Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

34. fundur 02. nóvember 2022 kl. 16:30 - 18:30 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Þór Grétarsson aðalmaður
  • Ásgeir Pálmason 1. varamaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Ásdís Björg Björgvinsdóttir boðar forföll.

1.17. júní 2023 - þjóðhátíðardagurinn

2210093

Skipulag á 17. júní 2023.
Kirkjukór Saurbæjarprestakalls og Tónlistarfélag Hvalfjarðarsveitar hefur tekið að sér að skipuleggja og halda utan um hátíðarhöldin á 17. júní á næsta ári.

2.Beiðni um samstarf Hvalfjarðarsveitar og N4 sjónvarp um Að vestan

2210103

Erindi frá N4 - Að vestan.
Menningar- og markaðsnefnd fjallaði um erindið og samþykkir beiðni þáttanna Að vestan um að hækka styrkinn við N4. Styrkurinn verði því kr. 750.000.- frá árinu 2023 í stað kr. 500.000.- sem áður var og hefur verið óbreyttur frá árinu 2016.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki beiðnina. Með tilliti til hækkana þá óskar nefndin einnig eftir að hækka þennan lið í fjárhagáætlunum fyrir árið 2023 og gera auk þess ráð fyrir hækkunum að heildarupphæð kr. 1.500.000 til að greiða fyrir kynningar- og markaðsmál sveitarfélagsins á samfélagsmiðlum.

3.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Farið yfir stöðuna á fjórða skiltinu.
Skilti fjögur er tilbúið og mun verða sett niður fljótlega. Undirbúningur að næsta skilti er í vinnslu.

4.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit

2210006

Farið yfir tillögur af viðburðum fyrir árið 2023.
Áframhaldandi umræður um þær hugmyndir sem fram hafa komið um viðburði á næsta ári.

Fundi slitið - kl. 18:30.

Efni síðunnar