Fara í efni

Sveitarstjórn

321. fundur 12. janúar 2021 kl. 15:00 - 15:25 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Sveitarstjórn - 319

2012001F

Fundargerðin framlögð.

2.Sveitarstjórn - 320

2012002F

Fundargerðin framlögð.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 20

2012004F

Fundargerðin framlögð.
HH fór yfir helstu atriði fundarins.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 20 Lagt er til að grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 9. gr. reglna um fjárhagsaðstoð verði hækkuð úr 178,985 kr. í 186,750 kr.

    Nefndin vísar afgreiðslu málsins til samþykktar hjá sveitarstjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar einstaklings skv. 1. mgr. 9. gr. reglna um fjárhagsaðstoð, fjárhæðin verði hækkuð úr 178.985 kr. í 186.750 kr."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 128

2011005F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.

5.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 129

2012003F

Fundargerðin framlögð.
DO fór yfir helstu atriði fundarins.
Til máls tók LBP.
  • 5.3 1908039 Deiliskipulag-Móar
    Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 129 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd tekur undir athugsemdir og ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands.
    Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 40. og 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
    Umhverfis-, skipulags- og náttúrverndarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn tekur undir bókun nefndarinnar varðandi athugasemdir og ábendingar frá Heilbrigðiseftirliti Vesturlands vegna deiliskipulagsins. Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 129 Umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir upplýsingaskilti við Hallgrímskirkju í Saurbæ.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að veita framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar upplýsingarskiltis við Hallgrímskirkju í Saurbæ."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Tillaga að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554-2013 ásamt erindisbréfum fastanefnda og starfsreglna ungmennaráðs.

2005007

Tillaga að breytingu samþykkta um stjórn Hvalfjarðarsveitar-fyrri umræða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að erindisbréfum fastanefnda og starfsreglum ungmennaráðs. Ennfremur samþykkir sveitarstjórn að vísa framlögðum tillögum að breytingum á Samþykkt um stjórn Hvalfjarðarsveitar nr. 554/2013 með síðari breytingum til síðari umræðu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Reglur um birtingu skjala með fundargerðum á vef Hvalfjarðarsveitar.

2101008

Erindi frá sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að reglum um birtingu skjala með fundargerðum á vef Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

8.Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2021.

2101006

Erindi frá skrifstofustjóra og sveitarstjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu skrifstofustjóra og sveitarstjóra um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega í Hvalfjarðarsveit á árinu 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Tillögur um viðauka við fjárhagsáætlun Hvalfjarðarsveitar 2020 nr. 27 og 28.

2101009

Viðaukar nr. 27 og 28.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir viðauka nr. 27 við fjárhagsáætlun ársins 2020 um tilfærslu fjárheimilda milli deilda vegna kaupa á skrifstofubúnaði og námskeiði í kjölfar ráðningar nýs félagsmálastjóra, ekki er um aukafjárveitingu að ræða þar sem lækkun útgjalda er á deild 02204, lykli 5918 en aukin útgjöld færast á deild 02002, lykla 5851, 5852 og 5853.

Sveitarstjórn samþykkir viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun ársins 2020, aukafjárveitingu á deild 04027, lykil 1110 vegna afleysinga í langtímaveikindum, auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Starfsmannamál.

2101005

Aðalbókari sveitarfélagsins hefur tilkynnt um starfslok sökum aldurs.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa 80% starf aðalbókara. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að fela sveitarstjóra, Björgvini Helgasyni og Brynju Þorbjörnsdóttur að meta umsóknir, taka viðtöl við umsækjendur og leggja fyrir sveitarstjórn tillögu um ráðningu aðalbókara hjá Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Háimelur 6 - Lóðarleigusamningur

2010072

Drög að lóðarleigusamningi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagðan lóðarleigusamning við Lúðvík Sigurðsson vegna lóðar nr. 6 við Háamel, L226219."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Tillaga um breytingar á samkomulagi um grænar áherslur í starfsemi, uppbyggingu, gatnagerð og frágang lóða á Grundartanga.

2012034

Erindi frá Faxaflóahöfnum sf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar hjá USN nefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

13.Stofnun verkefnaráðs vegna Holtavörðuheiðarlínu 1.

2012054

Erindi frá Landsneti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að tilnefna Guðjón Jónasson sem fulltrúa í verkefnaráðið og til vara verði Ragna Ívarsdóttir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Stofnun og rekstur áfangastaðastofu á Vesturlandi.

2101001

Erindi frá Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti heimild til stjórnar SSV til undirritunar samstarfssamnings við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um stofnun áfangastaðastofu á starfssvæði Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi enda lítur stjórn SSV svo á að samningurinn feli ekki í sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar þar eða fjárveitingar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

15.Umsögn um drög að viðbótum við landsskipulagsstefnu 2015-2026.

2101003

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

16.Tillögur Velferðarvaktarinnar til ríkis og sveitarfélaga í mótvægsaðgerðum vegna Covid-19.

2012042

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

17.Umsögn um frumvarp til laga um Hálendisþjóðgarð, 369. mál.

2012035

Erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis.
Lagt fram.

18.Drög að frumvarpi um breytingar á ýmsum lögum vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins á sveitarfélög.

19.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um græna atvinnubyltingu, 360. mál.

2012048

Erindi frá Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis.
Lagt fram.

20.Umsögn um frumvarp til laga um kosningalög, 339. mál.

2012047

Erindi frá Sjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Lagt fram.

21.164. fundur Heilbrigðiseftirlits Vesturlands

2012050

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

22.3. og 4. fundargerð starfshóps um stöðu og stefnu úrgangsmála ásamt skýrslu starfshópsins.

2012033

Fundargerðir.
Fundargerðirnar framlagðar.

23.892. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2012036

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

24.89.-90. fundir menningar- og safnanefndar.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Efni síðunnar