Fara í efni

Sveitarstjórn

320. fundur 10. desember 2020 kl. 14:15 - 14:18 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Brynjólfur Sæmundsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Guðjón Jónasson boðaði forföll.

1.Starf byggingarfulltrúa.

2011027

Ráðning byggingarfulltrúa.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til tillögu og framlagðra gagna frá Björgvini Helgasyni, oddvita, Marteini Njálssyni, varamanns í sveitarstjórn og Lindu Björk Pálsdóttur, sveitarstjóra, samþykkir sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar að ráða Arnar Skjaldarson í starf byggingarfulltrúa hjá Hvalfjarðarsveit. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að ganga frá og undirrita ráðningarsamning við Arnar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 14:18.

Efni síðunnar