Pétur Ottesen
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ákvörðun um fastan fundartíma sveitarstjórnar.

2205061

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fastir fundartímar sveitarstjórnar verði annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar kl. 15:00."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Ráðning sveitarstjóra.

2205062

Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagðan ráðningarsamning við Lindu Björk Pálsdóttur um starf sveitarstjóra í Hvalfjarðarsveit frá 1. júlí 2022 til 30. júní 2026. Oddvita falið að undirrita ráðningarsamninginn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Linda Björk Pálsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

7.Aðalfundur SSV árið 2022.

2203005

Aukaaðalfundarboð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi SSV verði Inga María Sigurðardóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir og til vara Helga Harðardóttir og Ómar Kristófersson."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðalfundur SSV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.

8.Aðalfundur HeV 2022.

2203015

Aukaaðalfundarboð.
Aukaaðalfundur HeV verður haldinn miðvikudaginn 22. júní nk. á Hótel Hamri.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aukaaðalfundi HeV verði Inga María Sigurðardóttir og Andrea Ýr Arnarsdóttir og til vara Helga Harðardóttir og Ómar Kristófersson. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að sveitarstjóri fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aukaaðalfundi Heilbrigðisnefndar Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Aðalfundur HeV fellur undir reglur sveitarstjórnar og ákvörðun sveitarstjórnar um fundi eða ráðstefnur utan Hvalfjarðarsveitar.

9.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

2206001

Aðalfundarboð ásamt tillögu að breytingu á sameignarfélagssamningi.
Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar verður haldinn fimmtudaginn 23. júní nk. í Stjórnsýsluhúsinu í Hvalfjarðarsveit.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúar Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar verði Karl Ingi Sveinsson og Helga Harðardóttir. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að Helga Harðardóttir fari með atkvæðisrétt Hvalfjarðarsveitar á aðalfundi Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar. Samanber aðalfundarboð félagsins verður á fundinum lögð til breyting á 5. gr. sameignafélagssamningsins þannig að skipun stjórnarmanna gildi í tvö ár í stað eins árs líkt og nú er og verður fjallað um breytingartillöguna í upphafi aðalfundarins áður en gengið verður til dagskrár, sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir breytingartillöguna fyrir sitt leyti."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2205025

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið er framlagt. Vísað er til fjórða dagskrárliðar, mál númer 2205060, þar sem kjör landsþingsfulltrúa fór fram.“

11.Brunavarnir í frístundabyggðum og leiðbeiningar vegna húsnæðis slökkvistöðva.

2205055

Erindi frá Húsnæðis- og Mannvirkjastofnun.
Erindið er framlagt.

12.Umsögn um frumvarp til laga um sveitarstjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga), 571. mál.

2205053

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið er framlagt.

13.Umsögn um frumvarp til laga um skipulagslög (uppbygging innviða), 573. mál.

2205054

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Erindið er framlagt.

14.Stjórn Faxaflóahafna sf.

2205052

Fundargerðir stjórnar nr. 211-219.
Fundargerðirnar eru framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:24.

Efni síðunnar