Fara í efni

Sveitarstjórn

311. fundur 11. ágúst 2020 kl. 15:02 - 15:21 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel A. Ottesen varaoddviti
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Magnússon 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund.
Oddviti óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi málum á dagskrá:

Mál nr. 2008006 - Endurbætur á Höfða. Málið verður nr. 5 á dagskránni verði það samþykkt.
Samþykkt 7:0

Brynja Þorbjörnsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 310

2007002F

Fundargerðin framlögð.

2.Endurbætur við Hallgrímskirkju í Saurbæ.

1412022

Erindi frá Sóknarnefnd Saurbæjarsóknar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn staðfestir fyrri samþykkt sveitarstjórnar frá 8.12.2015 um veitingu 1,2mkr. styrks vegna endurbóta á Hallgrímskirkju í Saurbæ en skilyrði styrkveitingarinnar, að heildarfjármögnun verkefnisins væri tryggð, liggur nú fyrir. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun ársins sem felur í sér 1,2mkr. aukafjárveitingu á deild 05090, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Guðjón Jónasson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

3.Hitaveita Heiðarskóla - Gjaldskrá

2001016

Erindi frá íbúum Skólastígs 1.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk húseigenda Skólastígs 1, 1a og 1b um frestun á gildistöku nýrrar gjaldskrár Hitaveitu Heiðarskóla til 1. janúar 2021. Sveitarstjórn felur umsjónarmanni eigna að ræða við bréfritara vegna annarra þátta er fram koma í erindinu."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók DO.

4.Samstarfssamningur Björgunarfélags Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

2008005

Drög að samstarfssamningi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að samstarfssamningi við Björgunarfélag Akraness og felur sveitarstjóra undirritun hans. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt viðauka nr. 8 við fjárhagsáætlun ársins sem felur í sér 1mkr. aukafjárveitingu á deild 07083, lykil 5946 en auknum útgjöldum verður mætt með lækkun á handbæru fé."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

5.Endurbætur á Höfða

2008006

Erindi frá Höfða.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að veita stjórn Höfða heimild til að bjóða endurbætur á annarri hæð suðurálmu Höfða og fyrstu hæð norðurálmu út á grundvelli framlagðrar kostnaðaráætlunar sem lögð var fram 6. ágúst sl. á sameiginlegum fundi stjórnar og framkvæmdanefndar Höfða."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Br.ASK-Draghálsvirkjun

1911008

Erindi frá IUS lögmannsstofu.
Lagt fram erindi frá IUS lögmannsstofu f.h. landeiganda Dragháls þar sem óskað er eftir fundi með fulltrúum Hvalfjarðarsveitar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að verða við ósk bréfritara."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók DO.

7.Aðalfundur Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf.

2006016

Aðalfundargerð, ársskýrsla og minnisblað.
Lagt fram.

Til máls tók GJ.

8.Umsögn um drög að reglugerð um skráningu einstaklinga, með vísan til samnefndra laga nr. 140-2019.

2008002

Erindi í samráðsgátt frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Lagt fram.

9.Umsögn um tillögur að útfærslu á nýrri kerfiskennitölu skv. lögum nr. 140-2019, um skráningu einstaklinga.

2008004

Erindi í samráðsgátt frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti.
Lagt fram.

10.9. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

2008001

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:21.

Efni síðunnar