Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

33. fundur 05. október 2022 kl. 16:30 - 18:00 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Birkir Snær Guðlaugsson formaður
  • Elín Ósk Gunnarsdóttir varaformaður
  • Ásdís Björg Björgvinsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Ásgeir Pálmason 1. varamaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá
Guðjón Þór Grétarsson boðar forföll.

1.Fjárhagsáætlun Menningar- og markaðsnefndar 2023

2209039

Fara yfir fjárhagsáætlun.
Farið var yfir drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2023.

2.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Fara yfir stöðuna.
Menningar- og markaðsnefnd hefur áhuga á að vinna áfram að merkingum sögu- og merkisstaða í sveitarfélaginu. Vinna hafin á fimmta skiltinu.

3.Afhjúpun skilti

2209043

Undirbúningur við afhjúpun á fjórða skiltinu.
Nefndin fór yfir skipulagningu afhjúpunar skiltis inn í Hvalfirði. Dagskrá viðburðarins rædd og dagsetning ákveðin þegar skiltið er komið niður.

4.Hvalfjarðardagar 2023

2210005

Skipulag á Hvalfjarðardögum.
Nefndin ræddi tímasetningu og skipulag Hvalfjarðardaga.

5.Viðburðir í Hvalfjarðarsveit

2210006

Viðburðir 2023.
Nefndin ræddi um að vera með viðburði í vetur og nokkrar tillögur komu fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Efni síðunnar