Fara í efni

Sveitarstjórn

135. fundur 09. október 2012 kl. 16:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Sigurður Sverrir Jónsson
  • Ása Helgadóttir
  • Sævar Ari Finnbogason
  • Hallfreður Vilhjálmsson
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir
  • Stefán Ármannsson
  • Brynjar Ottesen 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Sigurður Sverrir Jónsson oddviti, setti fundinn og bauð menn velkomna til fundar og var síðan gengið til áður boðaðrar dagskrár. Oddviti leitaði afbrigða að taka nýtt mál 1210028 kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu á dagskrá, samþykkt samhljóða og að fá heimild til þess að taka lið 10 rekstraryfirlit fyrst á dagskrá, Samþykkt samhljóða.
Launa- og fjármálafulltrúi (KHÓ) undir lið 10. 1210020. Að auki sat sveitarstjóri(LJ) fundinn ritaði fundargerð.

1.Sveitarstjórn - 134

1209003F

SSJ gerði grein fyrir lið 6, mál 1209033 frá Akraneskaupstað vegna hugmynda um atvinnuþróunarfélag. Fundargerðin framlögð.

2.10. fundur menningar- og atvinnuþróunarnefndar.

1210011

LJ ræddi lið 2 IPA styrkumsóknir og gerði grein fyrir umræðum varðandi styrkumsóknir. AH spurðist fyrir varðandi styrkumsóknir. HV ræddi lið 2 IPA styrkir og óskaði eftir kynningu frá SSV varðandi erindið. SAF ræddi lið 2 IPA styrki, sóknaráætlun 2020 og umræður frá aðalfundi SSV. LJ svaraði fyrirspurnum. SSJ lagði til að vísa lið 6 til fjárhagsáætlunar fyrir árið 2013. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0. Fundargerðin framlögð.

3.30. fundur fjölskyldunefndar.

1210012

Fundargerðin framlögð

4.93. fundur fræðslu- og skólanefndar.

1210024

ÁH fór yfir efnisatriði fundargerðarinnar. AH ræddi lið 2 varðandi lóð og mötuneyti leikskóla. ÁH fór yfir hugmyndir varðandi úrbætur. LJ gerði grein fyrir viðhaldi, úrbótum og að verið er að vinna kostnaðaráætlun. AH ræddi skýrslu Heilbrigðiseftirlits og ábendingar varðandi úrbætur. SAF ræddi mötuneyti beggja skóla. Fundargerðin framlögð.

5.11. fundur starfshóps um hitaveituvæðingu kaldra svæða.

1210025

HV óskaði eftir upplýsingum varðandi lið 2. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SÁ ræddi fundargerð og að hann vék af fundi að afloknum fyrsta lið. Fundargerðin framlögð.

6.Kosning varamanns í fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands.

1210026

Kjósa þarf 2. varamann í fulltrúaráðið. Nú þegar er búið að kjósa Björgvin Helgasson sem varamann.
Tillaga um Helga Pétur Ottesen. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

7.Umferð stórra ökutækja í Melahverfi.

1210007

Erindi frá Petrínu Ottesen og Hlyni Sigurbjörnssyni, dagsett 25. september 2012.
SAF gerði grein fyrir íbúafundi með íbúum í Melahverfi sem haldinn var 4. október, bréfritarar mættu á þann fund, farið var yfir erindið þar. Lagði til að vísa erindinu til umfjöllunar í USN nefnd. HV ræddi erindið og deiliskipulag Melahverfis. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum. ÁH ræddi íbúafundinn og þakkaði fyrir íbúafundinn. HV svaraði fram komnum ábendingum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

8.Sala eigna, Skólastígur 1

1210009

Kauptilboð frá Fasteignamiðlun Vesturlands ehf. fyrir Viktor Örn Guðmundsson.
LJ gerði grein fyrir tilboði og lagði til að taka kauptilboðinu sem fyrir liggur. SÁ ræddi númer á húsum við Skólastíg. HV benti á upplýsingar í söluyfirlit lýsing sem vert er að skoða varðandi leikskóla- og fæðisgjöld. SAF ræddi söluna, gerði grein fyrir atkvæði sínu og benti á uppsafnaða viðhaldsþörf. Tillaga um að sveitarstjóri gangi frá sölunni m. v. fyrirliggjandi tilboð. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

9.Breyting á skilmálum láns.

1210010

Erindi frá Faxaflóahöfnum, dagsett 28. september 2012.
SSJ lagði til að samþykkja breytingu á skilmálunum. Tillagan samþykkt samhljóða 7-0.

10.Fyrirmæli og leiðbeiningar um meðferð kjörskrárstofna frá Þjóðskrá vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20/10´12.

1210028

Kjörskrá liggur frammi.
SSJ lagði til að gera hlé til þess að fara yfir kjörskrá. Samþykkt. Að afloknu hléi. Sveitarstjórn samþykkir kjörskránna með áorðnum breytingum 7-0. Kjörskrá liggur frami á skrifstofu Hvalfjarðarsveitar á opnunartíma fram að kjördegi.

11.Rekstraryfirlit janúar - ágúst 2012.

1210020

KHÓ gerði grein fyrir yfirlitinu. Erindið framlagt.

12.Fjárhagsáætlun 2013.

1206045

LJ gerði grein fyrir vinnu við fjárlagagerð. AH ræddi ábyrgð sveitarstjórnar varðandi fjárhagsáætlun og hugmyndir um núllgrunnsáætlun. Og ræddi rammaáætlun fyrir skólann. LJ svaraði fram komnum ábendingum. Erindið framlagt.

13.Öryggismál í sumarhúsabyggðinni Kambshólslandi.

1208015

Samantekt frá fundi með fulltrúum sumarhúsabyggða í Hvalfjarðarsveit.
LJ gerði grein fyrir minnisblaðinu og umræðum á fundinum. AH ræddi ljósleiðaravæðingu í sumarhúsabyggðunum, sorphreinsun skv. rekstraryfirliti, fundarboð og að sveitarstjórn var ekki boðuð til fundarins. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum varðandi ljósleiðaravæðingu, öryggis- myndavélar, öryggishlið, reiðleiðir. SSJ ræddi umferð hestamanna um sumarhúsalöndin. SÁ ræddi reiðumferð um merktar reiðleiðir. SSJ ræddi merkingar reið- og gönguleiða í aðalskipulagi. SAF svaraði fram komnum fyrirspurnum varðandi reið- og gönguleiðir. SSJ kom með fyrirspurn varðandi reið- og gönguleiðir. SÁ ræddi reiðvegi í aðalskipulagi. SAF svaraði fyrirspurnum. AH ræddi skipulag reið- og gönguleiða og fundarboðun. LJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. Erindið framlagt.

14.Fasteignamat 2013.

1207005

Frá Þjóðskrá Íslands, skýrsla um fasteignamat 2013. Skýrslan liggur frammi.
Erindið framlagt

15.Fyrirspurn um málstefnu sveitarfélaga skv. 130. gr. sveitarstjórnarlaga.

1210006

Frá innanríkisráðuneytinu, dagsett 21. september 2012. Svarbréf sveitarstjóra.
Erindið framlagt

16.Verkefni í Fíflholtum, gjaldskrábreyting og nýtt starfsleyfi.

1210016

Erindi frá Sorpurðun Vesturlands, dagsett 21. september 2012. Þegar sent til form. USN nefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

17.Brunavarnaáætlun 2012- 2016.

1210019

Fyrir starfssvæði Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Liggur frammi.
ÁH benti á athugasemdir varðandi brunahana og lagfæringar. Óskaði eftir að málið verði tekið til umfjöllunar í USN nefnd. LJ svaraði fram komnum athugasemdum. Erindið framlagt

18.Almenningssamgöngur í Hvalfjarðarsveit.

1209014

Minnisblað vegna fundar með fulltrúum Vegagerðarinnar og fl., 3. október 2012.
LJ gerði grein fyrir umræðum á fundinum. Fór yfir fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar í Hvalfjarðarsveit á árinu 2013. HV ræddi efni minnisblaðsins varðandi Strætóbiðstöð og vegaframkvæmdir. SSJ svaraði fram komnum fyrirspurnum. SAF gerði grein fyrir umræðum um Strætóbiðstöð á íbúafundi í Melahverfi. AH ræddi minnisblaðið og fundarboðun. ÁH svaraði að hún situr í nefnd á vegum SSV varðandi almenningssamgöngur. SSJ svaraði fram komnum athugasemdum. HV svaraði fram komnum athugasemdum. AH ræddi fram komnar athugasemdir. Erindið framlagt.

19.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hyggst hefja umfjöllun um 89. þingmál, vernd og orkunýting landsvæða (rammaáætlun)

1210003

Frá Alþingi, þegar sent form. USN nefndar og skipulags- og byggingarfulltrúa Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

20.Frumvarp til laga um kosningar til Alþingis og kosningar til sveitarstjórna (aðstoð við atkvæðagreiðslu), 180. mál.

1210004

Frá Alþingi, þegar sent til form. kjörnefndar.
Erindið framlagt

21.Frumvarp til laga um lækningatæki (aukið eftirlit, skráning o.fl.,EES-reglur), 67. mál.

1210014

Frá Alþingi, þegar sent til form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

22.Frumvarp til laga um barnaverndarlög ( frestun tilfærslu heimila og stofnana fyrir börn), 65. mál.

1210015

Frá Alþingi, þegar sent til form. fjölskyldunefndar og félagsmálastjóra Hvalfjarðarsveitar.
Erindið framlagt

23.101. fundur Faxaflóahafna.

1210017

HV benti á að Ása Helgadóttir sat þennan fund. Fundargerðin framlögð

24.91. fundur stjórnar SSV, 1. október 2012.

1210027

Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Efni síðunnar