Fara í efni

Sveitarstjórn

301. fundur 11. febrúar 2020 kl. 15:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Björgvin Helgason oddviti
  • Daníel Ottesen varaoddviti
  • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
  • Guðjón Jónasson vararitari
  • Helga Harðardóttir aðalmaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Marteinn Njálsson 1. varamaður
Starfsmenn
  • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Ragna Ívarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 300

2001006F

Fundargerðin framlögð.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 111

2001010F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tók MN.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 111
    Svæðið er skilgreint sem landbúnaðarland og samhliða gerð deiliskipulags fyrir svæðið verður unnin aðalskipulagsbreyting þar sem hluti svæðisins verður skilgreindur sem verslunar-og þjónustusvæði.
    Með skipulagslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum deiliskipulags- og aðalskipulagsbreytingar.
    USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsingu samkvæmt 1 mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að auglýsa skipulagslýsinguna skv. 1.mgr. 30. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 111 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að grenndarkynna byggingarleyfi fyrir aðliggjandi lóðarhöfum samkvæmt 2 mgr. 44 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir aðliggjandi lóðarhöfum skv. 2.mgr. 44.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 111 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda.
    Bókun fundar Framlögð niðurstaða útboðs í verkið "Hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit 2020-2024" sem Mannvit vann fyrir sveitarfélagið. Tilboð voru opnuð 9. janúar sl. en alls bárust tilboð frá fjórum aðilum.

    Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu Mannvits um að ganga til samninga við Stífluþjónustu Suðurlands ehf., kt.601004-3050 um hreinsun rotþróa í Hvalfjarðarsveit 2020-2024. Stífluþjónusta Suðurlands ehf. átti hagstæðasta heildartilboðið. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að undirrita samninginn."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Fjölskyldu- og frístundanefnd - 14

2001009F

Fundargerðin framlögð.

HH fór yfir helstu atriði fundarins.

Til máls tóku DO og LBP.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 14 Nefndin fór yfir reglur um heimagreiðslur og gerði minniháttar breytingar. Engin breyting var gerð á krónutölu styrks.

    Nefndin vísar endurskoðuðum reglum um heimagreiðslur til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um endurskoðaðar reglur um heimagreiðslur."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 14 Nefndin fór yfir reglur um fjárhagsaðstoð en skv. 9. gr. ber að endurskoða grunnfjárhæð ár hvert og hafa almennt til hliðsjónar hækkun á neysluvísitölu milli ára við ákvörðun hækkunar á krónutölu.

    Nefndin ákvað að ekki væri tilefni til að hækka fjárhagsaðstoðina árið 2020.

    Nefndin vísar endurskoðuðum reglum um fjárhagsaðstoð til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um endurskoðaðar reglur um fjárhagsaðstoð."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 14 Nefndin endurskoðaði reglur um akstursþjónustu eldri borgara og gerði minniháttar breytingar á reglunum.

    Nefndin vísar endurskoðuðum reglum um akstursþjónustu eldri borgara til afgreiðslu hjá sveitarstjórn.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um endurskoðaðar reglur um akstursþjónustu eldri borgara."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

    Til máls tóku MN, HH og LBP.
  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 14 Nefndin lýsir ánægju sinni með hvernig fyrrgreindur samningur hefur reynst frá undirritun síðan 27.06.2019. Nefndin telur að vel sé staðið að fagþjónustu til sveitarfélagsins með þessum samningi.

    Nefndin hvetur sveitarstjórn til að endurnýja samninginn til lengri tíma.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn er sammála nefndinni um að vel sé staðið að fagþjónustu til sveitarfélagsins með samningnum. Sveitarstjórn er ánægð með reynslu samningsins og sammála því að hann verði nú endurnýjaður til lengri tíma. Sveitarstjóra er falið að hefja viðræður við Akraneskaupstað um áframhald samningsins til lengri tíma."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
  • 3.10 1910040 Samstarf við UMSB.
    Fjölskyldu- og frístundanefnd - 14 Frístunda- og menningarfulltrúa er falið að klára samninginn í samræmi við umræður á fundinum.

    Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gengið verður frá samstarfssamningi við UMSB samkvæmt framlögðum samningi.
    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að gengið verði frá samstarfssamningi við UMSB á grundvelli framlagðs samnings."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

  • Fjölskyldu- og frístundanefnd - 14 Nefndin þakkar erindið en getur ekki orðið við því.

    Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
    "Sveitarstjórn er sammála tillögu nefndarinnar um að ekki sé unnt að verða við erindinu en óskar bréfritara velfarnaðar."
    Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

4.Afskriftir krafna.

2002016

Erindi frá skrifstofustjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu að afskrift viðskiptakrafna á árinu 2019 að samtals fjárhæð kr. 323.450."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók MN.

5.Umsagnarbeiðni - Þorrablót í Miðgarði.

2001051

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Daníel Ottesen vék af fundi undir umræðu og afgreiðslu málsins.

6.Minnisblað Mannvits um kostnað við endurnýjun á þak- og veggjaklæðningu á 2. áfanga Höfða.

2001011

Erindi frá Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn lýsir því yfir að hún er samþykk framkvæmd við endurnýjun þak- og veggjaklæðninga á 2. áfanga Höfða og lýsir því jafnframt yfir að sveitarfélagið muni fjármagna sinn hluta verkefnisins á móti Akraneskaupstað og framlagi Framkvæmdasjóðs aldraðra. Samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun er gert ráð fyrir að framlag Hvalfjarðarsveitar verði kr. 3.672.973.- en endanleg kostnaðaráætlun liggur ekki fyrir."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tók MN.

7.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35-1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál.

2001056

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir).
Lagt fram.

8.Umsögn um þingsályktunartillögu um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

2001055

Tillaga til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld.
Lagt fram og vísað til USN nefndar.

9.878. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

2002010

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

10.8. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

2002014

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fundi slitið - kl. 15:50.

Efni síðunnar