Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

39. fundur 05. apríl 2023 kl. 16:30 - 19:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar 2023

2303055

Umsóknir 2023.
Fjórar umsóknir bárust um styrk í Menningarsjóð Hvalfjarðarsveitar.

Kirkjukór Saurbæjarprestakalls var með tónleika 24. febrúar sl. og með haustinu er vonast til að geta verið með Gospel tónleika. Kórin biður um styrk í þessi verkefni að upphæð 500.000 kr.
Sumartónleikar Hallgrímskirkju í Saurbæ sækir um 300.000 kr. styrk fyrir tónleikastarfsemi sumarið 2023.
Ravísa ehf biður um styrk að upphæð 217.000 kr. til að vera með tónleika í sundlauginni að Hlöðum á Hvalfjarðardögum.
Foreldrafélag Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar sækir um 400.000 kr. styrk fyrir sumargleði og jólaballi.

Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að veita kórnum 200.000 kr. styrk, Sumartónleikum Hallgrímskirkju í Saurbæ 250.000 kr. styrk, Ravísu ehf 100.000 kr. styrk og Foreldrafélagi Leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar 200.000 kr. styrk.

Nefndin lýsir ánægju sinni yfir fjölda umsókna.

Nefndin vísar afgreiðslu málsins til sveitarstjórnar.

2.Hvalfjarðardagar 2023

2210005

Yfirfara verkefnalistann fyrir Hvalfjarðardaga.
Nefndin fór yfir verkefnalistann og er undirbúningur fyrir Hvalfjarðardaga kominn vel á veg.

3.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit 2023

2303016

Viðburður um páskana
Menningar- og markaðsnefnd styrkir Skógræktarfélag Skilmannahrepps til að vera með páskaeggjaleit í Álfholtsskógi um páskahelgina. Nefndin þakkar Skógræktarfélagi Skilmannahrepps fyrir að halda utanum viðburðinn og hvetur íbúa til að mæta og eiga góðar samverustundir í skóginum.

4.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Lokahönd var lögð á texta fimmta skiltisins og búið er að fá leyfi landeiganda til að setja það niður.

5.Barnvæn sveitarfélög-Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

2002048

Barnvæn sveitarfélög og erindisbréf stýrishóps.
Nefndin er mjög ánægð að sveitarfélagið er að fara af stað í þessa vegferð og hlakkar til að takast á við þetta verkefni.

Fundi slitið - kl. 19:15.

Efni síðunnar