Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

42. fundur 07. júní 2023 kl. 16:30 - 18:50 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Formaður óskar eftir, með vísan til c.liðar 16. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Hvalfjarðarsveitar, að bæta með afbrigðum eftirfarandi máli á dagskrá:
Mál nr. 2210093 - 17. júní 2023-þjóðhátíðardagurinn. Málið verður nr. 2 á dagskrá verður það samþykkt.
Samþykkt 5:0

1.Hvalfjarðardagar 2023

2210005

Dagskrá Hvalfjarðardaga 2023.
Menningar- og markaðsnefnd lagði lokahönd á dagskrá Hvalfjarðardaga. Nefndin hvetur alla sveitunga og aðra gesti til að taka þátt í gleðinni.

2.17. júní 2023 - þjóðhátíðardagurinn

2210093

Dagskrá á 17. júní.
Valdís Valgarðsdóttir og Ingibjörg Elfa Sigurðardóttir hafa sett saman stórglæsilega dagskrá fyrir hönd Tónlistarfélags Hvalfjarðarsveitar og þakkar nefndin þeim kærlega fyrir og hvetur öll til að mæta og hafa gaman saman á 17. júní.

Fundi slitið - kl. 18:50.

Efni síðunnar