Fara í efni

Sveitarstjórn

313. fundur 08. september 2020 kl. 15:00 - 15:48 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Marteinn Njálsson 1. varamaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason,oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Ragna Ívarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 312

2008005F

Fundargerðin framlögð.

2.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 16

2008006F

Fundargerðin framlögð.

HH fór yfir helstu atriði fundarins.
 • 2.2 1910041 Forvarnir.
  Fjölskyldu- og frístundanefnd - 16 Nefndin samþykkti að veita forvarnarstyrk að upphæð 500.000 kr. í forvarnarnámskeiðið Verkfærakistan sem ætluð er fyrir kennara úr skólasamfélagi Hvalfjarðarsveitar. Málið fékk umfjöllun á 13. og 14. fundi nefndarinnar.

  Nefndin vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir tillögu nefndarinnar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 16 Nefndin uppfærði reglur um félagslega heimaþjónustu og gerði minniháttar breytingar.

  Nefndin vísar uppfærðum reglum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir uppfærðar reglur um félagslega heimaþjónustu í Hvalfjarðarsveit."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fræðslunefnd - 20

2008007F

Fundargerðin framlögð.

EÓG fór yfir helstu atriði fundarins.

4.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 123

2008008F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku MN og DO.

5.Menningar- og markaðsnefnd - 17

2008010F

Fundargerðin framlögð.

BÞ fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tók LBP.

6.Fjárhagsáætlun 2021.

2009009

Tíma- og verkáætlun.
Lögð fram tíma- og verkáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir framlagða tíma- og verkáætlun vegna vinnu við gerð fjárhagsáætlunar 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Hitaveita

2009013

Möguleikar á tengingum við hitaveitulagnir Veitna.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita sveitarstjóra heimild til að óska eftir tengingu við lögn Veitna í landi Beitistaða vegna hitaveitu fyrir Heiðarskóla og nærsvæði í samráði við íbúa sem gætu tengst nýrri veitu. Jafnframt felur sveitarstjórn sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við Veitur og Hitaveitu Hvalfjarðar um möguleika á frekari hitaveituvæðingu í Hvalfjarðarsveit.
Málinu er einnig vísað til Mannvirkja- og framkvæmdanefndar til frekari vinnslu sem geri valkostagreiningu á þeim kostum annars vegar að tengja Heiðarskólasvæðið við Hitaveitu Hvalfjarðar eða lögn Veitna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku GJ, EÓG og MN.

8.Rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2021.

2009015

Erindi frá Aldísi Ýr Ólafsdóttur.
Umsókn frá rekstraraðila sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2020 um áframhaldandi rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum sumarið 2021.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með að núverandi rekstraraðili óski eftir að reka sundlaugina þriðja árið í röð, samstarfið hefur gengið afar vel og reksturinn verið til fyrirmyndar. Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og frístunda- og menningarfulltrúa að ganga til samninga við Aldísi Ýr Ólafsdóttur um umsjón og rekstur sundlaugarinnar að Hlöðum fyrir árið 2021."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku BÞ og LBP.

9.Frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga.

2008018

Erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

10.Jafnlaunavottun.

2001029

Jafnlaunamerki.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar lýsir yfir ánægju sinni með að sveitarfélagið hafi hlotið jafnlaunavottun og heimild Jafnréttisstofu til notkunar jafnlaunamerkis. Mikilvægum áfanga er náð og þakkar sveitarstjórn öllum þeim sem að vinnunni komu og óskar starfsfólki sveitarfélagsins til hamingju með niðurstöðuna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók LBP.

11.Niðurstöður könnunar á stafrænni stöðu sveitarfélaga 2020.

2008031

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram.

12.103. fundur Sorpurðunar Vesturlands.

2008030

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

13.886. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2009007

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:48.

Efni síðunnar