Fara í efni

Sveitarstjórn

310. fundur 14. júlí 2020 kl. 15:00 - 15:35 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
 • Marteinn Njálsson 1. varamaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Ragna Ívarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 309

2006005F

Fundargerð framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121

2007001F

DO fór yfir helstu atriði fundargerðarinnar.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 "Móar" samkvæmt 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, m.s.br. Bókun fundar Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um breytingar á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020 "Móar" samkvæmt 1. mgr.36. gr. skipulagslaga nr.123/2010, m.s.br.".
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121 Fyrir liggur samþykki Umhverfissráðuneytisins og álit Skipulagsstofnunar sem gerir ekki athugasemd við undanþága verði veitt á grundvelli staðhátta og telur staðsetningu frístundahúss svo nærri lóðarmörkum komi ekki til með að valda ónæði eða takmarki nýtingu nærliggjandi lóða. Í ljósi framangreinds fellst Umhverfisráðuneytið á að veita undanþágu frá ákvæði 5.3.2.12 gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 fyrir byggingu frístundahúss í samræmi við tillögu að deiliskipulagi dags. 7.apríl 2020.
  Nefndin tekur undir ábendingar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands að fara með gát við framkvæmdir og forðast rask á birkikjarri og skógi.

  Deiliskipulagið hefur verið auglýst samkvæmt 41.gr skipulagslaga nr. 123/2010.
  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið.
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og samþykkir deiliskipulagið Stóri-Botn-Furugerði. Sveitarstjórn tekur einnig undir ábendingar Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands að fara með gát við framkvæmdir og að forðast beri rask á birkikjarri og skógi."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Bókun fundar Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030".
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121
  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030".
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121
  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030".
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121
  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að veita jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030.
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar og veitir jákvæða umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030".
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121 USN leggur til sveitarstjórn að samþykkja stofnun lóðanna Vallarnesland B og Vallarnesland C, einnig leiðrétt stærð á Vallarneslandi A. Bókun fundar Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um stofnun lóðanna Vallarnesland B og Vallarnesland C, einnig leiðrétta stærð á Vallarneslandi A".
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum. Bókun fundar Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna byggingarleyfi skv.2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir aðliggjandi lóðarhöfum."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 121 Nefndin leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna framkvæmdaleyfið með vísan í 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir landeigendum innan Kúludalsár, Innri Hólms, Kirkjubóls og Grafar
  Nefndin felur umhverfis - og skipulagsfulltrúa að leita umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni fyrir næsta fund nefndarinnar.
  Bókun fundar Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að grenndarkynna framkvæmdaleyfið með vísan í 44. gr skipulagslaga 123/2010 fyrir landeigendum innan Kúludalsár, Innri Hólms, Kirkjubóls og Grafar. Einnig að leitað verði umsagnar hjá Minjastofnun Íslands og Vegagerðinni fyrir næsta fund nefndarinnar."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

3.Hljóðritun sveitarstjórnarfunda Hvalfjarðarsveitar.

1908030

Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum 27. ágúst 2019 að fella niður tímabundið verklagsreglur vegna hjóðritunar á fundum sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar. Samþykktin gilti frá og með 1. sept 2019 til og með 31. júlí 2020.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
"Sveitarstjórn samþykkir að fundir sveitarstjórnar skuli almennt hljóðritaðir og að samþykktar verklagsreglur frá 14. sept. 2010 vegna hljóðritunar funda sveitarstjórnar gildi um upptöku funda."
Tillagan borin upp og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

4.Samningur um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra í Hvalfjarðarsveit.

1905047

Tímabundin framlenging samnings.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram:
"Sveitarstjórn samþykkir tímabundna framlengingu á samning um félagsþjónustu, barnavernd og málefni fatlaðra í Hvalfjarðarsveit, við Akraneskaupstað. Um er að ræða framlengingu samningsins til þriggja mánaða eða frá 1. júlí til og með 30. september 2020. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela sveitarstjóra, oddvita, formanni og varaformanni fjölskyldu- og frístundanefndar að skoða kosti varðandi framtíðarskipan málaflokksins með hagsmuni íbúa Hvalfjarðarsveitar að leiðarljósi. Erindinu vísað til kynningar í fjölskyldu og frístundanefnd".
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 greiddum atkvæðum.

5.Erindi vegna fasteignaskatts.

2006006

Erindi frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.
Sveitarstjórn samþykkir eftirfarandi bókun vegna erindis frá Ragnheiði Þorgrímsdóttur.
"Sveitarstjórn áréttar fyrri bókun sína vegna sama máls á fundi þann 9.6. 2020, þar sem bréfritara er bent á að álagning fasteignaskatts sveitarfélaga fer skv. II. kafla laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 og reglugerð um fasteignaskatt nr. 1160/2005. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar ákveður síðan skatthlutföll fasteignaskatts fyrir lok hvers árs. Bréfritari fer fram á að jafnræðis sé gætt við álagningu fasteignaskatts gagnvart bændum. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar fer í einu og öllu að þeim lögum og reglum sem gilda og telur óheimilt að haga álagningu fasteignaskatts hjá bréfritara með öðrum hætti en gert er sbr. lög og reglugerðir sem áður hefur verið vísað til og m.v skráningu fasteigna bréfritara."
Til máls tók MN.
Bókun borin undir atkvæði og samþykkt með 6 greiddum atkvæðum.

6.Fasteignamat 2021.

2007001

Erindi frá Þjóðskrá Íslands.
Erindi framlagt.

7.Umsögn um breytingu á reglugerð nr. 1212-2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.

2006047

Drög að breytingu á reglugerð nr. 1212/2015 um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga.
Erindi framlagt.

8.Nýsköpunarsetur á Grundartanga.

1903054

Erindi frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Erindi framlagt.

9.Ályktun aðalfundar Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð.

2007006

Erindi frá Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð.
Erindi framlagt og vísað til kynningar hjá USN nefnd.

10.195. fundargerð Faxaflóahafna sf.

2007002

Fundargerð.
Fundargerð framlögð.
DO tók til máls.
Fylgiskjöl:

11.111. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

2006050

Fundargerð.
Fundargerð framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:35.

Efni síðunnar