Fara í efni

Sveitarstjórn

340. fundur 09. nóvember 2021 kl. 15:00 - 15:38 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Jóna Björgvinsdóttir 2. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Brynja Þorbjörnsdóttir og Helgi Magnússon boðuðu forföll.

1.Sveitarstjórn - 339

2110008F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tók DO.

2.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 8

2110007F

Fundargerðin framlögð.

3.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148

2110010F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagðar breytingar á gjaldskrá um sorphirðun og urðun sorps í Hvalfjarðarsveit.
    Guðný Tómasdóttir starfsmaður skrifstofu Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að breyttri gjaldskrá fyrir sorphirðu og urðun sorps í Hvalfjarðarsveit og að ný gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2022."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148 Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja endurskoðaða gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit.
    Guðný Tómasdóttir starfsmaður skrifstofu Hvalfjarðarsveitar sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að breyttri gjaldskrá fyrir hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit og að ný gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2022."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að stofna lóðirnar við Lyngmel 2,2a,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 og 16. sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.

    Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóða nr. 2,2a,4,5,6,7,8,9,10,11,12,13,14,15 og 16 við Lyngmel enda eru lóðirnar í samræmi við gildandi deiliskipulag."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila samruna og skiptingu lands á milli Litla-lambhagalands (133640) og Eiðisvatns I (207940). Litla-lambhagaland verður eftir breytingar 36.652,8m² og Eiðisvatn I verður 18.925,7m².

    ÁH vék að fundi undir þessum lið.
    Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir samruna og skiptingu lands á milli Litla-Lambhagalands, L133640 og Eiðisvatns 1, L207940. Litla-Lambhagaland verður eftir breytingar 36.652,8m² og Eiðisvatn 1 verður 18.925,7m²."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila færslu á innkeyrslu lóðar og einnig að heimila útitröppur út fyrir byggingarreit við Krossvelli 4 í samræmi við byggingarleyfi fyrir Krossvelli 2.

    Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að heimila færslu á innkeyrslu lóðar við Krossvelli 4 og einnig að heimila útitröppur út fyrir byggingarreit við Krossvelli 4 í samræmi við byggingarleyfi fyrir Krossvelli 2."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd hafnar erindinu vegna þess að umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi.

    Arnar Skjaldarson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn staðfestir ákvörðun nefndarinnar um höfnun erindisins þar sem umsóknin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila útgáfu á byggingarleyfi og að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila útgáfu á byggingarleyfi og að falla frá grenndarkynningu þar sem um óverulegt frávik er að ræða og hagsmunir nágranna skerðast í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd fagnar frumkvæði Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs að verkefninu og leggur til við sveitarstjórn að jákvæð umsögn verði veitt. Verkefnið fellur vel að endurskoðun Aðalskipulags 2020 - 2032.


    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir með USN nefnd og fagnar frumkvæði Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs að verkefninu og samþykkir að fela sveitarstjóra að rita undir umsögn sveitarfélagsins vegna umsóknarinnar enda fellur verkefnið vel að endurskoðun Aðalskipulags 2020-2032 og að heildarmynd ferðamannastaða í sveitarfélaginu."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 148 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að farið verði í deiliskipulagsbreytingu á Háamel 1 þar sem íbúðum verði fjölgað úr þremur í fjórar. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að heimila að farið verði í deiliskipulagsbreytingu á Háamel 1 þar sem íbúðum verði fjölgað úr þremur í fjórar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Mannvirkja- og framkvæmdanefnd - 43

2110009F

Fundargerðin framlögð.
GJ fór yfir helstu atriði fundarins.

5.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 28

2110011F

Fundargerðin framlögð.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 28 Mikill áhugi er hjá miðstiginu og félagsmiðstöðin 301 almennt mjög vel sótt. Nefndin telur mjög mikilvægt að efla og styðja við félagsstarfið á miðstiginu og felur frístundafulltrúa að yfirfara þann lið í fjárhagsáætlun svo opið hús verði þrjú skipti í mánuði hér eftir. Rétt er að geta þess að núna í haust hefur opið hús verið tvisvar í mánuði vegna starfsmannamála en það horfir til betri vegar.

    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að opið hús hjá félagsmiðstöðinni 301 verði framvegis í þrjú skipti í mánuði hjá miðstiginu og fjármagn verði tryggt skv. tillögu frístundafulltrúa.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar en fjármagn hefur nú þegar verið tryggt til verkefnisins."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 28 Nefndin ræddi erindi UNICEF en afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi. Ákveðið er að leggja til við sveitarstjórn að sótt verði um þátttöku í verkefninu árið 2023 og undirbúningur hefjist haustið 2022.

    Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir að skoðað verði með þátttöku í verkefninu haustið 2022."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 28 Nefndin skoðaði heimasíður þeirra sveitarfélaga sem innihalda áberandi flýtileið til að tilkynna til barnaverndar.

    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að þessar viðbætur verði settar á heimasíðuna í samráði við félagsmálastjóra.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og félagsmálastjóra úrvinnslu málsins en nú þegar hefur farið fram fundur með Stefnu, þjónustuaðila heimasíðu sveitarfélagsins, þar sem m.a. útfærsla þessa var rædd."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Erindi frá foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar

2109017

Erindi frá 339. sveitarstjórnarfundi Hvalfjarðarsveitar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir á grundvelli framlagðs kostnaðarmats, eftirfarandi breytingar frá og með 1. janúar 2022:
Að heimila fjölgun opnunardaga Frístundar Heiðarskóla úr fjórum dögum í fimm daga og að Frístundin verði opin á skertum skóladögum (skv. skóladagatali). Að starfsemi Frístundar Heiðarskóla verði lengd, þ.e. vari tvær vikur að vori eftir skólaslit og tvær vikur að hausti fyrir skólasetningu. Breytingar á akstursáætlun, að skólabíll bæti við einni stoppistöð á Akranesi, við gamla pósthúsið við Kirkjubraut. Sveitarstjórn felur skólastjóra Heiðarskóla afgreiðslu málsins og að gert verði ráð fyrir auknum kostnaði í fjárhagsáætlun ársins 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók DO.

7.Ungmennaráð Vesturlands

2102010

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi um tilnefningu fulltrúa í Ungmennaráð Vesturlands.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Bjarka Rúnar Ívarsson sem fulltrúa Hvalfjarðarsveitar í Ungmennaráð Vesturlands."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti.

2110005

Erindi frá 338. sveitarstjórnarfundi Hvalfjarðarsveitar.
Erindið var tekið til umfjöllunar á vinnufundi sveitarstjórnar þar sem lagt var upp með að hvert framboð ætti fulltrúa í starfshópi sem skipaður yrði um endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins.

Að loknu því samtali og niðurstöðu þess leggur oddviti fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að mynda starfshóp til að gera tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins, í starfshópnum verði sveitarstjórnarfulltrúarnir Helga Harðardóttir og Björgvin Helgason."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Gjaldskrá - Hundahald í íbúakjörnum í Hvalfjarðarsveit.

2111011

Endurskoðun.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttri gjaldskrá fyrir hundahald í íbúakjörnum í Hvalfjarðarsveit og að ný gjaldskrá taki gildi 1. janúar 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Gjaldskrá - Ljósleiðari í Hvalfjarðarsveit.

2111010

Endurskoðun.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breyttri gjaldskrá og reglum ljósleiðara Hvalfjarðarsveitar og að ný gjaldskrá og reglur taki gildi 1. janúar 2022."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Beiðni um styrk vegna jólaúthlutunar Mæðrastyrksnefndar Akraness.

2110049

Erindi frá Mæðrastyrksnefnd Akraness sem úthlutar jafnframt í Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að styrkja jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness um kr. 150.000 en nefndin þjónar Akraneskaupstað, Hvalfjarðarsveit og Borgarbyggð."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Tilnefning fulltrúa sveitarfélags vegna innleiðingar laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.

2111001

Erindi frá Félagsmálaráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar, Freyju Þöll Smáradóttur, sem fulltrúa sveitarfélagsins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Innleiðing hringrásarkerfis.

2102005

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt og vísað til umfjöllunar hjá USN nefnd.

14.Viðmiðunarlaunatafla fyrir fulltrúa í sveitarstjórnum.

2110050

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt og vísað til vinnu starfshóps um endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins.

15.Námskeiðið - Loftslagsvernd í verki.

2111006

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt og vísað til USN nefndar.

16.Leikskóli sem menntastofnun - Ályktun bæjarráðs Árborgar um leikskólamál.

2111007

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt og vísað til umfjöllunar hjá Fræðslunefnd.

17.901. og 902. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2111005

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

Fundi slitið - kl. 15:38.

Efni síðunnar