Fara í efni

Menningar- og markaðsnefnd

23. fundur 04. maí 2021 kl. 16:30 - 18:15 í stjórnsýsluhúsinu Innrimel 3
Nefndarmenn
  • Brynja Þorbjörnsdóttir formaður
  • María Ragnarsdóttir ritari
  • Anna Kristín Ólafsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Vigdís Gylfadóttir aðalmaður
  • Bára Tómasdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Líndal Hinriksdóttir embættismaður
Fundargerð ritaði: Ása Líndal Hinriksdóttir Frístunda- og menningarfulltrúi
Dagskrá

1.Félagsheimili gjaldskrá og reglur

2104060

Endurskoðun á gjaldskrá og reglum félagsheimila Hvalfjarðarsveitar.
Nefndin yfirfór gjaldskrá frá 2017 og samþykkti drög að nýrri gjaldskrá vegna útleigu á Miðgarði og Fannahlíð. Einnig yfirfór nefndin útleigureglur fyrir félagsheimili Hvalfjarðarsveitar. Nefndin samþykkti drög að nýjum útleigureglum fyrir félagsheimili í Hvalfjarðarsveit. Nefndin samþykkti drög að reglum um niðurfellingu húsaleigu vegna félagsheimilanna Miðgarðs og Fannahlíðar.

Menningar- og markaðsnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki ofangreind drög að gjaldskrá, að útleigureglum og að reglum um niðurfellingu húsaleigu vegna félagsheimilanna Miðgarðs og Fannahlíðar.

2.Ósk um niðurfellingu leigu af Fannahlíð

2103120

Beiðni um aðstöðu til æfinga á þjóðdönsum.
Nefndin vísar erindinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Ákvörðun um fastan fundartíma Menningar- og markaðsnefndar

2104056

Fundartími nefndarinnar.
Nefndin ákvað að fundir nefndarinnar yrðu fyrsta mánudag í mánuði kl. 16:30.

4.Menningarsjóður Hvalfjarðarsveitar- Umsóknir 2021

2104049

Umsókn.
Tvær umsóknir bárust í Menningarsjóð frá Sumartónleikar í Hallgrímskirkju í Saurbæ og kór Saurbæjarprestakalls. Umsókn Sumartónleika í Hallgrímskirkju í Saurbæ barst eftir að umsóknarfrestur rann út.

Menningar- og markaðsnefnd samþykkir að veita kór Saurbæjarprestakalls styrk að fjárhæð 200.000 kr.

5.Hvalfjarðardagar 2021

2101100

Fara yfir dagskrá Hvalfjarðardaga.
Nefndin fór yfir stöðu mála.

Nefndin óskar eftir því við sveitarstjórn að fá styrk sem nemur niðurfellingu á húsaleigu vegna viðburðar í Fannahlíð á Hvalfjarðardögum þann 19. júní nk.

6.Merking sögu og merkisstaða

1911013

Fara yfir stöðuna.
Vegna ófyrirséðra aðstæðna hefur ekki verið hægt að klára skilti tvö og þrjú en áfram er unnið að þeim. Rætt var um skilti fjögur.

7.Styrktarsjóður EBÍ 2021.

2104003

Styrktarbeiðni sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn vísaði því til nefndarinnar að sækja um styrk vegna merkingar sögu- og merkisstaða. Umsóknin var send inn fyrir lok frests.

8.94. - 95. fundir menningar- og safnanefndar ásamt ársreikningi 2020 fyrir Byggðasafnið á Görðum.

2103146

Fundargerðir ásamt ársreikningi Byggðasafnsins á Görðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:15.

Efni síðunnar