Menningar- og markaðsnefnd
Dagskrá
Guðjón Þór Grétarssson boðaði forföll.
1.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2025.
2501033
Menningar- og markaðsnefnd og kvenfélagið Lilja bjóða til jólagleði á Vinavelli í Melahverfi sunnudaginn 14. desember kl. 17:00.
Jólasveinar, jólasöngvar, smákökur og heitt súkkulaði. Menningar- og markaðsnefnd hvetur öll til að mæta.
2.Sólmyrkvi á Vesturlandi 12.08.2026.
2508029
Þann 12. ágúst 2026 mun sjást sólmyrkvi með almyrkva víða af Vesturlandi.
Málið rætt.
3.Markaðs- og kynningarátak í Hvalfjarðarsveit
1905042
Stefnt er að því að setja í loftið næstu samfélagsmiðlaherferð samhliða úthlutun lóða í Melahverfi III.
Góðar umræður fóru fram um næstu samfélagsmiðlaherferð.
4.Hvalfjarðardagar 2026
2511038
Hvalfjarðardagar verða haldnir 14. - 16. ágúst 2026.
Formanni og oddvita falið að vinna málið áfram útfrá umræðum á fundinum.
5.Miðgarður - félagsheimili
2212002
Í kjölfar ábendinga um loftgæði í félagsheimilinu Miðgarði hefur verið samið við Verkís um loftgæðamælingar og rannsóknir. Áætlað er að verkið fari fram í janúar.
Fundi slitið - kl. 17:51.