Fara í efni

Sveitarstjórn

343. fundur 11. janúar 2022 kl. 15:05 - 15:21 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Elín Ósk Gunnarsdóttir og Ragna Ívarsdóttir sátu fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

1.Sveitarstjórn - 342

2112005F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 150

2112006F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

3.Menningar- og markaðsnefnd - 27

2112007F

Fundargerðin framlögð.
BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 27 Nefndin ákvað að halda Hvalfjarðardaga helgina 24.-26. júní 2022. Farið yfir skipulagningu hátíðarhalda og rætt um hvað hægt er að bæta frá síðasta ári. Nefndin óskar eftir að fá frí afnot af Miðgarði þessa helgi. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að verða við beiðni nefndarinnar um endurgjaldslaus afnot af félagsheimilinu Miðgarði helgina 24.-26. júní 2022 í tengslum við Hvalfjarðardaga og að afnotin verði bókuð til tekna á félagsheimilið og til gjalda sem styrkveiting til menningarmála."
    Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Menningar- og markaðsnefnd - 27 Menningar- og markaðsnefnd fjallaði um erindið og ákvað að leggja til við sveitarstjórn að styrkja N4 um 500.000 kr. vegna þáttanna Að vestan. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um áframhaldandi stuðning til sjónvarpsstöðvarinnnar N4 vegna þáttagerðarinnar Að Vestan. Í þáttunum hafa verið gerð skil á fjölbreyttu mannlífi og margvíslegum áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru í Hvalfjarðarsveit."
    Tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Fræðslunefnd - 35

2201001F

Fundargerðin framlögð.

5.Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2022.

2201016

Erindi frá skrifstofustjóra og sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2021 nr. 29-31.

2201015

Viðaukar nr. 29-31.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 7.500.000 vegna hækkunar á kostnaðarhlutdeild Hvalfjarðarsveitar í Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar en kostnaðurinn færist á deild 07023, lykil 5947. Auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 30 við fjárhagsáætlun ársins 2021 þar sem áður samþykktur viðauki nr. 11 að fjárhæð 33mkr. er felldur niður þar sem kaup á slökkvibíl gengu ekki eftir á árinu 2021 en 33mkr. bakfærast á deild 32051, lykil 7327 en útgjaldalækkunin hefur í för með sér hækkun á handbæru fé.

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 31 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð 650þús.kr. vegna nemendakostnaðar er færist á deild 04026, lykil 5943 en auknun útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Beiðni um lausn frá störfum sem fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar.

2112015

Erindi frá 342. fundi sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar.
Sveitarstjórn frestaði tilnefningu nýs fulltrúa á 342. fundi sveitarstjórnar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fulltrúi Hvalfjarðarsveitar í Menningar- og safnanefnd Akraneskaupstaðar verði María Ragnarsdóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Umsögn um áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138-2011.

2201007

Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Erindið er framlagt.

9.Samningur við slökkvilið höfuðborgarsvæðisins.

2201008

Tilkynning frá Akraneskaupstað um endurnýjun samnings slökkviliðs Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar.
Framlagðir samningar milli Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins og Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Samningar gera ráð fyrir gagnkvæmri aðstoð og aðstoð vegna mengunaróhappa. Samningarnir voru undirritaðir í maí 2021 og samþykktir í skipulags-og umhverfisráði og bæjarráði Akranes í nóvember sama ár. Endanlega voru þeir samþykktir á fundi bæjarstjórnar Akraness 14. des. sl.

Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar þakkar fyrir að hafa fengið fyrrgreinda samninga til kynningar. Hún telur þó æskilegt og eðlilegra að þeir hefðu verið sendir sveitarfélaginu fyrr til kynningar svo hægt hefði verið að koma með athugasemdir/ábendingar vegna þeirra á framfæri. Ýtir það undir skoðun sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar að æskilegt sé fyrir sveitarfélögin að sameinast um eina yfirstjórn yfir slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar líkt og mörg önnur sveitarfélög hafa gert þar sem samstarf er um rekstur og er í því sambandi hægt að benda á sameiginlegan rekstur sveitarfélaganna um Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.124. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2112035

Fundargerð ásamt fylgigögnum.
Fundargerðin er framlögð.

11.171. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2112029

Fundargerð ásamt eftirlitsskýrslu.
Fundargerðin er framlögð.
Fylgiskjöl:

12.172. fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands.

2201005

Fundargerð.
Fundargerðin er framlögð.
Fylgiskjöl:

13.904. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2112023

Fundargerð.
Fundargerðin er framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 15:21.

Efni síðunnar