Fara í efni

Sveitarstjórn

299. fundur 13. janúar 2020 kl. 15:00 - 16:28 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
 • Björgvin Helgason oddviti
 • Daníel A. Ottesen varaoddviti
 • Brynja Þorbjörnsdóttir ritari
 • Guðjón Jónasson vararitari
 • Ragna Ívarsdóttir aðalmaður
 • Helga Harðardóttir aðalmaður
 • Marteinn Njálsson 1. varamaður
Starfsmenn
 • Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Linda Björk Pálsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Björgvin Helgason, oddviti, bauð fundarmenn velkomna og setti fund skv. fyrirliggjandi dagskrá.

Elín Ósk Gunnarsdóttir boðaði forföll.

1.Sveitarstjórn - 298

1912002F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tóku BH og RÍ.

2.Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 110

2001002F

Fundargerðin framlögð.

DO fór yfir helstu atriði í fundargerðinni.

Til máls tóku RÍ og DO.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 110 USN nefnd hefur kynnt sér umsagnir/ábendingar sem bárust frá 8 aðilum.
  Fiskistofa, Hafrannsóknarstofnun, Minjastofnun, Skipulagsstofnun, Sporðablik ehf, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun og Veiðifélag Laxár.

  Umhverfis- og skipulagsfulltrúa ásamt lögfræðingi sveitarfélagsins er falið að vinna greinargerð úr innsendum umsögnum og skila til nefndarinnar fyrir næsta fund.

  Ómar Karl Jóhannesson lögfræðingur sat fundinn frá 14:00-14:35
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að skipulags- og umhverfisfulltrúa verði falið að vinna greinargerð úr innsendum umsögnum og skila til nefndarinnar fyrir næsta fund."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 110 Nefndin leggur áherslu á að bygging falli vel að svipmóti og einkenni lands eins og kostur er og einnig að farnar verði leiðir til að forðast röskun náttúrlegs birkiskógar nema nauðsyn beri til.

  Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samþykkja deiliskipulagið í samræmi við 1.mgr.43gr. skipulagslaga nr.123/2010
  Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir breytingu á deiliskipulagi Vatnaskógs í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt tekur sveitarstjórn undir ábendingar nefndarinnar er varða röskun á náttúrulegum birkiskóg og að ásýnd bygginga falli sem best að landslagi."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 110 USN nefnd leggur til að haldinn verði fundur með málsaðila varðandi deiliskipulagstillöguna og fá meiri upplýsingar um framtíðaráætlun svæðisins. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar um að halda fund með málsaðila til að ræða deiliskipulagstillöguna og framtíðaráætlun á svæðinu, skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að boða til fundarins."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.
 • Umhverfis- skipulags- og náttúruverndarnefnd - 110 USN nefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
  "Sveitarstjórn samþykkir tillögu nefndarinnar að auglýsa deiliskipulagstillöguna í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
  Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

3.Ungmennaráð Hvalfjarðarsveitar - 5

2001003F

Fundargerðin framlögð.

Til máls tóku DO, LBP og RÍ.

Fundargerðinni verður vísað til umfjöllunar í Fræðslunefnd, Fjölskyldu- og frístundanefnd, Menningar- og markaðsnefnd og Mannvirkja- og framkvæmdanefnd.

4.Fundir sveitarstjórnar í janúar.

2001015

Erindi frá oddvita.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fella niður reglubundinn fund sveitarstjórnar sem vera ætti á morgun þann 14. janúar. Ástæða niðurfellingarinnar er sú að boða varð til aukafundar vegna máls sem barst sveitarstjórn vegna fyrirhugaðrar undirskriftarsöfnunar og taka verður fyrir hjá sveitarstjórn innan tilskilins frest hjá sveitarstjórn samkvæmt sveitarstjórnarlögum. Með þessu móti er komist hjá auknum útgjöldum vegna fundarhalda hjá sveitarstjórn."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum, RÍ og MN sátu hjá.

Til máls tók RÍ.

5.Drög að breytingum á reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega.

2001014

Erindi frá sveitarstjóra og skrifstofustjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlögð drög að breytingum á reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

6.Tillaga um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2020.

2001012

Erindi frá sveitarstjóra og skrifstofustjóra.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir framlagða tillögu um tekjumörk vegna afsláttar af fasteignaskatti elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

7.Tilkynning um fyrirhugaða undirskriftasöfnun.

2001010

Erindi frá Sigurði Aðalsteinssyni, Jóhönnu G. Harðardóttur og Ómari Erni Kristóferssyni.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn telur að 3. mgr. 108. gr. sveitarstjórnarlaga takmarki ekki heimild til undirskriftarsöfnunar. Undirskriftarsöfnun skal hefjast þann 27. janúar nk. og vera lokið 24. febrúar nk. Sveitarstjóra falið að tilkynna ábyrgðaraðilum og Þjóðskrá Íslands um niðurstöðuna."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum.

Ragna Ívarsdóttir vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu málsins.

8.Jafnlaunavottun sveitarfélaga.

1910005

Tilboð í vinnu við innleiðingu jafnlaunavottunar.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og skrifstofustjóra að ganga til samninga við Attentus, á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs, um ráðgjöf og vinnu við jafnlaunavottun og launagreiningu fyrir Hvalfjarðarsveit."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

9.Hitaveita Heiðarskóla.

2001016

Minnisblað um gjaldskrá og notkun.
Lagt fram minnisblað um notkun á heitu vatni í Skólastíg 1 og 3 ásamt samanburð á verðskrám.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að vísa minnisblaðinu til skoðunar hjá mannvirkja- og framkvæmdanefnd."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

Til máls tóku RÍ, MN, GJ, DO og LBP.

10.Samstarfssamningur um brunavarnir og eldvarnaeftirlit.

1912027

Erindi frá Akraneskaupstað.
Lagt fram erindi frá Akraneskaupstað um uppsögn á gildandi samstarfssamningi sveitarfélaganna frá 20. des. 2007 um rekstur slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að sveitarstjóri, byggingarfulltrúi, formaður mannvirkja- og framkvæmdanefndar og oddviti verði fulltrúar sveitarfélagsins í áframhaldandi viðræðum við Akraneskaupstað vegna endurskoðunar á rekstri og samstarfssamningi Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

11.Leiga á beitarhólfi að Fellsöxl.

2001004

Erindi frá Hrossaræktarsambandi Vesturlands.
Lagt fram erindi frá Hrossaræktarsamtökum Vesturlands um uppsögn á samningi vegna leigu lands í landi Stóru-Fellsaxlar.

Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn samþykkir að fela byggingarfulltrúa að fara yfir þau atriði sem koma til skoðunar við uppsögn á samningnum s.s. girðingarmál. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að gera ekki kröfu um að leiga sé greidd vegna ársins 2020."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

12.Umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

1910050

Erindi frá oddvita Svalbarðshrepps.
Erindið framlagt.

13.Umsagnarbeiðni - Þorrablót í Fannahlíð

2001006

Erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar gerir ekki athugasemdir við veitingu tækifærisleyfisins."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

14.Umsókn um landsbrotsvarnir í landi Beitistaða.

1912016

Erindi frá Tjörn ehf.
Oddviti lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í maí 2019 sendi sveitarfélagið Vegagerðinni umsókn um framlag til sjóvarna í Hvalfjarðarsveit, var það gert í tengslum við undirbúning Vegagerðarinnar á fimm ára samgönguáætlun 2020-2024. Í umsókninni var árið 2020 sótt um fyrir Belgsholt, Vík og Heynes I og II. Árið 2021 er sótt um fyrir Másstaði-Gerði og Beitistaðanes, árið 2022 fyrir Súlunes og Blómsturvelli og árið 2024 fyrir Innri Hólm, Kjaransstaði og Akrakot.
Umsóknin fyrir Beitistaðanes hljóðaði svo:
Við vegslóða að sumarhúsum, fylla í skarð (150m³) og rofabarð vestan á nesinu (um 250m- 1000m³)."

Til máls tók DO.

15.Minnisblað Mannvits um kostnað við endurnýjun á þak- og veggjaklæðningu á 2. áfanga Höfða.

2001011

Erindi frá Höfða, hjúkrunar-og dvalarheimili.
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar tekur fyrir sitt leyti jákvætt í erindið."
Tillagan borin undir atkvæði og samþykkt með 7 atkvæðum.

16.Afrit af bréfi LIBRA lögmanna til Veitna ohf. vegna asbest lagnar í landi Ytra-Hólms, landnr. 133694, fnr. 210-5186.

1912025

Framlagt ásamt svarbréfi frá Veitum ohf.

17.Umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7-1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál.

1912011

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum(viðaukar).
Framlagt.

18.Umsögn um tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024, 434. mál og tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034, 435. mál.

1912012

Tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.
Framlagt.

Til máls tók RÍ.

19.Umsögn um drög að frumvarpi til laga um fjarskipti.

1912013

Frumvarp til nýrra laga um fjarskipti.
Framlagt.

20.105. fundur stjórnar Höfða hjúkrunar- og dvalarheimilis.

1912017

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

21.99. fundur Sorpurðunar Vesturlands hf.

1912018

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Til máls tóku MN, GJ, DO, LBP og RÍ.
Fylgiskjöl:

22.7. fundur stjórnar fjallskilaumdæmis Akraneskaupstaðar, Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

1912019

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.

Fylgiskjöl:

23.877. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

1912024

Fundargerð.
Fundargerðin framlögð.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 16:28.

Efni síðunnar