Fara í efni

Sveitarstjórn

337. fundur 28. september 2021 kl. 15:00 - 15:29 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marteinn Njálsson aðalmaður
  • Helgi Magnússon 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Brynja Þorbjörnsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 336

2109004F

Fundargerðin framlögð.

2.Menningar- og markaðsnefnd - 25

2109001F

Fundargerðin framlögð.

3.Fræðslunefnd - 32

2109005F

Fundargerðin framlögð.

EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku DO og EÓG.

4.Tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2021 nr. 18-24.

2109038

Viðaukar nr. 18-24.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 18 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 9.587.652 er færast til tekna á deild 28002, lykil 0380 vegna ófyrirséðrar arðgreiðslu frá Faxaflóahöfnum, tekjuaukinn færist til hækkunar á handbæru fé.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 19 við fjárhagsáætlun ársins 2021 um tilfærslu fjármuna milli deilda í eignasjóði en kr. 4.010.000 verða færðar á deild 31058, lykil 4620 af deildum 31090, lykli 5971 kr. 1.436.592 og af deild 31022, lykli 4620 kr. 2.573.408.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 20 við fjárhagsáætlun ársins 2021 um tilfærslu fjármuna milli deilda vegna breytinga á málefnum fatlaðra, þ.e. ekki er um útgjaldaaukningu að ræða en kr. 30.013.181 verða færðar af deild 00006, lykli 00001 og á deild 02056, lykil 5118.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 21 við fjárhagsáætlun ársins 2021 um tilfærslu fjármuna milli deilda vegna starfa á tæknideild, þ.e. ekki er um útgjaldaaukningu að ræða en kr. 5.203.000 verða færðar á deild 09007, lykla 1110, 1810, 1820 og 4980 af deildum 05031, lykli 4391 kr. 1.500.000 og af deild 21040, lykli 4980 kr. 3.703.000.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 22 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 3.472.529 vegna starfa við Herdísarholt en fjárhæðin færist á deild 02057, lykla 1135, 1210, 1235, 1810, 1816, 1820, 1910 og 1940 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 23 við fjárhagsáætlun ársins 2021 að fjárhæð kr. 46.667.000 er færast til tekna á deild 31021, lykil 0910 vegna sölu á Fannahlíð, tekjuaukinn færist til hækkunar á handbæru fé.

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 24 við fjárhagsáætlun ársins 2021 en um er að ræða lækkun fjárfestingar að fjárhæð kr. 23.000.000 á deild 32051, lykli 7429 vegna framkvæmda á vegum Vatnsveitufélagsins sem ljóst er að verða ekki á árinu, breytingin leiðir til hækkunar á handbæru fé."

Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Ljósleiðari - Sala á gagnaveitu.

1905037

Erindi frá Mílu.
Framlagt er erindi Mílu þar sem fram kemur að fyrirtækið hefur áhuga á að taka upp þráðinn í viðræðum um kaup á ljósleiðarakerfi sveitarfélagsins.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og samþykkir í samræmi við bókun 306. sveitarstjórnarfundar að fela sveitarstjóra að hefja undirbúning að rafrænni íbúakosningu á sölu ljósleiðarakerfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Fjárhagsáætlun - Tillögur frá fulltrúum Íbúalistans.

2109036

Erindi frá Íbúalistanum.
Framlagðar tilllögur fulltrúa Íbúalistans vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2022-2026.

Fjárhagsáætlun - Tillögur frá fulltrúum Íbúalistans:

1. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að hafinn verði undirbúningur fyrir stækkun á leikskólanum Skýjaborg. Meðfram þeirri íbúaþróun sem við erum að sjá og gerum ráð fyrir á næstu árum hvað varðar fjölgun íbúðahúsalóða í Melahverfi og auknum áhuga fólks að byggja í dreifbýli má gera ráð fyrir fjölgun íbúa á næstu árum. Nú þegar má gæta áhrifa uppbyggingar þegar litið er til leikskólans, en ekki vantar mikið upp á að hann verði fullur. Tryggja þarf fjármagn til að hefja undirbúningsvinnu fyrir stækkun á leikskólanum. Mikilvægt er að hefja þessa vinnu sem allra fyrst.

2. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að hækka íþrótta- og tómstundastyrk í 90 þúsund krónur á ári fyrir börn 0-18 ára. Í ljósi þess að börn í Hvalfjarðarsveit þurfa að leita til nágrannasveitarfélaga til íþróttaiðkunar og foreldrar verja miklum tíma og fjármunum vegna aksturs sem kemur til vegna þessa, leggjum við það til að íþrótta- og tómstundastyrkurinn verði hækkaður í 90 þúsund krónur á barn á ári. Íþrótta og tómstundaiðkun er besta forvörnin.

3. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að Hvalfjarðarsveit gefi öllum nýburum í sveitarfélaginu Nýburapakka. Í þessum pakka getur verið nokkrir hlutir sem nýtist nýja barninu fyrstu mánuðina, sem dæmi má t.d. telja upp taubleiur, samfellur, sokkabuxur, snuð og ýmislegt fleira. Nokkur sveitarfélög hafa farið þessa leið til að bjóða minnstu íbúana velkomna. Sveitarfélagið getur leitast til við að fara í samstarf með fyrirtækjum og félagasamtökum á svæðinu um að útvega varning til að setja í pakkann.

4. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að heimagreiðslur til foreldra verði hækkaðar. Samhliða uppbyggingu í Hvalfjarðarsveit má gera ráð fyrir íbúafjölgun og þar með verði fjölgun á börnum, því er útlit fyrir að von bráðar verði biðlisti á leikskólann og því brýnt að bregðast fljótt við. Á meðan úrræðin fyrir barnafjölskyldur eru af skornum skammti þarf sveitarfélagið að bregðast við og hækka heimagreiðslurnar til fjölskyldna svo annað foreldrið eigi kost á að vera heima með barnið þangað til það kemst inn á leikskólann.

5. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að tryggt verði fjármagn fyrir leikjanámskeiði eða frístund fyrir börn 6-9 ára á sumrin. Tryggja þarf nægilegt fjármagn til að geta haldið úti leikjarnámskeiði eða frístund fyrir 6-9 ára börn í a.m.k. 7-8 vikur yfir sumarið. Samfélagið er að breytast, er að færast frá því að vera mikið bændasamfélag yfir í meiri fjölbreytni. Fólk stundar meira vinnu frá heimili og það vantar úrræði fyrir börnin yfir sumartímann.

6. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði verði lækkaður vegna hækkunar á fasteignamati fyrir íbúðarhúsnæði í Hvalfjarðarsveit.

7. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að brunavarnir í Hvalfjarðarsveit verði efldar. Koma þarf upp brunahönum víðsvegar um sveitarfélagið. Tryggja þarf fjármagn til að hefja vinnu við þarfagreiningu og til að koma upp fyrstu brunahönunum.

8. Fulltrúar Íbúalistans leggja til að farið verði í að endurskoða umferðaröryggi í Melahverfi. Ljóst er að blikkljósin sem sett voru upp eru ekki að virka sem skildi. Brýnt er að huga að öðrum lausnum til að hægja á umferð í hverfinu. Tryggja þarf fjármagn í þá framkvæmd sem farið verður í.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa tillögunum til gerðar fjárhagsáætlunar og þá til viðkomandi nefnda sem með málefnin hafa að gera."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku EÓG og DO.

7.Deiliskipulagsbreyting-Vestri Leirárgarðar.

2102006

Beiðni um endurupptöku ákvörðunar 331. sveitarstjórnarfundar dags. 8. júní sl. á nýju deiliskipulagi dags. 2. febrúar 2021.
Á 141. fundi Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefndar þann 1. júní sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: "Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd telur að ekki séu nægilega veigamiklar ástæður fyrir því að breyta
núgildandi deiliskipulagi að Vestri-Leirárgörðum þannig að hin umrædda skipulagskvöð um umferðarrétt verði felld úr gildi. Vegna hagsmuna allra þeirra aðila sem eiga þátt í málinu verði að ná samkomulagi um breytingu á akstursleiðinni áður en hægt sé að samþykkja hið framlagða deiliskipulag. Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að hafna deiliskipulagstillögunni."

Á 331. fundi sveitarstjórnar þann 8. júní sl. var eftirfarandi bókun samþykkt: "Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar og samþykkir að hafna framlagðri deiliskipulagstillögu."

Í erindi lögmanns eigenda Vestri-Leirárgarða til sveitarfélagsins, dags. 10. ágúst sl., var farið fram á að sveitarstjórn tæki framangreinda ákvörðun sína frá 8. júní sl. upp í samræmi við 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Í bréfinu vísar lögmaðurinn til þess að ákvörðunin hafi byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik, sbr. 1. tl. 1. mgr. 24. gr. laganna.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn telur að fyrri ákvörðun sín í málinu frá 8. júní sl. hafi ekki byggst á ófullnægjandi eða röngum upplýsingum um málsatvik.
Ákvörðun sveitarstjórnar var byggð á því að ekki væru fyrir hendi skipulagslegar ástæður til að breyta núgildandi deiliskipulagi.
Taldi sveitarstjórn að forsendur fyrir lögmætri skipulagskvöð sem hvíli á jörðinni Vestri-Leirárgarðar hefðu ekki breyst frá því sem var þegar gildandi deiliskipulag var sett.
Sveitarstjórn telur því ekki að ófullnægjandi eða rangar upplýsingar hafi legið fyrir um málsatvik þegar umrædd ákvörðun var tekin.
Þá telur sveitarstjórn að skipulagskvaðir um gegnumakstur um eignaland séu eðli málsins skv. settar vegna hagsmuna annarra en landeigenda.
Því sé eðlilegt að litið sé til slíkra hagsmuna þegar tekin er ákvörðun um að fella slíka skipulagskvöð niður.

Beiðni um endurupptöku málsins, með vísan til 1. tl. 1. mgr. 24. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993, er synjað."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum, JH sat hjá.

Til máls tóku JH og EÓG.

Marteinn Njálsson vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins. Jóhanna Harðardóttir, varamaður, tók sæti Marteins undir þessum lið.

8.Innleiðing Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í íslenskum sveitarfélögum, stuðningsverkefni frá hausti 2021 til vors 2022.

2109027

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Erindið framlagt.

9.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

2109037

Fundarboð.
Lagt fram til kynningar.
Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri mun sitja fundinn fyrir hönd Hvalfjarðarsveitar.

10.Styrktarbeiðni vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands.

2109035

Erindi frá Sambandi borgfirska kvenna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Samband borgfirskra kvenna um kr. 100.000 vegna Landsþings Kvenfélagasambands Íslands sem haldið verður á Hótel Borgarnesi 15.-17. október nk."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2021.

2109018

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fundarboð á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga framlagt. Kjörnir fulltrúar og starfsmenn eru hvattir til að skrá sig eða taka þátt í ráðstefnunni með rafrænum hætti.

12.Álit umboðsmanns Alþingis nr. 10593-2020 er varðar úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna stjórnsýslukæru nr. 90-2018.

2108015

Erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.
Erindið framlagt.

13.Erindi um skólaakstur í Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar.

1810038

Bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti.
Erindið framlagt.
Sveitarstjórn lýsir ánægju með að ráðuneytið fellst á sjónarmið sveitarfélagsins varðandi skyldur þess um skólaakstur milli lögheimilis og skóla og að búseta í frístundabyggð sé óheimil.

14.121. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2109019

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:29.

Efni síðunnar