Fara í efni

Sveitarstjórn

205. fundur 13. október 2015 kl. 16:10 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Arnheiður Hjörleifsdóttir varaoddviti
 • Hjördís Stefánsdóttir ritari
 • Jónella Sigurjónsdóttir vararitari
 • Stefán Ármannsson aðalmaður
 • Daníel Ottesen aðalmaður
 • Ólafur Ingi Jóhannesson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Skúli Þórðarson sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti setti fundinn og bauð sveitarstjórnarmenn velkomna til fundar og síðan var gengið til áður boðaðrar dagskrár.

Oddviti leitaði afbrigða um að taka fyrst á dagskrá fundarins 7. lið skv. útsendu fundarboði og var það samþykkt.

Ása Helgadóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 204

1509004F

Fundargerð framlögð.

2.Fræðslu- og skólanefnd - 121

1509005F

Fundargerð framlögð.
DO fór yfir og skýrði einstök atriði fundargerðarinnar.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 121 Nefndin samþykkir starfsáætlun Skýjaborgar 2015-2016. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir framlagða Starfsáætlun Skýjaborgar 2015-2016."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fræðslu- og skólanefnd - 121 Nefndin samþykkir skólanámskrá leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar. Nefndin vill hrósa þeim sem komu að vinnu námskrárinnar sem er faglega unnin með aðkomu allra hagsmunaaðila. Bókun fundar Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar staðfestir framlagða skólanámskrá leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
  HS situr hjá við afgreiðsluna.

3.Frístundabyggð við Kjarrás

1510002

Erindi frá Félagi landeigenda í Glammastaðalandi, dagsett 1. október 2015.
Fram lögð tvö erindi fulltrúa sumarhúsaeigenda í Kjarrási þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarstjórnar til annars vegar lagningu vegar, botnlanga og stíga sbr. gildandi deiliskipulag svæðisins og hins vegar til lagningar vatnsveitu sbr. gildandi deiliskipulag svæðisins.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra og starfsfólki tæknideildar að svara erindunum í samráði við formann USN-nefndar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Þátttaka Hvalfjarðarsveitar í þáttaröðinni "Að vestan"

1510007

Erindi frá N4.
HS tók til máls og lýsti yfir vanhæfi sínu við afgreiðslu erindisins vegna fjölskyldutengsla við framkvæmdastjóra N4 og vék hún af fundinum.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka þátt í verkefninu og að kostnaði verði mætt á árinu 2016."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.
Að afgreiðslu lokinni tók HS aftur sæti á fundinum.

5.Tilboð í rannsóknarboranir, hitastigulsholur á Gröf og Eyri/Kambshól.

1510015

Frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða og Árna Hjaltasyni.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að taka tilboði frá Ræktunarsambandi Flóa- og Skeiða í umrætt verk. Tilboðsfjárhæðin er alls kr. 7.991.254- með vsk. m.v. 8 rannsóknarholur."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Beiðni um breytingu á veðleyfi.

1510018

Erindi frá Ólafi Þorsteinssyni.
Oddviti bar upp eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að veita Ólafi Þorsteinssyni Ósi I umbeðið veðleyfi og að lán frá fyrrum Skilmannahreppi færist á 4. veðrétt."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Rekstrar- og efnahagsyfirlit janúar-ágúst 2015.

1510010

Frá fjármálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Kristjana H. Ólafsdóttir, fjármálastjóri fór yfir og kynnti helstu niðurstöður í framlögðu rekstrar- og efnahagsyfirliti janúar-ágúst 2015.
AH óskaði upplýsinga um stöðu hreinlætismála og hreinsunarátaks.
Fjármálastjóri tók til máls og sagðist ætla að taka saman minnisblað um stöðu málaflokksins og senda á sveitarstjórnamenn.

8.Ágóðahlutagreiðsla 2015.

1510019

Frá Brunabót, dagsett 6. október 2015.
Lagt fram til kynningar.
Ágóðahlutdeild Hvalfjarðarsveitar er kr. 607.000-

9.Mál yfirfasteignamatsnefndar nr. 13/2015, Hurðarbak, lnr. 133186.

1509053

Frá Yfirfasteignamatsnefnd.
Bréf lagt fram til kynningar.

10.18. fundur menningar- og safnanefndar.

1509049

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.16. aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands.

1510020

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Skýrsla sveitarstjóra.

1502013

Skúli Þórðarson, sveitarstjóri gerði grein fyrir helstu störfum sínum frá síðasta reglulega fundi sveitarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar